Fleiri fréttir Gísli Marteinn mun fljúga milli Skotlands og Reykjavíkur á borgarstjórnafundi Eins og koma fram á Vísi í kvöld mun Gísli Marteinn Baldursson, borgarstjórnafulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, halda í árslangt námsleyfi til Edinborgar í haust. Hann mun hins vegar fljúga á milli Reykjavíkur og Skotlands til þess að sækja borgarstjórnarfundi samkvæmt heimildum Vísis. 12.8.2008 22:58 Ólafur tók hugmynd um samstarf með Framsókn fálega Fréttastofa Sjónvarps fullyrti í kvöldfréttum sínum að Sjálfstæðisflokkurinn í borgarstjórn Reykjavíkur vilji Óskar Bergsson úr Framsókn inn í meirihlutasamstarf sitt og F-listans til þess að tryggja meirihlutann enn frekar. Samkvæmt heimildum Vísis var málið viðrað innan meirihlutans í dag og tók Ólafur fálega í hugmyndir sjálfstæðismanna að bæta framsóknarmönnum inn í meirihlutasamstarfið. 12.8.2008 21:12 Mugabe myndar stjórn – hunsar Tsvangirai Robert Mugabe, forseti Simbave, hefur gert samkomulag við Arthur Mutambara, leiðtoga klofningsflokks MDC, um stjórn landsins. Leiðtogi MDC, Morgan Tsvangirai var hafður að vettugi í samkomulaginu. 12.8.2008 22:41 Rússar og Georgíumenn samþykkja friðarsamkomulag Georgíumenn og Rússar hafa komist að samkomulagi um vopnahlé fyrir milligöngu Frakka. Þjóðirnar hafa einnig samþykkt drög að friðarsamkomulagi eftir átök síðustu daga vegna mála Suður-Ossetíu. Samkomulagið er þó enn til umræðu svo ekki liggur fyrir hvað í því felst. 12.8.2008 22:22 Ísbúðarmorðingja leitað í Þýskalandi Lögreglan í Þýskalandi hefur nú hafið viðamikla leit að morðingja sem varð þremur karlmönnum og einni konu að bana við ísbúð í bænum Russelsheim, skammt suð-vestur af Frankfurt, í dag. 12.8.2008 21:57 Birtíngur kaupir DV Útgáfufélagið Birtíngur ehf. hefur keypt DV og dv.is af Dagblaðinu Vísi útgáfufélagi ehf. í. Birtíngur rekur fyrir tímaritaútgáfu sem m.a. gefur út blöðin Séð og Heyrt, Vikuna, Gestgjafann, Hús og hýbíli, Mannlíf, Nýtt líf og Söguna alla. Frá þessu er greint á dv. 12.8.2008 21:02 Kveik í ruslatunnu við Bónusvideo Kveikt var í ruslatunnu fyrir utan Bónusvideo við Laugalæk í kvöld. Ruslatunnan er staðsett í kjallaratröppum, upp við kjallaradyr, og því var í fyrstu talið að eldurinn kæmi inn úr kjallaranum. 12.8.2008 20:57 Kaupsamningum fjölgar um 75 prósent milli mánaða Þinglýstir kaupsamningar á höfuðborgarsvæðinu reyndust nærri 75 prósentum fleiri í nýliðnum júlí en mánuðinn á undan samkvæmt nýjum tölum Fasteignamats ríkisins. Samningarnir voru hins vegar nærri 64 prósentum færri miðað við júlí í fyrra. 12.8.2008 20:41 Hugmyndir uppi um að reisa kvikmyndaver í gömlu vararafstöðinni Hugmyndir eru uppi um að reisa kvikmyndaver í húsnæði gömlu vararafstöðvarinnar í Elliðaárdalnum. Til stendur að rífa húsið en borgarstjóri útilokar ekki að það verði nýtt. 12.8.2008 20:40 Gísli Marteinn í ársleyfi frá borgarstjórn Gísli Marteinn Baldursson mun flytja til Edinborgar í Skotlandi í haust ásamt fjölskyldu sinni en þar hyggst hann stunda nám í borgarfræðum. Samkvæmt heimildum Vísis mun hann taka sér ársleyfi frá störfum sem borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins og jafnframt víkja úr þeim nefndum sem hann hefur setið í, meðal annars umhverfis- og samgöngunefnd þar sem Gísli gegnir formennsku. 