Fleiri fréttir

Verðskrá Norðlenska rúmum tíu prósentustigum fyrir neðan væntingar bænda

Bændasamtök Íslands eru mjög óánægð með verðskrá Norðlenska sem birti í dag, fyrst afurðasölufyrirtækja, verðskrá fyrir sauðfjárafurðir haustið 2008. Hækkun Norðlenska er rúmum tíu prósentustigum fyrir neðan væntingar bænda. Margir sauðfjárbændur telja rekstrargrundvöll sinn brostinn. Þetta kemur fram á vef Bændasamtakanna.

Höfðingjabýli grafið upp í Mosfellsdal

Niðurstöður fornleifarannsókna á Hrísbrú í Mosfellsdal benda til þess að þar hafi búið höfðingjar á landsnámsöld. Í sumar hafa fundist margar fallegar perlur í víkingaskálanum sem þar er búið að grafa upp.

Geir: Sagnfræðiritgerð Vals kemur pólitík í dag lítið við

Áhugaverð sagnfræðiritgerð sem kemur pólitíkinni í dag afskaplega lítið við, segir Geir H. Haarde forsætisráðherra um nýútkomna bók Vals Ingimundarsonar þar sem fram kemur að Ísland hafi verið komið á stuðningslista fyrir Íraksstríðið áður en málið var rætt á ríkisstjórnarfundi.

Bandaríkin senda herafla og hjálpargögn áleiðis til Georgíu

Bandaríkjaforseti sagði í dag að stjórn sín myndi nota bæði flugher og landher til að koma hjálpargögnum og lyfjum til Georgíu. Georgíuforseti segist líta svo á að þar með verði flugvellir og hafnir í Georgíu undir bandarískri stjórn og hervernd. Utanríkisráðherra Bandaríkjanna er á leið til Georgíu til að sýna stuðning Bandaríkjastjórnar í verki.

Langar að taka þátt í breytingum á HÍ

Ólína Þorvarðardóttir sótti um starf forseta hugvísindasviðs og félagsvísíndasviðs en umsóknarfrestur rann út í fyrradag. „Ég sæki um þetta starf því mig langar að taka þátt í þeim breytingum sem nú eru að verða á skólanum," segir Ólína og vísar til þeirra nýlegu breytinga sem gerðar hafa verið á stjórnskipulagi Háskóla Íslands.

Staðfest gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar

Hæstiréttur staðfesti í dag gæsluvarðhald yfir manni sem grunaður er um aðild að líkamsárás þar sem erlendur karlmaður var stunginn hnífi aðfaranótt föstudagsins fyrir verslunarmannahelgi.

Ólína sækir um tvær toppstöður í HÍ

Umsóknarfrestur um störf forseta fræðasviða við Háskóla Íslands rann út í fyrradag. Alls bárust 25 umsóknir um starf forseta fræðasviða hinna fimm nýju sviða skólans, félagsvísindasviðs, heilbrigðisvísindasviðs, hugvísindasviðs, menntavísindasviðs og verkfræði- og náttúruvísindasviðs.

Rauði krossinn sendir 6 milljónir vegna átakanna í Georgíu

Rauði kross Íslands hefur sent 6 milljónir króna í neyðarbeiðni Alþjóða Rauða krossins vegna aðgerða í kjölfar átakanna í Georgíu. Neyðarbeiðnin hljóðar upp á 600 milljónir íslenskra króna (8 milljónir svissneskra franka) og verður fénu varið til að aðstoða tugþúsundir manna sem hafa orðið verst úti í átökunum milli herliða Georgíu, Suður-Ossetíu og Rússlands.

Baðst afsökunar á framgöngu í fjölmiðlum

Magnús Skúlason, arkitekt og fulltrúi F-listans í skipulagsráði Reykjavíkurborgar, hefur trú á því að samkomulag náist um að Listaháskóli Íslands rísi á Frakkastígsreit við Laugaveg en að gera þurfi ákveðnar breytingar á byggingunni.

Óskar fékk grænt ljós frá flokksforystunni

Óskar Bergsson borgarfulltrúi Framsóknarflokksins nýtur fulls stuðnings forystu Framsóknarflokksins til þess að ganga til meirihlutasamstarfs með Sjálfstæðisflokknum í borginni. Óskar kæmi þá inn í meirihlutasamstarfið í stað Ólafs F. Magnússonar. Ekki kemur til greina af hálfu flokksins að Óskar kæmi inn í þriggja flokka samstarf með Sjálfstæðisflokknum og Ólafi F.

Saka Rússa um að rjúfa vopnahlé

Georgíumenn sökuðu í dag Rússa um að rjúfa vopnahlé sem samþykkt var í gær með því að senda hersveitir frá Suður-Ossetíu inn í Georgíu og í átt til höfuðborgarinnar Tblisi.

Nepal leitar að nýrri lifandi gyðju

Trúarleg yfirvöld í Nepal leita nú að stúlku til þess að þjóna sem hin nýja Kumari sem er „hin lifandi meygyðja" í aldalöngum trúarbrögðum þeirra, bæði í hindúa og búddhahefð. Er leitað allt niður í þriggja-fjögurra ára aldur.

