Erlent

Stór jarðskjálfti reið yfir gríska Eyjahafið

Stór jarðskjálfti reið yfir gríska Eyjahafið í morgun. Skjálftinn mældist 6,3 á Richter og voru upptök hans um 70 kílómetra suður af eyjunni Rhodos.

Mikill fjöldi ferðamanna er nú á þessum slóðum og vakti jarðskjálftinn skelfingu meðal þeirra. Þustu þeir þúsundum saman út af hótelum sínum.

Ein kona lést er hún féll niður tröppur í skjálftanum en ekki er vitað um annað mann- eða eignatjón af völdum skjálftans.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×