Erlent

Kínversk geimganga

Kínverski geimfarinn Zhai Zhiang varð í morgun fyrsti Kínverjinn til þess að ganga í geimnum. Fjölmargir Kínverjar fylgdust spenntir með afreki hans í beinni útsendingu.

"Mér líður nokkuð vel, ég bið að heilsa kínversku þjóðinni og heimnum öllum," sagði Zhai um það leiti sem hann klöngraðist úr út Shennzhou VII geimfari sínu.

Geimganga hans varði í fimmtán mínútur og gekk vel.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×