Mosfellsbær verðlaunar fyrir fallega garða

Kristleifur Guðbjörnsson og Margrét Ólafsdóttir að Arkarholti 4 fengu viðurkenningu fyrir áratuga ræktunarstarf og eru að hljóta viðurkenningu í þriðja sinn en þau fengu síðast viðurkenningu fyrir garð sinn fyrir fjórtán árum.

Tveir handteknir í tengslum við ísbúðarmorð

Tveir menn hafa verið handteknir í tengslum við morð á þremur manneskjum í ísbúð í bæ nærri Frankfurt í Þýskalandi í gær. Frá þessu greindi saksóknari í Darmstadt í dag.

Atvinnuleysi enn með minnsta móti

Atvinnuleysi í nýliðnum júlímánuði reyndist 1,1 prósent og var óbreytt frá júnímánuði samkvæmt tölum Vinnumálastofnunar.

Minnst 11 látnir í sprengingu í Líbanon

Minnst 11 eru látnir í sprengingu í miðbæ líbönsku borgarinnar Trípoli. Sprengingin var í nánd rútu með nokkrum hermönnum sem voru í leyfi innanborðs. Enginn hefur lýst árásinni á sig en yfir 30 manns særðust einnig í árásinni.

Telur álversframkvæmdir geta frestast um ár

Jóhannes Geir Sigurgeirsson, fyrrverandi stjórnarformaður Landsvirkjunar, telur hættu á að álversframkvæmdir við Bakka tefjist um eitt ár en ekki nokkrar vikur vegna úrskurðar umhverfisráðherra. Hiti var í Húsvíkingum á fundi sem umhverfisráðherra boðaði til í gærkvöld.

Segir samstarf við Ólaf ekki mistök

Geir H. Haarde, forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, segir samstarf flokksins í borginni við Ólaf F. Magnússon ekki mistök. Honum er ekki kunnugt um þreifingar manna um myndun nýs meirihluta.

Þorsteinn Kragh í áframhaldandi þriggja vikna varðhald

Héraðsdómur Reykjavíkur féllst í morgun á þá kröfu lögreglunnar að tónleikahaldarinn Þorsteinn Kragh, sem grunaður er ásamt Hollendingi um umfangsmikið fíkniefnasmygl með Norrænu, yrði úrskurðaður í áframhaldandi gæsluvarðhald. Það er til þriggja vikna.

Sjálfstæðismenn vilja Óskar frekar en Ólaf

Borgarstjórnarflokkur sjálfstæðismanna íhugar hvort slíta skuli meirihlutasamstarfi við Ólaf F. Magnússon borgarstjóra, gangi ekki að taka Óskar Bergsson, borgarfulltrúa Framsóknarflokksins, inn í núverandi meirihluta, líkt og sjálfstæðismenn hafa hug á.

Skemmdarverk og rán í Gori

Fregnir berast nú af því að rússneskir skriðdrekar hafi sést á ferli í borginni Gori í Georgíu. Samkvæmt fréttavef BBC vinna Rússar nú að því að rústa herstöðvum Georgíumanna þar í borg.

Þrjár erlendar konur myrtar í Afganistan

Þrjár erlendar konur sem störfuðu við hjálparstörf létust ásamt bílstjóra sínum þegar skotið var á bíl þeirra þegar þær voru á ferð í Afganistan.

Marsibil: Held að enginn vilji eða geti unnið með Ólafi

Marsibil Sæmundardóttir, sem er í öðru sæti á lista Framsóknarflokksins í Reykjavík, segir það óhugsandi að Framsóknarflokkurinn muni vinna með Ólafi F. Magnússyni borgarstjóra í mögulegu meirihlutasamstarfi Sjálfstæðisflokks, F-lista og Framsóknar.

Dagur: Mikil örvænting hjá Sjálfstæðisflokknum

Dagur B. Eggertsson, oddviti Samfylkingarinnar í borgarstjórn, segir samstöðu minnihlutans í borgarstjórn hafa verið órofna alveg frá því að hundrað daga meirihlutinn varð til og hvergi borið þar skugga á. Hann treystir sér ekki til að spá fyrir um framhaldið í borgarmálunum en segir mikla örvæntingu hjá Sjálfstæðisflokknum.

Gísli Marteinn hlakkar til námsvetrar í Edinborg

Gísli Marteinn Baldursson, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, segist hafa fengið mikinn stuðning frá öðrum borgarfulltrúum, bæði í meirihluta og minnihluta, til að láta draum sinn um að komast í meistaranám í Edinborgarháskóla rætast.

Farið fram á áframhaldandi gæsluvarðhald í stóra hassmálinu

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu mun nú fyrir hádegi fara fram á það að tónleikahaldarinn Þorsteinn Kragh og Hollendingur, sem grunaðir eru um umfangsmikið fíkniefnasmygl með Norrænu, verði úrskurðaðir í áframhaldandi gæsluvarðhald.

Á 86 konur og 170 börn

84 ára gamall Nígeríumaður, Mohammed Bello Abubakhar, ráðleggur karlmönnum um víða veröld að taka sig ekki til fyrirmyndar. Mohammed á 86 konur.

Mótmælendur handteknir í Peking

Hópur mótmælenda sem reyndi að strengja upp borða, með stuðningsyfirlýsingu um frjálst Tíbet, í Peking hefur verið handtekinn.

Sjá næstu 50 fréttir