Fleiri fréttir

Stal bíl og ók tvær húsalengdir

Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt karlmann í 30 daga skilorðsbundið fangelsi fyrir bílþjófnað í félagi við annan mann í maí í fyrra.

Óska eftir minnisblaði mannauðsstjóra vegna ráðningar Jakobs

Í svari borgarstjóra til borgarráðsfulltrúa minnihlutans kemur fram að á fimmta tug starfsmanna borgarinnar séu á hærri launum en nýráðinn framkvæmdarstjóri miðborgarmála. Í svarinu er ekki gerður greinarmunur á starfsmönnum sem þiggja laun samkvæmt gildandi samningum borgarinnar við stéttarfélög og embættismönnum sem þiggja laun samkvæmt ákvörðun kjaranefndar.

Gagnrýndi málflutningsaðferðir saksóknara

Jakob Möller, verjandi Tryggva Jónssonar í Baugsmálinu, gagnrýndi líkt og verjandi Jóns Ásgeirs Jóhannessonar málflutningsaðferðir ákæruvaldsins fyrir Hæstarétti.

Pósthússtræti lokað vegna veðurs

Pósthússtræti verður lokað í dag fyrir bílaumferð við Kirkjustræti. „Lokun á góðviðrisdögum er þáttur í Grænum skrefum í Reykjavík um lifandi og skemmtilega borg,“ segir Gísli Marteinn Baldursson.

Ítalir ráðast gegn innflytjendum

Ítalska lögreglan tilkynnti í dag að hún hefði handekið hundruð manna sem grunaðir eru um að vera ólöglegir innflytjendur.

Um tíu króna hækkun á eldsneyti á viku

Bensín hækkaði enn í verði í gær, nú um þrjár krónur á lítrann. Á einni viku hefur það því hækkað um röskar níu krónur og dísilolían um röskar ellefu krónur.

Litháar á Íslandi stofna með sér félag

Félag Litháa á Íslandi verður stofnað laugardaginn 17. maí kl. 19, í Alþjóðahúsinu, Hverfisgötu 18. Markmið félagsins verður fyrst og fremst að kynna menningu Litháa, vera talsmenn Litháa á Íslandi og bæta ímynd þeirra hérlendis.

Sex karlmenn teknir með fíkniefni í gær

Fjögur fíkniefnamál komu til kasta lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í gær. Í þeim voru höfð afskipti af sex körlum á þrítugsaldri sem allir voru með fíkniefni í fórum sínum, ýmist amfetamín eða marijúana.

Jakob Frímann segir sig úr nefndum á vegum borgarinnar

Jakob Frímann Magnússon nýráðinn framkvæmdarstjóri miðborgar hefur sagt sig úr menningar- og ferðmálaráði og hverfisráði miðborgar þar sem seta í þeim nefndum er talin geta valdið hagsmunaáreksturm.

Svör borgarstjóra hrekja ekki fyrri fullyrðingar minnihlutans

Minnihlutinn í borgarstjórn Reykjavíkur segir að svör borgarstjóra hreki í engu þær fullyrðingar minnihlutans í borginni að ráðning framkvæmdastjóra miðborgar hafi verið pólitísk ráðning á sérkjörum. Þetta kemur fram í sameiginlegri bókun minnihlutans í borgarráði í dag en þar svaraði borgarstjóri fyrir ráðningu Jakobs Frímans Magnússonar í starfið.

Reðursafnið öðlast heimsfrægð

Orðstír Reðursafnsins á Húsavík berst víða. Í dag er um það löng grein á Reuters fréttastofunni og viðtal við Sigurð Hjartarson, forstöðumann.

Ekki á móti því að skoða alla fleti eftirlaunalaga

Eftirlaunalögin eru meingölluð og verið er að skoða alla fleti þeirra sagði Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra á Alþingi í dag þegar hún var innt eftir því hvort þingmenn Samfylkingarinnar hygust ekki styðja frumvarp Valgerðar Bjarnadóttur, þingmanns Samfylkingarinnar, um málið.

Heimili formanns ungra frjálslyndra grýtt með eggjum

Viðar Helgi Guðjohnsen formaður ungra frjálslyndra var í fasta svefni á heimili sínu um miðja nótt í vikunni þegar eggjabakki fékk að fljúga í framhliðina á húsinu. Viðar rumskaði ekki en bróðir hans vaknaði við eggin og náði bílnúmerinu hjá kösturunum. Viðar hefur átt í útistöðum við félag Anti-rasista undanfarið.

