Erlent

Mannskæð sjálfsmorðsárás í Írak

SHA skrifar
Fórnarlömbum árásarinnar safnað saman.
Fórnarlömbum árásarinnar safnað saman. MYND/Reuters

23 létust og 68 særðust í bænum Baquba, norður af Bagdad, í dag eftir sjálfsmorðsárás tveggja manna á ráðningaskrifstofu íraska hersins. Fréttastofa Reuters greinir frá.

Árásin er mikil vonbrigði fyrir stjórnvöld í Bagdad sem fyrir aðeins örfáaum dögum síðan höfðu sagst ætla að skera upp herör á svæðinu gegn árásum af þessu tagi.

Svæðið sem um ræðir nefnist Diyala og er staðsett um 65 kílómetra norðaustur af Bagdad en Baquba er stærsta borg svæðisins. Svæðið er mjög blandað, bæði hvað varðar trú og kynþætti, og hafa meðlimir Al kaída verið einkar skæðir á þessum slóðum.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×