Fleiri fréttir

Leiðtogar í herskrúðgöngu í París

Leiðtogar frá Evrópu, Miðausturlöndum og Norður Afríku sóttu herskrúðgöngu á Bastilludeginum í Frakklandi í dag. Heiðursgestur skrúðgöngunnar var aðalritari Sameinuðu Þjóðanna, Ban Ki-moon. Tveir friðargæslumenn Sameinuðu Þjóðanna leiddu hergönguna sem hefð er fyrir á Bastilludeginum.

Virkjun og stækkun getur farið saman

Össur Skarphéðinsson, iðnaðarráðherra, hefur lýst því yfir að það sé hans skoðun að friðlýsa eigi Þjórsárver og hætta við Norðlingaölduveitu. Hægt er að taka undir með ráðherranum um mikilvægi þess að stækka friðlandið, en fara þarf hægar í sakirnar þegar Norðlingaölduveita er slegin af.

Farsímasamband komið á hálendið

Nú er komið farsímasamband víðs vegar um öræfi Íslands. Dæmi um staði sem eru komnir í samband eru sunnanverður Kjalvegurinn langt norður að Hveravöllum,

Minniháttar meiðsli í vespuslysi

Ungu stúlkurnar tvær sem keyrt var á í morgun slösuðustu minniháttar. Stúlkurnar voru á tveggja manna vespu og óku austur Miklubraut. Bifreið sem ekið var í sömu átt keyrði utan í vespuna með þeim afleiðingum að stúlkurnar köstuðust í götuna.

85 krónur lítrinn við metanvæðingu

Orkuveita Reykjavíkur hefur tekið sex nýja metanbíla í bílaflota sinn sem bætast við átta slíka bíla sem fyrir eru. Verð á metangasi svarar til þess að bensínlítrinn myndi kosta 85 krónur.

Segir hugmyndir Björns fjarlægan möguleika

Geir H. Haarde forsætisráðherra boðaði til blaðamannafundar í Stjórnarráðinu nú fyrir stundu. Tilefnið voru ummæli Björns Bjarnasonar dómsmálaráðherra um að taka ætti upp evru á grundvelli EES samningsins án þess að ganga inn í Evrópusambandið. Geir sagði þetta fjarlægan möguleika og taldi ráðamenn í Brussel hafa lítið álit á þessum hugmyndum.

Sautján aðildarfélög BHM hafa samþykkt kjarasamning

Félagsmenn 17 aðildarfélaga BHM af þeim 20 sem undirrituðu kjarasamning við fjármálaráðherra fyrir hönd ríkissjóðs þann 28. júní síðastliðinn hafa nú samþykkt samninginn í atkvæðagreiðslu á vegum félaganna.

Misstu sjónina á rússnesku reifi

Tólf ungir Rússar misstu sjónina að hluta eftir ljósasýning brenndi í þeim augnhimnuna. Staðfest tilfelli eru tólf en rússnesska dagblaðið Kommersant segir að sautján einstaklingar til viðbótar hafi leitað sér aðstoðar vegna málsins.

Leigubílstjóra ógnað með hnífi - fann árásarmennina sjálfur

Leigubílstjórinn, Þorsteinn Héðinsson, sem varð fyrir fólskulegri árás í Garðabæ aðfaranótt föstudags fann árásarmennina sjálfur. Daginn eftir stóð hann fyrir fyrir utan lögreglustöðina á Hverfisgötu og reykti sígarettu. Skyndilega byrjuðu fjórir piltar að æpa ókvæðisorð að Þorsteini sem áttaði sig á að þarna voru árásarmennirnir. Lögreglan handtók þá stuttu síðar og voru þeir vopnaðir hnífum.

Tilgangslaus ferð til London vegna seinkunar Iceland Express

Eiríkur Bergmann Einarsson, dósent og forstöðumaður Evrópufræðaseturs Háskólans á Bifröst, röltir nú um London í tilgangsleysi. Eiríkur missti af fundi í London vegna seinkunar á flugi hjá Iceland Express. Eiríkur segist ekki æfur af bræði en það sé pirrandi að hafa misst af fundinum. Eiríkur ætlar að kanna hvort hann geti krafið flugfélagið um skaðabætur, enda hefur hann orðið fyrir fjárhagslegu tjóni.