Mótmælendur á þingpöllum

Um 40 mótmælendur söfnuðust saman á Austurvelli fyrir stundu til að mótmæla háu eldsneytisverði hér á landi. Fremstur í flokki fer Sturla Jónsson, talsmaður vörubílstjóra, en í þetta skiptið eru trukkarnir víðsfjarri.

Sólskins Ferrari

Ferrari verksmiðjurnar senda í haust frá sér nýja tegund sem fengið hefur nafnið Ferrari California.

Grundvallarreglur réttlátrar málsmeðferðar brotnar

Gestur Jónsson, verjandi Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, sagði grundvallarreglur um réttláta málsmeðferð brotnar í Baugsmálinu og gagnrýndi settan saksóknara fyrir að skila gögnum í málinu seint.

Franskir kennararar leggja niður vinnu

Franskir kennarar og ýmsir aðrir opinberir starfsmenn lögðu niður vinnu í dag til þess að mótmæla uppsögnum og umbótum sem forsetinn Nicholas Sarkozy hefur boðað.

Ferðamenn flykkjast á hótel Madeleine McCann

Ferðamenn flykkjast nú til Prai da Luz þar sem Madeleine McCann hvarf þann 3. maí á síðasta ári. Fyrirbærið er kallað Morðferðamennska og er töluvert vinsæl í heiminum.

Edwards styður Obama

John Edwards hefur lýst yfir stuðningi sínum við Barak Obama en Edwards var einn þeirra sem sóttust eftir útnefningu sem forsetaefni Demókrataflokksins er forkosningarnar hófust.

Myrti fimm með exi

Austurrískur karlmaður játaði í dag að hafa myrt fimm ættingja sína með exi. Lögreglan í Vínarborg staðfesti þetta síðdegis.

Þorgerður vill þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB

Varaformaður Sjálfstæðisflokksins, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, vill þjóðaratkvæðagreiðslu um Evrópusambandsaðild á næsta kjörtímabili. Þetta kom fram í máli hennar á opnum fundi sjálfstæðismanni í Reykjavík í kvöld.

Edwards ætlar að styðja Obama

Búist er við því að forsetaframbjóðandinn fyrrverandi John Edwards muni lýsa yfir stuðningi sínum við framboð Barack Obama í kvöld. Gert er ráð fyrir því að Edwards muni opibera stuðning sinn við Obama á kosningafuni í Grand Rapids í Michigan í kvöld.

Bjargað eftir 50 klukkustundir

Lítilli stúlku var bjargað úr rústum heimavistar sinnar um 50 klukkustundum eftir að hún grófst niður í jarðskjálftanum í Suðvestur Kína á mánudaginn.

Frekari uppsagnir ekki fyrirhugaðar

Áttatíu og átta starfsmönnum Glitnis hér á landi hefur verið sagt upp störfum. Uppsögnin þýðir að hátt í tíu prósent af öllu starfsfólki fyrirtækisins á Íslandi missa vinnuna. Forstjórinn segir frekari uppsagnir ekki fyrirhugaðar.

Kvika á ferð undir Upptyppingum

Niðurstöður rannsóknarleiðangurs jarðvísindamanna að Upptyppingum og Álftadalsdyngju í síðasta mánuði staðfesta svo ekki verður um villst að þar undir er kvika á uppleið.

Úrskurðaður í þriggja mánaða gæsluvarðhald

Háskólakennarinn sem grunaður er um margítrekuð kynferðisbrot gegn börnum, þar með talið sínum eigin, hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald til 13 ágúst. Hann mun því sitja í gæsluvarðhaldi í þrjá mánuði til viðbóta við þá tvo sem hann hefur þegar eytt í einangrun.

Vegur á Hólmsheiði vegna flugvallar?

Umdeildur vegur sem verið er að leggja upp á Hólmsheiði ofan Reykjavíkur er teiknaður sem tengivegur við flugvöll á heiðinni. Ákvörðun um vegarlagninguna var tekin í tíð fyrrverandi meirihluta í borgarstjórn.

Sjá næstu 50 fréttir