Erlent

Sér eftir mannréttindabrotum gegn Austur-Tímor

Forseti Indónesíu, Yudhoyono og forseti Austur-Tímor, Ramos-Horta, taka við skýrslunni.
Forseti Indónesíu, Yudhoyono og forseti Austur-Tímor, Ramos-Horta, taka við skýrslunni.
Forseti Indónesíu, Susilo Bambang Yudhoyono segist iðrast ranglætisins sem Austur-Tímorbúum var beitt í kosningum fyrir sjálfstæði í Austur-Tímor árið 1999.

Forsetinn lýsti yfir iðrun sinni um leið og honum var afhent lokaskýrsla nefdnar skipaða að báðum þjóðum sem hafði yfirskriftina „Sannleikur og Vinátta". Bæði Yudhoyono og forseti Austur-Tímor Ramos-Horta tóku við skýrslunni sem er afrakstur þriggja ára rannsóknarvinnu.

Þangað til nú hefur opinber afstaða Indónesíu verið að glæpirnir sem framin voru í Austur Tímor 1999 hafi aðeins verið einstök atvik, tilviljunarkennd afbrot óbreyttra borgara.

Skýrslan lýsir hins vegar í smáatriðum mannréttindabrotum sem framinn voru á kerfisbundinn hátt og er skuldinni að mestu leyti skellt á her Indónesíu. Talið er að um 1000 manns hafi verið drepnir árið 1999 og margir aðrir pyntaðir.

Báðar þjóðir virðast hins vegar tilbúnar að hætta að líta um öxl og horfa fram á við samkvæmt fréttavef BBC. Hvorug þjóðin hefur lýst yfir vilja að sækja menn til saka á grundvelli skýrslunnar.

Nefndin hefur verið sniðgengin af Sameinuðu Þjóðunum sem ásakar Indónesíu um mannréttindabrotin og krefst þess að þeir sem ábyrgir voru fyrir ranglætinu séu dregnir til saka.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×