Ekið á vespu - Tvær konur slasaðar

Tvær ungar konur voru fluttar á slysadeild rétt fyrir klukkan 11 í dag eftir að ekið var utan í vespu sem þær sátu. Við það féllu konurnar í jörðina á horni Miklubrautar og Stakkahlíðar.

Árás á Íran mun draga stóran dilk á eftir sér

Bashar al-Assad, forseti Sýrlands, segir að árás á Íran muni verða Bandaríkjunum, Ísrael og heiminum öllum afar dýrkeypt. Þetta sagði Assad í viðtali við franska útvarpsstöð í morgun en forsetinn er staddur í Frakklandi á fundi nýstofnaðs Miðjarðarhafsbandalags.

Góður nætursvefn eflir minnið

Ný rannsókn leiðir í ljós að góður nætursvefn eflir minni manna daginn eftir. Jafnframt á viðkomandi auðveldara með að læra hluti.

Deila OR og Guðmundar snýst um 7 milljóna króna Land Cruiser

Bifreiðin sem Orkuveita Reykjavíkur lét Guðmundi Þóroddssyni, þáverandi forstjóra fyrirtækisins, í té er 2006 árgerð af Toyota Land Cruiser 100. Slík bifreið kostar á bilinu 6,5 - 7 milljónir króna, samkvæmt upplýsingum á vef Bílgreinasambandsins.

Níutíu prósent Íslendinga nota tölvu og internet

Rúmlega 90% landsmanna á aldrinum 16-74 ára nota tölvu og internet, samkvæmt könnun Hagstofunnar sem var gerð fyrr á þessu ári. Niðurstöður könnunarinnar sýna að tölvur eru á 90% heimila og 88% heimila gátu tengst interneti.

Ungfrú Alheimur er frá Venesúela

Það var hin 22 ára gamla Dayana Mendoza frá Venesúela sem vann titilinn Ungfrú Alheimur í nótt en keppnina var haldin í Víetnam.

Danir setjast að á Skáni þúsundum saman

Tilkoma Eyrarsundsbrúarinnar hefur gert það að verkum að þúsundir Dana hafa sest að á Skáni í Svíþjóð og álíka fjöldi af Svíum sækir nú vinnu til Danmerkur.

Unglingur slasaðist á torfæruhjóli

Fimmtán ára piltur fótbrotnaði á báðum fótum þegar hann féll á torfæruhjóli sínu á æfingasvæðinu við Glerá í gærkvöldi.

Mjótt á munum milli Obama og McCain

Samkvæmt nýrri skoðanakönnun tímaritsins Newsweek er nú mjótt á munum milli Barak Obama og John McCain í kosningabaráttunni í Bandaríkjunum. Obama mælist með 44% en McCain með 41%.

Guðmundur skilaði gögnunum til OR í dag

Guðmundur Þóroddsson, fyrrverandi forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur, hefur skilað hinum umdeildu gögnum til Orkuveitunnar. Þetta gerðist í dag. „Ég skilaði þeim öllum og reikna með að málinu sé lokið,“ sagði Guðmundur í samtali við Vísi fyrir skömmu.

Svarnir óvinir sitja við sama borð í París

Meðal ólíkindatóla sem nú sitja saman í París eru Michel Suleiman, forsætisráðhera Líbanons, Bashar al-Assad, forseti Sýrlands, Ehud Olmert forsætisráðherra Ísraels og Mahmoud Abbas, forseti Palestínumanna.

Dætur Íraks taka upp vopn

Íraskar konur taka vaxandi þátt í öryggisgæslu í landi sínu. Þær eru kallaðar Dætur Íraks og það ver verið að þjálfa þær á lögreglustöðvum víðsvegar um landið.

