Innlent

Flug kemst í samt lag í kvöld eða fyrramálið

Farþegarnir, sem ætluðu út með Iceland Express flugvélinni, sem tveir hjólbarðar sprungu á í lendingu á Keflavíkurflugvelli í gær, héldu utan með annarri flugvél í nótt, eftir rösklega átta klukkustunda seinkun.

Flugvélin sem sprakk á kemst svo í gagnið núna um hádegið og á flug félagsins að verða komið í samt lag í kvöld eða fyrramálið.

Ekki liggur fyrir hvers vegna sprakk á flugvélinni, en hún var komin á lítinn hraða þegar það gerðist. Meðal annars verður kannað hvort einhverjir hlutir á flugbrautinni gætu hafa valdið óhappinu.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×