12.8.2008 20:14 Reyna að hamla verstu hliðaráhrifum krabbameinsmeðferða Breskir krabbameinslæknar gera nú tilraunir og rannsóknir með ný lyf sem gætu komið í veg fyrir sum verstu hliðaráhrif krabbameinsmeðferðar. 12.8.2008 19:56 Minnihlutinn vill auka fjárstreymið til Strætó bs en ekki skera niður Það er með ólíkindum að á sama tíma og meirihlutinn leggur til framkvæmdir við Geirsgötu og Mýrargötu sem kosta munu á annan tug milljarða til úrlausna fyrir einkabílinn sé verið að leggja til niðurskurð á þjónustu Strætó bs upp á 300 milljónir króna. Svo segir í ályktun frá minnihlutanum í borgarstjórn. 12.8.2008 18:56 Bæjarstjórar neita ásökunum samgönguráðherra Samgönguráðherra segir að ekki sé hægt að tvöfalda hættulegasta kafla Suðurlandsvegar af því að heimamenn eigi eftir að vinna nauðsynlega undirbúningsvinnu. Bæjarstjórar á svæðinu hafna þessu og segja að ekkert standi upp á þá til að framkvæmdir við tvöföldun vegarins geti hafist á leiðinni milli Hveragerðis og Selfoss. Þar hafa orðið tólf banaslys á undanförnum árum. 12.8.2008 18:37 Leit að manni hætt við Vík í Mýrdal Leit að manni við Vík í Mýrdal hefur verið hætt eftir að vísbendingar bárust um að hann væri ekki á því svæði. 12.8.2008 17:56 Georgíumenn kæra Rússa fyrir þjóðernishreinsanir Stjórnvöld í Georgíu höfðuðu í dag mál á hendur Rússum fyrir Alþjóðadómstólnum í Haag vegna þjóðernishreinsana Rússa á árunum 1993-2008 eins og Georgíumenn orða það. 12.8.2008 17:46 Rómverskt hof fannst undir kirkju Ísraelskir fornleifafræðingar hafa fundið rústir rómversks hofs undir grunni kirkju á Zippori í Ísrael sem var höfuðborg Galíleu á rómverskum tíma. Hofið hefur verið rænt og ruplað í fornöld og stendur því aðeins grunnurinn nú eftir. 12.8.2008 16:55 Unglingspiltur skotinn með loftbyssu Unglingspiltur slapp með skrekkinn þegar hann varð fyrir skoti úr loftbyssu í Reykjavík í gær. Það varð piltinum til happs að vera með gleraugu en skotið fór í þau en við það kom sprunga í annað sjónglerið. Talið er víst að piltur á svipuðu reki hafi skotið úr byssunni en lögreglan á eftir að ræða við hann og foreldra hans um þetta alvarlega atvik. 12.8.2008 16:45 Sótti um pólitískt hæli með falsað vegabréf Hæstiréttur staðfesti í dag að erlendur karlmaður skuli sæta gæsluvarðhaldi til 1. september á meðan lögregla rannsakar mál hans en hann kom hingað til lands í síðustu viku á fölsuðu belgísku vegabréfi. 12.8.2008 16:44 Leitað að manni í nágrenni við Vík í Mýrdal Lögregla og björgunarsveitir leita nú að manni við Reynisdranga við Vík í Mýrdal samkvæmt upplýsingum Vísis. Ekki liggur fyrir hvort hann féll í sjóinn og hvort um Íslending sé að ræða eða erlendan ferðamann. 12.8.2008 16:15 Ísraelsmenn leggja til samning um Vesturbakkann Ísraelsmenn hafa lagt til friðarsamning við Palestínumenn sem myndi tryggja þeim fyrrnefndu 7,3 prósent af Vesturbakkanum samkvæmt ísraelska fréttablaðinu Haaretz. Myndi sá samningur gera þeim kleift að halda stærstu landnemabyggðum sínum. 