Innlent

Áfallahjálp enn veitt í kjölfar Suðurlandsskjálfta

Á þriðja tug húsa á Suðurlandi hafa verið dæmd ónýt og óíbúðarhæf eftir Suðurlandsskjálftann í vor. Fólk kemur í Þjónustumiðstöðina á Selfossi með ýmis erindi og enn er verið að veita áfallahjálp.

Ólafur Örn Haraldsson verkefnisstjóri Þjónustumiðstöðvarinnar á Selfossi sem sett var upp vegna Suðurlandsskjálfa segir að tjónið sem varð í skjálftanum sé eflaust mun meira en fólk geri sér almennt grein fyrir.

Stjórnvöld veittu hundrað milljónum í fyrstu hjálp. Enn er mikið starf óunnið við að meta skemmdir á eignum og innanstokksmunum. Starfsmenn Viðlagatrygginga eru enn að meta skemmdir og ljúka ekki vinnu sinni fyrr en í haust og því er óljóst enn hversu mikið heildarstjórnið varð í Suðurlandsskjálfta.

Þær fjölskyldur sem bjuggu í þeim húsum sem hafa verið dæmd ónýt og óíbúðarhæf hafa fengið framtíðarhúsnæði.

Fólk kemur í Þjónustumiðstöðina með alls konar erindi, eins og spurningar um niðurrif húsa, sem kostar mikið fé. Þá varð nokkuð tjón á frárennsluslögnum og rotþróm. Ólafur Örn segir að enn sé verið að veita áfallahjálp í Þjónustumiðstöðinni á Selfossi.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×