Innlent

Viðbúnaður á Reykjavíkurflugvelli vegna Cessna vélar

Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu. Mynd úr safni.
Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu. Mynd úr safni.

Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu hafði viðbúnað á Reykjavíkurflugvelli um áttaleytið í morgun. Viðvörunarljós kviknuðu í Cessna vél eftir að hún fór í loftið með átta manns um borð. Í fyrstu leit út fyrir að hjólabúnaður vélarinnar hafði bilað og hjólin ekki farið upp eftir að vélin fór í loft. Vélin lenti því aftur. Lendingin tókst vel og reyndist ekkert vera að vélinni þegar hún var skoðuð. Hún fór svo í loftið skömmu seinna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×