Skipar starfshóp til að fara yfir ísbjarnamál 18. júní 2008 13:43 Þórunn Sveinbjarnardóttir umhverfisráðherra hefur skipað starfshóp til þess að fara yfir mál ísbjarnanna sem gengið hafa á land á síðustu vikum. Óskað verður eftir því að fá lánað eða kaupa búrið sem flutt var til landsins til þess að reyna að fanga birnuna á Hrauni á Skaga. Þórunn var gestur í hádegisviðtali Stöðvar 2 í dag og fór yfir atburðarás síðustu tveggja daga sem leiddu til þess að birnan var skotin við Hraun á Skaga í gærkvöld. Þórunn sagði að yfirvöld hefðu reynt eftir öllum mætti að bjarga birnunni, svæfa hana og koma til heimkynna sinna. Allt hefði þurft að ganga upp og að auki hefði heppni þurft að vera með í farteskinu. Því miður hafi þetta verið endalokin og auðvitað þyki henni það miður. Hefðu þurft létta þyrlu Þórunn sagði enn fremur að menn hefðu ekki getað hætt á að birnan hlypi inn í land og menn hefðu heldur ekki viljað missa hana í sjóinnn. Þá hefði hún vísast reynt að ná landi fljótlega aftur af því að hún var máttfarin og horuð. „Þá hefðum við staðið frammi fyrir sama vandamáli, bara annars staðar," segir Þórunn. Um atburðarásina í gær og í fyrradag sagði Þórunn að hún hefði haft samband við dönsku aðilana á mánudag. Það var í gegnum kunningjakonu Þórunnar sem þekkti til mannanna. Þeir hefðu verið tilbúnir, átt búrið og haft þekkinguna. „Það sem okkur vantaði samt, við hefðum þurft létta þyrlu og mann með bæði leyfi og burði til að skjóta úr þyrlu á ferð á dýr sem er á hlaupum. Það er ekki einfalt mál segir sig nokkurn veginn sjálft. Valið stóð á milli þess að fara að henni á þessum bílum eins varlega og hægt var eða að ganga að henni. Þá ertu að leggja mannslíf í mjög mikla hættu," sagði Þórunn. Erik Born, einn helst ísbjarnarsérfræðingur heims, sagði í gær að það væri fáránlegt að einblína svo á örlög eins dýrs og eyða öllu þessu fé í að bjarga því. Aðspurð um þessi orð sagði Þórunn að þetta væri alltaf ákvörðun sem þyrfti að taka. „Ég tók þá ákvörðun að það væri þess virði og við ættum að reyna það," saði Þórunn. Hvítabirnir væru friðaðir og mönnum bæri skylda til að reyna að vernda þá en það gengi ekki að tefla mannslífum í hættu.Fengið viðbrögð alls staðar að úr heiminumMYND/ValliAðspurð hvort málið snerist ekki að mestu leyti um ímynd Íslands játti Þórunn því. „Ég hef auðvitað fengið mjög mikil viðbrögð alls staðar að úr heiminum, sérstaklega eftir fall fyrri bjarnarins, og ég ætla alveg að viðurkenna það að mér fannst mjög óheppilegt hvernig myndir voru teknar við þær aðstæður," sagði Þórunn. Þess vegna hefði verið ákveðið að heimila ekki myndatökur í gær.Þá telur Þórunn að reynslan síðustu tvær vikur geri Íslendingum auðveldara að gera sér í hugarlund hvað fólk í öðrum löndum hugsi þegar Íslendingar skjóti hvali. Þetta séu táknræn dýr og fyrst og fremst um að ræða um tilfinningaleg viðbrögð fólks.Þórunn fundaði í morgun með Carsten Gröndahl, yfirdýralækni við Dýragarðinn í Kaupmannahöfn, sem hingað kom til að reyna að fanga dýrið. Farið var yfir atburðarásina í gær á fundinum og þá greindi Þórunn frá því að hún hefði skipað starfshóp með aðkomu Umhverfisstofnunar, Náttúrufræðistofnunar og lögreglunnar.Sá hópur ætti að leita til sérfræðinga eins og Gröndahls, hafíssérfræðinga og Landhelgisgæslunnar og fara vandlega yfir hvað hefði gerst. Þá væri ætlunin að koma upp viðbragðsbúnaði til að nota í aðstæðum sem þessum og sagði Þórunn að reynt yrði að fá danska búrið lánað eða keypt til að byrja með. Mest lesið Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Innlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Innlent Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Fleiri fréttir Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Sjá meira
