Innlent

60 ára og eldri hvattir til að fara út og ganga

Ungmennafélag Íslands hefur hrundið af stað verkefninu Gæfuspor. ,,Gæfuspor er verkefni þar sem fólk 60 ára og eldri er hvatt til að fara út og ganga sér til ánægju og heilsubótar," segir í fréttatilkynningu.

Verkefnið mun hefjast á 5 stöðum á landinu fimmtudaginn 19. júní og í kjölfarið verða fleiri staðir athugaðir. ,,Aðalatriðið er að fara út að ganga á eigin forsendu, sér til ánægju í góðum hópi vina og félaga."

Sérstakur bæklingur verður gefin út samhliða verkefninu með ýmsum hagnýtum upplýsingum fyrir göngufólk og mun hann liggja frammi í Sparisjóðnum og á fleiri stöðum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×