12.8.2008 16:01 Mikil ánægja með hverfagæslu Níutíu og sjö prósent íbúa á Seltjarnarnesi eru ánægð með hverfagæslu sem tekin var upp í sveitarfélaginu fyrir um þremur árum. Þetta kemur fram í júlíblaði Nesfrétta. 12.8.2008 15:56 Fjögur hundruð ný hjúkrunarrými á næstu árum Fjögur hundruð ný hjúkrunarrými verða til hér á landi á næstu fjórum árum samkvæmt framkvæmdaáætlun um uppbyggingu hjúkrunarrýma sem kynnt var í dag. 12.8.2008 15:13 Gifti, skírði og jarðaði í óþökk kirkjunnar Gunnar Björnsson, sóknarprestur á Selfossi, sem settur hefur verið í leyfi vegna ásakana um kynferðisbrot, hefur verið minntur á að honum er óheimilt að framkvæma kirkjulegar athafnir í Selfosskirkju á meðan hann er í leyfi. 12.8.2008 15:10 Sendinefnd frá Nevis fundar með stjórnvöldum Joseph Parry, forsætisráðherra karabísku eyjarinnar Nevis í sambandsríkinu St Kitts og Nevis, er á leið til Íslands til að kynna sér jarðvarmanotkun hér á landi. 12.8.2008 14:59 Georgía segir skilið við samtök fyrrverandi Sovétlýðvelda Míkhal Saakashvílí, forseti Georgíu, greindi frá því í dag að landið myndi segja sig úr samtökum sjálfstæðra ríkja sem eru samtök fyrrverandi Sovétlýðvelda. 12.8.2008 14:38 Pelosi opnar fyrir möguleika á kosningu um olíuborun Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings gaf til kynna í gærkvöldi að hún gæti verið tilbúin til þess að hafa kosningu um hvort leyfa ætti olíuborun við strendur Bandaríkjanna. 12.8.2008 14:36 Stjórn LÍ ræðir stöðu samningamála Stjórn Læknafélags Íslands kemur saman til fundar síðar í dag til þess að ræða þá stöðu sem uppi er eftir að læknar felldu nýgerðan kjarasamning við ríkið. 12.8.2008 13:52 NATO: Deilendur hverfi aftur til stöðunnar fyrir átökin Jaap de Hoop Scheffer, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins, segir að deilendur í málefnum Suður-Ossetíu og Abkasíu þyrftu að hverfa aftur til stöðunnar eins og hún var 6. ágúst. 12.8.2008 13:38 85 ökumenn myndaðir Brot 85 ökumanna voru mynduð á gatnamótum Suðurlandsbrautar, Kringlumýrarbrautar og Laugavegs frá föstudegi til mánudags. 12.8.2008 13:32 Sá feitasti út úr húsi í fyrsta sinn í eitt og hálft ár Fyrrverandi feitasti maður heims, Manuel Uribe, fór út úr húsi í gær í fyrsta sinn í hálft annað ár. 12.8.2008 13:15 Viðræður í Zimbabwe halda áfram Samningaviðræðum stjórnar og stjórnarandstöðu í Zimbabwe verður haldið áfram nú eftir hádegið og enn vonast menn til að niðurstaða fáist í þær á næstu klukkustundum. 12.8.2008 13:00 Nítján stútar teknir um helgina Nítján ökumenn voru teknir fyrir ölvunarakstur á höfuðborgarsvæðinu um helgina. Tæplega helmingur þeirra var tekinn á laugardag og ellefu stútanna voru gripnir í Reykjavík. 12.8.2008 12:55 Skipulagsvinna hjá sveitarfélögum tefur tvöföldun Kristján L. Möller samgönguráðherra segir skipulagsvinnu hjá sveitarfélagögum á Suðurlandi tefja fyrir tvöföldun vegarkaflans milli Hveragerðis og Selfoss. Eðlilegt hefði verið að sú vinna hefði hafist fyrr. 12.8.2008 12:44 Kannast ekki við að hafa samþykkt ósk Breta Halldór Ásgrímsson, fyrrverandi forsætisráðherra, segist ekki kannast við að stjórnvöld hér á landi hafi samþykkt ósk Breta um stuðning við innrásina í Írak þann 17. mars 2003, daginn áður en Bandaríkjamenn birtu lista „hinna viljugu þjóða", eins og Valur Ingimundarsonar sagnfræðingur heldur fram í nýrri bók um íslenska utanríkisstefnu. 