Erlent

Skemmdarverk og rán í Gori

Georgísk kona við illa farið húsið sitt í Gori í Georgíu.
Georgísk kona við illa farið húsið sitt í Gori í Georgíu. MYND/AP

Fregnir berast nú af því að rússneskir skriðdrekar hafi sést á ferli í borginni Gori í Georgíu. Samkvæmt fréttavef BBC vinna Rússar nú að því að rústa herstöðvum Georgíumanna þar í borg.

Þetta gerist þrátt fyrir að bæði Rússar og Georgíumenn hafi fallist á vopnahlé og drög að friðarsamkomulagi í gær. Enn fremur segja vitni að uppreisnarmenn úr röðum Suður-Osseta láti nú greipar sópa í borginni og eru byssur meðal annars notaðar til að ræna borgara. Þá hefur verið kveikt í húsum í borginni og mun ástandið vera jafnvel enn verra í nágrannabæjum.

Utanríkisráðherrar Evrópussambandsríkjanna sitja nú á neyðarfundi þar sem deila Rússa og Georgíumamnma er til umræðu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×