Innlent

Tíu þúsund rósanælur ruku út til styrktar Stígamóta

Magnús Már Guðmundsson skrifar
Guðrún Jónsdóttir er talskona Stígamóta.
Guðrún Jónsdóttir er talskona Stígamóta.

Um nýliðna helgi seldu Zontaklúbbarnir á Íslandi rúmlega tíu þúsund rósanælur til styrktar verkefninu Stígamót á staðinn. Féð sem safnaðist verður nýtt til að þjóna betur fólki utan höfuðborgarsvæðisins sem beitt hefur verið kynferðisofbeldi. Í haust munu samtökin hefja starfsemi á Suðurlandi og á Vesturlandi.

Zontaklúbbarnir eru hluti af alþjóðlegum kvennasamtökum sem leggja áherslu á að bæta stöðu kvenna og barna bæði á heimaslóð og um heim allan.

,,Þessar konur eru ótrúlegar og ekki bara þær heldur einnig landsmenn allir. Það eru allir boðnir og búnir þegar óskað er eftir stuðningi," sagði Guðrún Jónsdóttir talskona Stígamóta í samtali við Vísi.

Zontaklúbbarnir hér á landi hafa áður styrkt starfsemi Stígamóta. ,,Fyrir fimm árum styrktu þær okkur og var lagður grunnurinn að Kristínarsjóði Stígamóta sem við höfum notað í öll okkar verkefni sem snúa að vændi og mannsali," sagði Guðrún.

Guðrún Hansdóttir hjá Zonta á Íslandi mun afhenda forsvarsmönnnum Stígamóta söfnunarféð á morgun kvennadag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×