12.8.2008 12:42 Bretar hegða sér illa á erlendi grundu Slæm hegðun Breta utan landsteina þeirra hefur leitt til mikillar aukningar á handtökum Breta á Spáni og Frakklandi samkvæmt nýjustu könnunum. Orsakast hin slæma hegðun fyrst of fremst af ofdrykkju og dólgsláta í kjölfar hennar. 12.8.2008 12:31 Þrjú kjálkabrot á Þjóðhátíð Þrjár kærur hafa verið lagðar fram hjá lögreglunni í Vestmannaeyjum vegna líkamsárása sem áttu sér stað á Þjóðhátíð. Í öllum tilvikum var um kjálkabrot að ræða. 12.8.2008 12:25 Óvíst hvort Esjan verði snjólaus í sumar Alls óvíst er að snjóskaflinn í Gunnlaugsskarði í suðurhlíðum Esjunnar hverfi þetta árið. Að sögn Sigurðar Þ. Ragnarsonar, veðurfræðings á Stöð 2, hefur allur snjór horfið úr suðurhlíðum fjallsins undanfarin sjö sumur og er það lengsta tímabil sem vitað er um. 12.8.2008 12:10 Enn barist í Abkasíu Rússar hafa hætt hernaðaraðgerðum sínum í Georgíu enda telja þeir sig nú hafa náð markmiðum sínum - að tryggja öryggi rússneskra íbúa Suður-Ossetíu og rússneskra friðargæsluliða. Í Abkasíu halda uppreisnarmenn hins vegar áfram að láta sprengjum rigna yfir georgíska hermenn. 12.8.2008 12:10 Pólitískum föngum fækkar á Kúbu Pólitískum föngum á Kúbu hefur fækkað það sem af er ári samkvæmt nýrri skýrslu mannréttindasamtaka í landinu. Samtökin segja þó að nýjum forseta, Raul Castro, fylgi þó ekki grundvallarbreytingar í mannréttindamálum. 12.8.2008 12:02 Bush á heimavelli á hafnaboltaleik í Peking George Bush Bandaríkjaforseti sagði að Ólympíuleikarnir hefðu farið fram úr væntingum hans. Forsetinn var í fjóra daga í Peking og náði að vera við fjölmargan íþróttaviðburðinn áður en hann sneri aftur til Washington. 12.8.2008 11:53 Ekki smart tími fyrir launahækkun forstjóra LSH Formaður Læknafélags Íslands segir það ekki góða tímasetningu að laun forstjóra Landspítalans skuli vera hækkuð um fjórðung á sama tíma og læknar og ljósmæður standi í erfiðum samningaviðræðum. 12.8.2008 11:30 Núverandi ástand er mjög vont - Guðni útilokar ekki nýjan meirihluta Formaður Framsóknarflokksins telur að Óskar Bergsson, borgarfulltrúi flokksins, eigi ekki að útiloka nýtt meirihlutasamstarf við Sjálfstæðisflokkinn í Reykjavík. 12.8.2008 11:30 Framkvæmdum á Skólavörðustíg að ljúka Framkvæmdum við ofanverðan Skólavörðustíg, sem staðið hafa yfir undanfarna mánuði, er nú að ljúka og keppast verktakar nú við að leggja loka hönd á yfirborðsfrágang til að allt verði klárt fyrir sérstaka opnunarhátíð næstkomandi laugardag. 12.8.2008 11:13 Útlán Íbúðalánasjóðs ekki meiri í einum mánuði í fjögur ár Heildarútlán Íbúðalánasjóðs í júlí námu ríflega 8,7 milljörðum króna, en þar af voru tæplega 6,9 milljarðar vegna almennra útlána og tæpir 1,9 milljarðar vegna leiguíbúðalána. 12.8.2008 11:03 Enn haldið sofandi í öndunarvél eftir bílslys Ökumanni jeppa sem slasaðist í árekstri jeppans, rútu og sendibíls á Suðurlandsvegi í gærmorgun er enn haldið sofandi í öndunarvél á gjörgæsludeild. 12.8.2008 10:42 Sjá næstu 50 fréttir
