Innlent

Farsímasendar víða á hálendinu

Vodafone hefur sent frá sér tilkynningu í kjölfar fréttatilkynningar frá Símanum fyrr í dag um farsímasenda á hálendi Íslands. Í tilkynningu Vodafone segir að fyrirtækið hafi verið fyrsta fjárskiptafyrirtækið á Íslandi til að bjóða um á farsímasamaþjónustu á hálendinu.

Farsímasendar frá Vodafone eru nú þegar í rekstri á 12 stöðum á hálendinu; á Bláfelli við Kjalveg, í Kerlingarfjöllum, á Hveravöllum, fjallinu Strúti í Borgarfirði, Áfangafelli norðan Langjökuls, Þrándarhlíðarfjalli í Skagafirði, Skrokköldu og Fjórðungsöldu á Sprengisandi, Vaðöldu norðan Vatnajökuls, Slórfelli á Möðrudalsöræfum, Vatnsfelli og Búrfelli.




Tengdar fréttir

Farsímasamband komið á hálendið

Nú er komið farsímasamband víðs vegar um öræfi Íslands. Dæmi um staði sem eru komnir í samband eru sunnanverður Kjalvegurinn langt norður að Hveravöllum,




Fleiri fréttir

Sjá meira


×