Þórunn Sveinbjarnardóttir umhverfisráðherra hefur skipað starfshóp til þess að fara yfir mál ísbjarnanna sem gengið hafa á land á síðustu vikum. Óskað verður eftir því að fá lánað eða kaupa búrið sem flutt var til landsins til þess að reyna að fanga birnuna á Hrauni á Skaga. Þórunn var gestur í hádegisviðtali Stöðvar 2 í dag og fór yfir atburðarás síðustu tveggja daga sem leiddu til þess að birnan var skotin við Hraun á Skaga í gærkvöld. Þórunn sagði að yfirvöld hefðu reynt eftir öllum mætti að bjarga birnunni, svæfa hana og koma til heimkynna sinna. Allt hefði þurft að ganga upp og að auki hefði heppni þurft að vera með í farteskinu. Því miður hafi þetta verið endalokin og auðvitað þyki henni það miður. Hefðu þurft létta þyrlu Þórunn sagði enn fremur að menn hefðu ekki getað hætt á að birnan hlypi inn í land og menn hefðu heldur ekki viljað missa hana í sjóinnn. Þá hefði hún vísast reynt að ná landi fljótlega aftur af því að hún var máttfarin og horuð. „Þá hefðum við staðið frammi fyrir sama vandamáli, bara annars staðar," segir Þórunn. Um atburðarásina í gær og í fyrradag sagði Þórunn að hún hefði haft samband við dönsku aðilana á mánudag. Það var í gegnum kunningjakonu Þórunnar sem þekkti til mannanna. Þeir hefðu verið tilbúnir, átt búrið og haft þekkinguna. „Það sem okkur vantaði samt, við hefðum þurft létta þyrlu og mann með bæði leyfi og burði til að skjóta úr þyrlu á ferð á dýr sem er á hlaupum. Það er ekki einfalt mál segir sig nokkurn veginn sjálft. Valið stóð á milli þess að fara að henni á þessum bílum eins varlega og hægt var eða að ganga að henni. Þá ertu að leggja mannslíf í mjög mikla hættu," sagði Þórunn. Erik Born, einn helst ísbjarnarsérfræðingur heims, sagði í gær að það væri fáránlegt að einblína svo á örlög eins dýrs og eyða öllu þessu fé í að bjarga því. Aðspurð um þessi orð sagði Þórunn að þetta væri alltaf ákvörðun sem þyrfti að taka. „Ég tók þá ákvörðun að það væri þess virði og við ættum að reyna það," saði Þórunn. Hvítabirnir væru friðaðir og mönnum bæri skylda til að reyna að vernda þá en það gengi ekki að tefla mannslífum í hættu.Fengið viðbrögð alls staðar að úr heiminumMYND/ValliAðspurð hvort málið snerist ekki að mestu leyti um ímynd Íslands játti Þórunn því. „Ég hef auðvitað fengið mjög mikil viðbrögð alls staðar að úr heiminum, sérstaklega eftir fall fyrri bjarnarins, og ég ætla alveg að viðurkenna það að mér fannst mjög óheppilegt hvernig myndir voru teknar við þær aðstæður," sagði Þórunn. Þess vegna hefði verið ákveðið að heimila ekki myndatökur í gær.Þá telur Þórunn að reynslan síðustu tvær vikur geri Íslendingum auðveldara að gera sér í hugarlund hvað fólk í öðrum löndum hugsi þegar Íslendingar skjóti hvali. Þetta séu táknræn dýr og fyrst og fremst um að ræða um tilfinningaleg viðbrögð fólks.Þórunn fundaði í morgun með Carsten Gröndahl, yfirdýralækni við Dýragarðinn í Kaupmannahöfn, sem hingað kom til að reyna að fanga dýrið. Farið var yfir atburðarásina í gær á fundinum og þá greindi Þórunn frá því að hún hefði skipað starfshóp með aðkomu Umhverfisstofnunar, Náttúrufræðistofnunar og lögreglunnar.Sá hópur ætti að leita til sérfræðinga eins og Gröndahls, hafíssérfræðinga og Landhelgisgæslunnar og fara vandlega yfir hvað hefði gerst. Þá væri ætlunin að koma upp viðbragðsbúnaði til að nota í aðstæðum sem þessum og sagði Þórunn að reynt yrði að fá danska búrið lánað eða keypt til að byrja með.
Mest lesið Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Innlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Innlent Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Fleiri fréttir Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Sjá meira