Gísli Marteinn mun fljúga milli Skotlands og Reykjavíkur á borgarstjórnafundi Eins og koma fram á Vísi í kvöld mun Gísli Marteinn Baldursson, borgarstjórnafulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, halda í árslangt námsleyfi til Edinborgar í haust. Hann mun hins vegar fljúga á milli Reykjavíkur og Skotlands til þess að sækja borgarstjórnarfundi samkvæmt heimildum Vísis. 12.8.2008 22:58
Ólafur tók hugmynd um samstarf með Framsókn fálega Fréttastofa Sjónvarps fullyrti í kvöldfréttum sínum að Sjálfstæðisflokkurinn í borgarstjórn Reykjavíkur vilji Óskar Bergsson úr Framsókn inn í meirihlutasamstarf sitt og F-listans til þess að tryggja meirihlutann enn frekar. Samkvæmt heimildum Vísis var málið viðrað innan meirihlutans í dag og tók Ólafur fálega í hugmyndir sjálfstæðismanna að bæta framsóknarmönnum inn í meirihlutasamstarfið. 12.8.2008 21:12
Mugabe myndar stjórn – hunsar Tsvangirai Robert Mugabe, forseti Simbave, hefur gert samkomulag við Arthur Mutambara, leiðtoga klofningsflokks MDC, um stjórn landsins. Leiðtogi MDC, Morgan Tsvangirai var hafður að vettugi í samkomulaginu. 12.8.2008 22:41
Rússar og Georgíumenn samþykkja friðarsamkomulag Georgíumenn og Rússar hafa komist að samkomulagi um vopnahlé fyrir milligöngu Frakka. Þjóðirnar hafa einnig samþykkt drög að friðarsamkomulagi eftir átök síðustu daga vegna mála Suður-Ossetíu. Samkomulagið er þó enn til umræðu svo ekki liggur fyrir hvað í því felst. 12.8.2008 22:22
Ísbúðarmorðingja leitað í Þýskalandi Lögreglan í Þýskalandi hefur nú hafið viðamikla leit að morðingja sem varð þremur karlmönnum og einni konu að bana við ísbúð í bænum Russelsheim, skammt suð-vestur af Frankfurt, í dag. 12.8.2008 21:57
Birtíngur kaupir DV Útgáfufélagið Birtíngur ehf. hefur keypt DV og dv.is af Dagblaðinu Vísi útgáfufélagi ehf. í. Birtíngur rekur fyrir tímaritaútgáfu sem m.a. gefur út blöðin Séð og Heyrt, Vikuna, Gestgjafann, Hús og hýbíli, Mannlíf, Nýtt líf og Söguna alla. Frá þessu er greint á dv. 12.8.2008 21:02
Kveik í ruslatunnu við Bónusvideo Kveikt var í ruslatunnu fyrir utan Bónusvideo við Laugalæk í kvöld. Ruslatunnan er staðsett í kjallaratröppum, upp við kjallaradyr, og því var í fyrstu talið að eldurinn kæmi inn úr kjallaranum. 12.8.2008 20:57
Kaupsamningum fjölgar um 75 prósent milli mánaða Þinglýstir kaupsamningar á höfuðborgarsvæðinu reyndust nærri 75 prósentum fleiri í nýliðnum júlí en mánuðinn á undan samkvæmt nýjum tölum Fasteignamats ríkisins. Samningarnir voru hins vegar nærri 64 prósentum færri miðað við júlí í fyrra. 12.8.2008 20:41
Hugmyndir uppi um að reisa kvikmyndaver í gömlu vararafstöðinni Hugmyndir eru uppi um að reisa kvikmyndaver í húsnæði gömlu vararafstöðvarinnar í Elliðaárdalnum. Til stendur að rífa húsið en borgarstjóri útilokar ekki að það verði nýtt. 12.8.2008 20:40
Gísli Marteinn í ársleyfi frá borgarstjórn Gísli Marteinn Baldursson mun flytja til Edinborgar í Skotlandi í haust ásamt fjölskyldu sinni en þar hyggst hann stunda nám í borgarfræðum. Samkvæmt heimildum Vísis mun hann taka sér ársleyfi frá störfum sem borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins og jafnframt víkja úr þeim nefndum sem hann hefur setið í, meðal annars umhverfis- og samgöngunefnd þar sem Gísli gegnir formennsku. 12.8.2008 20:14
