Erlent

Því dæmist rangt vera

Óli Tynes skrifar

Tvíburasystur á Ítalíu hafa verið ákærðar fyrir svik. Önnur þeirra er lögfræðingur og afleysingadómari. Hin er húsmóðir.

Þegar lögfræðingurinn þurfti að fást við tvö mál samtímis sendi hún húsmóðurina í sinn stað í dómarahlutverkið.

Systirin dæmdi svo fólk út og suður. Málið hefur valdið nokkru uppnámi í réttarkerfinu á Ítalíu, því dómar húsmóðurinnar eru augljóslega ógildir.

Húsmóðirin átti einnig til að veita einstaklingum lögfræðilega ráðgjöf.

Það tókst ekki betur en svo að auk þess að verða leiddar fyrir dómara fyrir svik hafa margir skjólstæðingar höfðað skaðabótamál.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×