Innlent

Sjávarútvegsráðherra Grænlands í heimsókn

Frá fundinum á skrifstofu LÍÚ í dag.
Frá fundinum á skrifstofu LÍÚ í dag.
Sjávarútvegsráðherra Grænlands, Finn Karlsen, er staddur hér á landi í boði Einars K. Guðfinnssonar sjávarútvegsráðherra.

Heimsóknin hófst formlega í gær, þriðjudaginn 12 ágúst en í dag heimsótti ráðherrann skrifstofu LÍÚ í dag ásamt aðstoðarmanni sínum er segir á heimasíðu LÍÚ.

Rædd voru ýmis sameiginleg málefni varðandi fiskveiðar Grænlendinga og Íslendinga, svo sem veiðar úr deilistofnum, hvalveiðar og umhverfismerkingar. Í máli Friðriks J. Arngrímssonar, framkvæmdastjóra LÍÚ, kom fram nauðsyn þess að efla samvinnu milli landanna um sameiginleg hagsmunamál.

Ráðherrann upplýsti þá að ákveðið hafi verið skipa nefnd með fulltrúum Íslands og Grænlands til þess að fjalla sérstaklega um grálúðuveiðar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×