Reyna að hamla verstu hliðaráhrifum krabbameinsmeðferða Breskir krabbameinslæknar gera nú tilraunir og rannsóknir með ný lyf sem gætu komið í veg fyrir sum verstu hliðaráhrif krabbameinsmeðferðar. 12.8.2008 19:56
Minnihlutinn vill auka fjárstreymið til Strætó bs en ekki skera niður Það er með ólíkindum að á sama tíma og meirihlutinn leggur til framkvæmdir við Geirsgötu og Mýrargötu sem kosta munu á annan tug milljarða til úrlausna fyrir einkabílinn sé verið að leggja til niðurskurð á þjónustu Strætó bs upp á 300 milljónir króna. Svo segir í ályktun frá minnihlutanum í borgarstjórn. 12.8.2008 18:56
Bæjarstjórar neita ásökunum samgönguráðherra Samgönguráðherra segir að ekki sé hægt að tvöfalda hættulegasta kafla Suðurlandsvegar af því að heimamenn eigi eftir að vinna nauðsynlega undirbúningsvinnu. Bæjarstjórar á svæðinu hafna þessu og segja að ekkert standi upp á þá til að framkvæmdir við tvöföldun vegarins geti hafist á leiðinni milli Hveragerðis og Selfoss. Þar hafa orðið tólf banaslys á undanförnum árum. 12.8.2008 18:37
Leit að manni hætt við Vík í Mýrdal Leit að manni við Vík í Mýrdal hefur verið hætt eftir að vísbendingar bárust um að hann væri ekki á því svæði. 12.8.2008 17:56
Georgíumenn kæra Rússa fyrir þjóðernishreinsanir Stjórnvöld í Georgíu höfðuðu í dag mál á hendur Rússum fyrir Alþjóðadómstólnum í Haag vegna þjóðernishreinsana Rússa á árunum 1993-2008 eins og Georgíumenn orða það. 12.8.2008 17:46
Rómverskt hof fannst undir kirkju Ísraelskir fornleifafræðingar hafa fundið rústir rómversks hofs undir grunni kirkju á Zippori í Ísrael sem var höfuðborg Galíleu á rómverskum tíma. Hofið hefur verið rænt og ruplað í fornöld og stendur því aðeins grunnurinn nú eftir. 12.8.2008 16:55
Unglingspiltur skotinn með loftbyssu Unglingspiltur slapp með skrekkinn þegar hann varð fyrir skoti úr loftbyssu í Reykjavík í gær. Það varð piltinum til happs að vera með gleraugu en skotið fór í þau en við það kom sprunga í annað sjónglerið. Talið er víst að piltur á svipuðu reki hafi skotið úr byssunni en lögreglan á eftir að ræða við hann og foreldra hans um þetta alvarlega atvik. 12.8.2008 16:45
Sótti um pólitískt hæli með falsað vegabréf Hæstiréttur staðfesti í dag að erlendur karlmaður skuli sæta gæsluvarðhaldi til 1. september á meðan lögregla rannsakar mál hans en hann kom hingað til lands í síðustu viku á fölsuðu belgísku vegabréfi. 12.8.2008 16:44
Leitað að manni í nágrenni við Vík í Mýrdal Lögregla og björgunarsveitir leita nú að manni við Reynisdranga við Vík í Mýrdal samkvæmt upplýsingum Vísis. Ekki liggur fyrir hvort hann féll í sjóinn og hvort um Íslending sé að ræða eða erlendan ferðamann. 12.8.2008 16:15
Ísraelsmenn leggja til samning um Vesturbakkann Ísraelsmenn hafa lagt til friðarsamning við Palestínumenn sem myndi tryggja þeim fyrrnefndu 7,3 prósent af Vesturbakkanum samkvæmt ísraelska fréttablaðinu Haaretz. Myndi sá samningur gera þeim kleift að halda stærstu landnemabyggðum sínum. 12.8.2008 16:01
