Erlent

Japönskum skipverjum sleppt gegn lausnargjaldi

Sómalskir sjóræningjar slepptu í dag japönsku skipi og 21 manns áhöfn þess en skipið var hertekið fyrir þremur mánuðum síðan. Að sögn Reuters fréttastofunnar munu eigendur skipsins hafa fallist á að borga lausnargjald að sem nam tveimur milljónum bandaríkjadala.

Sjórán eru afar algeng á þessum slóðum, sérstaklega í Aden flóa og síðast í dag bárust fregnir af því að úkraínsku flutningaskipi hefði verið rænt. Um borð í því skipi voru rúmlega þrjátíu skriðdrekar ásamt fleiri hergögnum sem voru á leið til Kenýa. Í áhöfn þess skips eru einnig 21.

Eins og staðan er í dag eru um tólf skip í höndum sjóræningja á þessum slóðum og um 200 skipverjar. Rússar tilkynntu í dag að þeir ætluðu sér að senda herskip á svæðið til þess að verja rússnesk skip á siglingaleiðinni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×