Fleiri fréttir

Handteknar fyrir keppni í munnmökum á grískri strönd

Níu breskar konur eiga yfir höfuð sér kæru eftir þær voru handteknar fyrir að taka þátt í keppni í munnmökun. Sex breskir og sex grískir karlmenn voru einnig handteknir fyrir þátttöku sína í keppninni.

Mótmæla svæðisskipulagstillögum á Kársnesi

Boðað hefur verið til aukafundar í bæjarstjórn Kópavogs kl. 16:00 í dag til að afgreiða aðal- og svæðisskipulagstillögur fyrir Kársnes. Í fréttatilkynningu frá samtökunum, Betri byggð á Kársnesi, segir að áætlanir um mestu þéttingu sem sögur fara af í grónu íbúðarhverfi standi óbreyttar, með meira en tvöföldun á íbúafjölda og mikilli aukningu á atvinnustarfsemi.

Einn hinna grunuðu í Madeleine-málinu fær skaðabætur

Robert Murat hefur náð sáttum um skaðabætur og skriflega afsökunarbeiðni við 11 dagblöð og eina sjónvarpsstöð í Bretlandi fyrir meiðyrði. Murat er einn hinna grunuðu í rannsókn portúgölsku lögreglunnar á hvarfi hinnar þriggja ára Madeleine McCann sem hvarf í maí á síðasta ári á Portúgal.

Embættistaka forseta Íslands rædd á ríkisstjórnarfundi

Embættistaka forseta Íslands var rædd á ríkisstjórnarfundi í Stjórnarráðinu í morgun. Ólafur Ragnar Grímsson verður settur í embætti þann 1.ágúst næst komandi og hefst dagurinn með athöfn í dómkirkjunni klukkan hálf fjögur.

Skjálfti í Vatnajökli

Jarðskjálfti upp á 3,5 stig á richter mældist í norðanverðum Vatnajökli um klukkan korter í tíu í morgun.

Danski Múhameðsteiknarinn fagnar gæsluvarðhaldsúrskurði

Danski teiknarinn Kurt Westergaard segist ánægður með að Túnismennirnir tveir, sem grunaðir eru um að hafa skipulagt morðtilræði gagnvart honum, sæti gæsluvarðhandi þar til þeir verði sendir aftur til síns heima.

Félagsmálaráðherra óttast stöðu skuldara

Jóhanna Sigurðardóttir félagsmálaráðherra óttast að staða skuldara versni á næstu mánuðum og vanskilin aukist vegna efnahagsástandsins. Hún skorar á bankana að þeir sýni fólki í fjárhagserfiðleikum skilning og komi til móts við það með greiðsluaðlögun.

Flug kemst í samt lag í kvöld eða fyrramálið

Farþegarnir, sem ætluðu út með Iceland Express flugvélinni, sem tveir hjólbarðar sprungu á í lendingu á Keflavíkurflugvelli í gær, héldu utan með annarri flugvél í nótt, eftir rösklega átta klukkustunda seinkun.

Reykjavíkurflugvöllur of dýr fyrir Fljúgandi virkið

Fljúgandi virkinu Liberty Belle seinkar um einn sólarhring og er nú áformað að þessi fornfræga sprengjuflugvél lendi í Keflavík upp úr hádegi á morgun. Hætt var að við lenda í Reykjavík vegna þess að bensín og afgreiðslugjöld þóttu of dýr þar.

Fyrsta myndbandið frá Guantanamo gert opinbert

Lögfræðingar Kanadamannsins Omar Khadr hafa gert opinbert myndband sem sýnir yfirheyrslu yfir Khadr í Guantanamo-fangelsinu. Þetta er í fyrsta sinn sem myndband úr fangelsinu er gert opinbert.

X-Men stjarna verður raunverulegur prófessor

Hollywood-stjarnan Patrick Stewart sem leikur prófessor Xavier í X-Men myndunum er nú orðinn raunverulegur prófessor. Hann var gerður að prófessor í leiklist við Huddersfield háskólann við hátíðlega athöfn í gærdag.

Valgerður í gamla framsóknargírnum

Valgerður Sverrisdóttir, varaformaður Framsóknarflokksins, sagði við Vísi í gærkvöldi að tillaga Björns Bjarnasonar væri vanhugsuð og vandræðagangur einkenndi forystu Sjálfstæðisflokksins.

Mannskæð sjálfsmorðsárás í Írak

23 létust og 68 særðust í bænum Baquba, norður af Bagdad, í dag eftir sjálfsmorðsárás tveggja manna á ráðningaskrifstofu íraska hersins.

Úthafskarfaveiðin brást í júní

Úthafskarfaveiðin á Reykjaneshrygg brást í júní og var aflilnn aðeins þrjú þúsund tonn samanborið við ellefu þúsund tonn í sama mánuði í fyrra.