Mikil ánægja með hverfagæslu Níutíu og sjö prósent íbúa á Seltjarnarnesi eru ánægð með hverfagæslu sem tekin var upp í sveitarfélaginu fyrir um þremur árum. Þetta kemur fram í júlíblaði Nesfrétta. 12.8.2008 15:56
Fjögur hundruð ný hjúkrunarrými á næstu árum Fjögur hundruð ný hjúkrunarrými verða til hér á landi á næstu fjórum árum samkvæmt framkvæmdaáætlun um uppbyggingu hjúkrunarrýma sem kynnt var í dag. 12.8.2008 15:13
Gifti, skírði og jarðaði í óþökk kirkjunnar Gunnar Björnsson, sóknarprestur á Selfossi, sem settur hefur verið í leyfi vegna ásakana um kynferðisbrot, hefur verið minntur á að honum er óheimilt að framkvæma kirkjulegar athafnir í Selfosskirkju á meðan hann er í leyfi. 12.8.2008 15:10
Sendinefnd frá Nevis fundar með stjórnvöldum Joseph Parry, forsætisráðherra karabísku eyjarinnar Nevis í sambandsríkinu St Kitts og Nevis, er á leið til Íslands til að kynna sér jarðvarmanotkun hér á landi. 12.8.2008 14:59
Georgía segir skilið við samtök fyrrverandi Sovétlýðvelda Míkhal Saakashvílí, forseti Georgíu, greindi frá því í dag að landið myndi segja sig úr samtökum sjálfstæðra ríkja sem eru samtök fyrrverandi Sovétlýðvelda. 12.8.2008 14:38
Pelosi opnar fyrir möguleika á kosningu um olíuborun Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings gaf til kynna í gærkvöldi að hún gæti verið tilbúin til þess að hafa kosningu um hvort leyfa ætti olíuborun við strendur Bandaríkjanna. 12.8.2008 14:36
Stjórn LÍ ræðir stöðu samningamála Stjórn Læknafélags Íslands kemur saman til fundar síðar í dag til þess að ræða þá stöðu sem uppi er eftir að læknar felldu nýgerðan kjarasamning við ríkið. 12.8.2008 13:52
NATO: Deilendur hverfi aftur til stöðunnar fyrir átökin Jaap de Hoop Scheffer, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins, segir að deilendur í málefnum Suður-Ossetíu og Abkasíu þyrftu að hverfa aftur til stöðunnar eins og hún var 6. ágúst. 12.8.2008 13:38
85 ökumenn myndaðir Brot 85 ökumanna voru mynduð á gatnamótum Suðurlandsbrautar, Kringlumýrarbrautar og Laugavegs frá föstudegi til mánudags. 12.8.2008 13:32
Sá feitasti út úr húsi í fyrsta sinn í eitt og hálft ár Fyrrverandi feitasti maður heims, Manuel Uribe, fór út úr húsi í gær í fyrsta sinn í hálft annað ár. 12.8.2008 13:15
Viðræður í Zimbabwe halda áfram Samningaviðræðum stjórnar og stjórnarandstöðu í Zimbabwe verður haldið áfram nú eftir hádegið og enn vonast menn til að niðurstaða fáist í þær á næstu klukkustundum. 12.8.2008 13:00
Nítján stútar teknir um helgina Nítján ökumenn voru teknir fyrir ölvunarakstur á höfuðborgarsvæðinu um helgina. Tæplega helmingur þeirra var tekinn á laugardag og ellefu stútanna voru gripnir í Reykjavík. 12.8.2008 12:55
Skipulagsvinna hjá sveitarfélögum tefur tvöföldun Kristján L. Möller samgönguráðherra segir skipulagsvinnu hjá sveitarfélagögum á Suðurlandi tefja fyrir tvöföldun vegarkaflans milli Hveragerðis og Selfoss. Eðlilegt hefði verið að sú vinna hefði hafist fyrr. 12.8.2008 12:44