Íslensku safnaverðlaunin 2008 til Byggðasafns Vestfjarða

Byggðasafn Vestfjarða hlaut Íslensku safnaverðlaunin 2008 sem Ólafur Ragnar Grímsson afhenti á Bessastöðum í dag. Félag íslenskra safna og safnmanna og Íslandsdeild ICOM – alþjóðaráðs safna, standa saman að verðlaununum og hafa þau verið veitt frá árinu 2000. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá byggðasafninu.

Helmingur óreykjandi Bandaríkjamanna veður reyk

Merki um óbeinar reykingar finnast í helmingi allra Bandaríkjamanna sem reykja ekki. Þetta kemur fram í rannsókn sem U.S. Center of Disease Control and Prevention birti fyrir helgina.

Eistnaflug á Neskaupstað til fyrirmyndar að sögn íbúa

„Ég bý tíu metra frá tjaldstæðinu og ég hef ekki heyrt í þessum krökkum,“ segir Sigríður Margrét Guðjónsdóttir, ánægður íbúi á Neskaupstað þar sem rokkhátíðinni Eistnaflugi er um það bil að ljúka.

Vantar íslenskar varnaðarmerkingar á 30% efnavara

Viðskiptavinur í byggingavöruverslun getur gert ráð fyrir að í tæplega 30% tilvika vanti alfarið íslenskar varnaðarmerkingar á efnavörur. Þetta sýnir könnun sem framkvæmd var á flestöllum heilbrigðiseftirlitssvæðum

Sextíu ára gömul sprengja gerð óvirk í Japan

Um 5.400 íbúar voru fluttir á brott og akvegum lokað á meðan sprengjusérfræðingar japanska hersins gerðu sprengju frá tímum seinni heimsstyrjaldarinnar óvirka í Osaka í vesturhluta Japans í dag.

Pallbifreið brann við Höfðabakkabrú

Eldur kom upp í pallbifreið á ferð nálægt Höfðabakkabrú í hádeginu. Ökumaðurinn slapp ómeiddur en bifreiðin gjöreyðilagðist. Slökkvilið var um 10 mínútur að ráða niðurlögum eldsins.

Fellibylurinn Berta

Gervihnöttur tók þessa mynd af fellibylnum Bertu þegar hann var nokkur hundruð kílómetra suðaustur af Bermúda á föstudaginn.

Egill Jónsson alþingismaður - andlátsfregn

Egill Jónsson fyrrum alþingismaður og bóndi á Seljavöllum er látinn, 77 ára að aldri. Egill fæddist að Hoffelli í Nesjahreppi 14. desember 1930. Hann lauk búfræðiprófi frá Bændaskólanum á Hvanneyri árið 1950 og búfræðikandidatsprófi frá sama skóla 1953. Árið 1955 stofnaði Egill, ásamt eftirlifandi eiginkonu sinni, Halldóru Hjaltadóttur, nýbýlið Seljavelli í Nesjum og hófu þau þar búskap.

Deilt um dauðan túrista

Ferðamaðurinn var 53 ára gömul kona sem Norður-Kóreumenn segja að hafi farið inn á afgirt bannsvæði snemma á föstudagsmorgun.

Náum bin Laden fyrst, segir Obama

„Ég hugsa að ef við næðum Osama bin Laden á lífi tækjum við ákvörðun um að beita ekki bara réttarvörslukerfi Bandaríkjanna heldur alls heimsins af fullum þunga gegn honum,“

TM styrkir uppbyggingu Þjóðhátíðar eftir eldsvoða

Tryggingamiðstöðin hefur ákveðið að styrkja aðstandendur Þjóðhátíðar í Vestmannaeyjum til uppbyggingar á þeim mannvirkjum sem skemmdust eða eyðilögðust í eldsvoða í lok maí. Um er að ræða umgjörð Þjóðhátíðar sem haldin er árlega um verslunarmannahelgina í Herjólfsdal í Vestmannaeyjum.

Sjá næstu 50 fréttir