Erlent

Bush skorar á Rússa að hætta hernaðaraðgerðum í Georgíu

George Bush Bandaríkjaforseti.
George Bush Bandaríkjaforseti.

George Bush, forseti Bandaríkjanna, lýsti yfir áhyggjum sínum yfir fréttum af áframhaldandi hernaðaraðgerðum Rússa í Georgíu í Hvíta húsinu rétt í þessu. Hann skorar á Rússa að binda endi á öll átök í Georgíu eins og þeir hafi ætlað sér.

Bush sagði að Condoleezza Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, hygðist halda til Tbilisi, höfuðborg Georgíu, til þess að sýna stuðning Bandaríkjanna við yfirvöld í Georgíu. Hann sagðist einnig ætla að senda flugvélar fullar af neyðarbirgðum til Georgíu.
















Fleiri fréttir

Sjá meira


×