Kannast ekki við að hafa samþykkt ósk Breta Halldór Ásgrímsson, fyrrverandi forsætisráðherra, segist ekki kannast við að stjórnvöld hér á landi hafi samþykkt ósk Breta um stuðning við innrásina í Írak þann 17. mars 2003, daginn áður en Bandaríkjamenn birtu lista „hinna viljugu þjóða", eins og Valur Ingimundarsonar sagnfræðingur heldur fram í nýrri bók um íslenska utanríkisstefnu. 12.8.2008 12:42
Bretar hegða sér illa á erlendi grundu Slæm hegðun Breta utan landsteina þeirra hefur leitt til mikillar aukningar á handtökum Breta á Spáni og Frakklandi samkvæmt nýjustu könnunum. Orsakast hin slæma hegðun fyrst of fremst af ofdrykkju og dólgsláta í kjölfar hennar. 12.8.2008 12:31
Þrjú kjálkabrot á Þjóðhátíð Þrjár kærur hafa verið lagðar fram hjá lögreglunni í Vestmannaeyjum vegna líkamsárása sem áttu sér stað á Þjóðhátíð. Í öllum tilvikum var um kjálkabrot að ræða. 12.8.2008 12:25
Óvíst hvort Esjan verði snjólaus í sumar Alls óvíst er að snjóskaflinn í Gunnlaugsskarði í suðurhlíðum Esjunnar hverfi þetta árið. Að sögn Sigurðar Þ. Ragnarsonar, veðurfræðings á Stöð 2, hefur allur snjór horfið úr suðurhlíðum fjallsins undanfarin sjö sumur og er það lengsta tímabil sem vitað er um. 12.8.2008 12:10
Enn barist í Abkasíu Rússar hafa hætt hernaðaraðgerðum sínum í Georgíu enda telja þeir sig nú hafa náð markmiðum sínum - að tryggja öryggi rússneskra íbúa Suður-Ossetíu og rússneskra friðargæsluliða. Í Abkasíu halda uppreisnarmenn hins vegar áfram að láta sprengjum rigna yfir georgíska hermenn. 12.8.2008 12:10
Pólitískum föngum fækkar á Kúbu Pólitískum föngum á Kúbu hefur fækkað það sem af er ári samkvæmt nýrri skýrslu mannréttindasamtaka í landinu. Samtökin segja þó að nýjum forseta, Raul Castro, fylgi þó ekki grundvallarbreytingar í mannréttindamálum. 12.8.2008 12:02
Bush á heimavelli á hafnaboltaleik í Peking George Bush Bandaríkjaforseti sagði að Ólympíuleikarnir hefðu farið fram úr væntingum hans. Forsetinn var í fjóra daga í Peking og náði að vera við fjölmargan íþróttaviðburðinn áður en hann sneri aftur til Washington. 12.8.2008 11:53
Ekki smart tími fyrir launahækkun forstjóra LSH Formaður Læknafélags Íslands segir það ekki góða tímasetningu að laun forstjóra Landspítalans skuli vera hækkuð um fjórðung á sama tíma og læknar og ljósmæður standi í erfiðum samningaviðræðum. 12.8.2008 11:30
Núverandi ástand er mjög vont - Guðni útilokar ekki nýjan meirihluta Formaður Framsóknarflokksins telur að Óskar Bergsson, borgarfulltrúi flokksins, eigi ekki að útiloka nýtt meirihlutasamstarf við Sjálfstæðisflokkinn í Reykjavík. 12.8.2008 11:30
Framkvæmdum á Skólavörðustíg að ljúka Framkvæmdum við ofanverðan Skólavörðustíg, sem staðið hafa yfir undanfarna mánuði, er nú að ljúka og keppast verktakar nú við að leggja loka hönd á yfirborðsfrágang til að allt verði klárt fyrir sérstaka opnunarhátíð næstkomandi laugardag. 12.8.2008 11:13
Útlán Íbúðalánasjóðs ekki meiri í einum mánuði í fjögur ár Heildarútlán Íbúðalánasjóðs í júlí námu ríflega 8,7 milljörðum króna, en þar af voru tæplega 6,9 milljarðar vegna almennra útlána og tæpir 1,9 milljarðar vegna leiguíbúðalána. 12.8.2008 11:03
Enn haldið sofandi í öndunarvél eftir bílslys Ökumanni jeppa sem slasaðist í árekstri jeppans, rútu og sendibíls á Suðurlandsvegi í gærmorgun er enn haldið sofandi í öndunarvél á gjörgæsludeild. 12.8.2008 10:42