Erlent

Fyrsta myndbandið frá Guantanamo gert opinbert

SHA skrifar

Lögfræðingar Kanadamannsins Omar Khadr hafa gert opinbert myndband sem sýnir yfirheyrslu yfir Khadr í Guantanamo-fangelsinu. Þetta er í fyrsta sinn sem myndband úr fangelsinu er gert opinbert.

Upptakan er frá árinu 2003 en þá var Khadr aðeins sextán ára gamall. Hann var handtekinn vegna gruns um handsprengjuárás sem varð einum hermanni Bandaríkjanna að bana.

Hæstiréttur Kanada dæmdi að kanadískt stjórnvöld yrðu að láta af hendi upptökur af yfirheyrslu Khadr til þess að tryggja að lögfræðingar hans gætu beitt sér að fullu í málinu.

Hægt er að horfa á upptöku úr myndbandinu hér.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×