Bágborið ástand á furu víða suðvestanlands

Saltrok í suðvestanátt eftir áramótin og sólfar í mars, þegar jörð var forsin, munu vera ástæður þess að bágborið ástand er á furu víða á sunnan og vestanverðu landinu.

Bakhjarlar Sjálfstæðisflokksins vilja í ESB

Baldur Þórhallsson, stjórnmálafræðingur við Háskóla Íslands, segir að bakhjarlar Sjálfstæðiflokksins vilja að flokkurinn beiti sér fyrir upptöku evru og jafnvel að sótt verði um aðild að Evrópusambandinu. Þetta kom fram í seinni fréttatíma Ríkissjónvarpsins í kvöld.

Björn ítrekar fyrri afstöðu sína

Björn Bjarnason, dómsmálaráðherra, ítrekar í svarbréfi til Vísis fyrri afstöðu sína að miðað við lögheimildir í stofnsáttmála Evrópusambandins geti sambandið gert ,,evrusamninga við þjóðir utan ESB."

Starfsfólk SÞ flutt frá Darfurhéraði

Sameinuðu þjóðirnar ákváðu í dag að flytja hluta af starfsliði sínu frá frá Darfurhéraði í Súdan. Ákvörðunin er tekin í kjölfar nýlegra árása á starfsmenn SÞ og vegna kröfu saksóknara stríðsglæpadómstóls SÞ um að handtökuskipun verði gefin út á hendur Omar al-Bashir, forseti Súdans, vegna þjóðarmorðs í héraðinu.

Útspil Björns vanhugsað

Valgerður Sverrisdóttir, varaformaður Framsóknarflokksins, segir vandræðagang einkenna forystu Sjálfstæðisflokksins í Evrópumálum. Hún segir tillögu Björns Bjarnasonar vanhugsaða.

Áfallahjálp enn veitt í kjölfar Suðurlandsskjálfta

Á þriðja tug húsa á Suðurlandi hafa verið dæmd ónýt og óíbúðarhæf eftir Suðurlandsskjálftann í vor. Fólk kemur í Þjónustumiðstöðina á Selfossi með ýmis erindi og enn er verið að veita áfallahjálp.

Landsvirkjun hyggst ekki virkja Dettifoss

Landsvirkjun segist ekki hafa þá stefnu að virkja Dettifoss en styrkir engu að síður rannsóknarverkefni í ár um hóflega nýtingu Jökulsár á Fjöllum.

Börn í varanlegu fóstri heimsótt einu sinni á ári

Hrefna Friðriksdóttir lögfræðingur Barnaverndarstofu segir að eftirlit barnaverndarnefnda sé meira með börnum í tímabundnu fóstri en þeim sem séu í varanlegu. Barnaverndarnefndir heimsækja börn sem er í varanlegu fóstri að minnsta kosti einu sinni á ári.

Sprakk á dekki við lendingu

Flugvél Iceland Express var nýlent á Keflavíkurflugvelli þegar það sprakk á öðru dekki vélarinnar rétt í þessu. Engin hætta var á ferð að sögn Láru Ómarsdóttur, upplýsingafulltrúa Iceland Express.

Gríðarleg áhrif leiðtogafundar í fátækustu löndunum

Þótt árangur af leiðtogafundi iðnríkjanna í Japan í síðustu viku hafi ekki verið mikill, er útlit fyrir að ákvarðanir þeirra geti haft gríðarleg áhrif þar sem síst skyldi - í fátækustu löndum heims.

Olís dró úr hækkun

Bensínverðið er nú í hæstu hæðum á Íslandi og fór upp í allt að hundrað og áttatíu komma níutíu aura lítrinn í sjáflstafgreiðslu í dag þegar Olís reið á vaðið og hækkaði verðið á benslítranum um sex krónur.

Farsímasendar víða á hálendinu

Vodafone segir að fyrirtækið hafi verið fyrsta fjárskiptafyrirtækið á Íslandi til að bjóða um á farsímasamaþjónustu á hálendinu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu í kjölfar fréttatilkynningar frá Símanum fyrr í dag.

Seðlabankinn tjáir sig ekki um evruhugmyndir Björns

Enginn Seðlabankastjóranna þriggja vill tjá sig um hugmyndir Björns Bjarnasonar dómsmálaráðherra um að taka upp evru á grundvelli EES samningsins. Vísir leitaði eftir viðbrögðum frá þeim fyrr í dag en var tjáð að þeir hefðu ekkert við það að bæta sem þeir hafi áður sagt.

Vísindamenn hafa hugsanlega uppgötvað lyf gegn malaríu

Ástralskir vísindamenn hafa gert uppgötvun sem hugsanlega gæti dugað í baráttunni við malaríu. Þeir hafa einangrað þann hluta bakteríunnar sem kemur í veg fyrir að ónæmiskerfi líkamans losi sig sjálfkrafa við sníkilinn.

Sjá næstu 50 fréttir