Fleiri fréttir Hættu hjá Borg vegna vangoldinna gjalda „Það fauk vel í mig í gær þegar ég frétti þetta. Það er búið að draga af manni orlof í meira en ár og þeir leggja það ekki í banka eða neitt, nota bara peningana. 14.5.2008 16:20 5.510 steikur á fæti Chilli er líklega stærsta naut Bretlandseyja. Og þótt víðar væri leitað. Hann er 1.98 í herðakamb og vegur 1.25 tonn. 14.5.2008 16:05 Mikill vilji til að taka á móti flóttamönnum Gísli S. Einarsson, bæjarstjóri á Akranesi, segir andstöðu Magnúsar Þórs Hafsteinssonar, varaformanns Frjálslynda flokksins og formanns félagsmálaráðs bæjarins, við komu palstínskra flóttamanna til Akraness hafa ráðið því að upp úr slitnaði í samstarfi sjálfstæðismanna og frjálslyndra í bænum. 14.5.2008 15:47 Byrgisstrákur segir Guðmund hafa sýnt sér dýflissuna Ungur piltur sem dvaldi í Byrginu í eitt ár segir Guðmund Jónsson hafa sýnst sér dýflissuna sem hann var með í kjallaranum á heimili sínu í Hafnarfirði. Hann segist einnig hafa tekið þátt í kynlfísleikjum ásamt Guðmundi og annarri stúlku. Hann er fyrst núna hættur að verja gjörðir Guðmundar sem hann segist hata af öllu sínu hjarta. Guðmundur reyndi að samræma vitnisburð piltsins við söguna sína. 14.5.2008 15:43 Lækurinn sem varð að fljóti Kristján Steinarsson, vöruflutningabílstjóri hjá Flytjanda komst í hann krappan í gær þegar hringveginum skolaði bókstaflega burt á 200 metra kafla. 14.5.2008 15:38 Elsta stytta sem fundist hefur af Júlíusi Sesar Brjóstmynd af Júlíusi Sesar keisara Rómaveldis hefur fundist í Rínarfljóti í Frakklandi. 14.5.2008 15:32 Stofnandi Saving Iceland sýknaður af eignaspjöllum á löggubíl Héraðsdómur Austurlands hefur sýknað stofnanda Saving Iceland, Ólaf Pál Sigurðsson, af ákæru um eignarspjöll við Kárahnjúka í júli árið 2006. Ólafi Páli var gefið að sök að hafa lamið nokkur hnefahögg í vélarhlíf lögreglubifreiðar með þeim afleiðingum að hún beyglaðist. 14.5.2008 14:43 Hálfa öld í rusli Óskar Ágústsson, bílstjóri hjá Sorphirðunni í Reykjavík, hefur um þessar mundir náð 50 ára starfsaldri en hann er 66 ára. Ljóst er að Óskar man tímana tvenna í sorpmálum höfuðborgarsvæðisins. 14.5.2008 14:41 Kanna áfram möguleika á álveri Alcoa á Grænlandi Grænlenska þingið hefur samþykkt að hefja annan áfanga rannsókna á möguleikum á byggingu álvers á Grænlandi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Alcoa Fjarðaáli. 14.5.2008 14:29 Stífla að bresta fyrir ofan jarðskjálftasvæðin í Kína Tvöþúsund hermenn hafa verið sendir til þess að reyna að gera við það sem kallað er stórhættulegar sprungur í stórri stíflu ofan við jarðskjálftasvæðin í Kína. 14.5.2008 14:18 Íslenskir neytendur ekki vel á verði Íslenskir neytetndur fylgjast ekki vel með verðbreytingum á matvöru og eru illa að sér í verðlagi mismunandi símafyrirtækja, orkusölufyrirtækja, tryggingafélaga og banka. 14.5.2008 14:13 Flýgur vals á AIM tónlistarhátíðinni á Akureyri Opnunaratriði AIM Festivals, alþjóðlegrar tónlistarhátíðar sem haldin verður á Akureyri dagana 12. til 16. júní næstkomandi, verður með dirfskulegra móti í ár. 14.5.2008 13:46 Engir sjóræningjar á Reykjaneshrygg Ekkert hefur orðið vart við svonefnda sjóræningjatogara að karfaveiðum á Reykjaneshrygg á þessari vertíð samkvæmt athugunum Landhelgisgæslunnar. 14.5.2008 13:37 Bush á ferð um Mið-Austurlönd George Bush Bandaríkjaforseti kom í morgun til Ísraels til þess að taka þátt í hátíðahöldum tengdum 60 ára afmæli ríkisins og til þess að reyna að blása lífi í friðarviðræður fyrir botni Miðjarðarhafs. 14.5.2008 13:34 Slökkvilið á Keflavíkurflugvelli forsenda eftirlitsflugs NATO Allt stefnir í að Keflavíkurflugvöllur lokist fyrir alllri flugumferð frá og með 1. ágúst, þegar slökkviliðið þar verður óstarfhæft 14.5.2008 13:23 Játar á sig líkamsárás í Eyjum Maður sem grunaður var um að hafa ráðist á annan mann við skemmtistaðinn Drífanda í Vestmannaeyjum um hvítasunnuhelgina hefur játað sök í málinu. 14.5.2008 13:18 Fundu marijúana og peninga við húsleit Lögreglan á höfuðborgarsvæðinug lagði hald á allnokkurt magn af marijúana í húsleit í miðborginni í gærkvöld. 14.5.2008 13:04 Magnús Þór: „Svartur dagur í sögu bæjarins“ Karen Jónsdóttir, fulltrúi F-lista á Akranesi, hefur ákveðið að ganga í Sjálfstæðisflokkinn á Akranesi. Þar með er flokkurinn kominn með hreinan meirihluta í bæjarstjórn og Magnús Þór Hafsteinsson, varamaður Karenar er því kominn út í kuldann. Ástæða sinnaskipta Karenar er sú harða andstaða sem Magnús Þór hefur sýnt hugmyndinni um að Akranesbær taki við flóttafólki frá Palestínu. Magnús Þór segir þetta mikinn afleik hjá sjálfstæðismönnum og að dapurlegt sé að sjá Karen bregðast trausti kjósenda sinna. 14.5.2008 12:32 Unnið að viðgerð á þjóðvegi 1 Hópur vegagerðarmanna með stórvirkar vinnuvélar hefur unnið hörðum höndum að viðgerð á þjóðveginum á Mývatnsöræfum, sem sópaðist í burtu á kafla í hamfaraflóði laust fyrir miðnætti. 14.5.2008 12:10 „Ég er enginn kynþáttahatari“ „Ég er enginn kynþáttahatari og ég er ekki vondur maður. Ég er einungis að sinna mínum skyldum og forgangsraða fyrir fólkið sem kaus mig,“ segir Magnús Þór Hafsteinsson varaformaður Frjálslyndaflokksins og formaður félagsmálaráðs Akranes. 14.5.2008 12:05 Rætt um eldamennsku í Hæstarétti Sigurður Tómas Magnússon, settur saksóknari í Baugsmálinu, hefur í Hæstarétti í morgun farið yfir meintar ólöglegar lánveitingar Baugs til tengdra aðila sem Jóni Ásgeiri Jóhannessyni, stjórnarformanni, Baugs er gefið að sök að hafa hlutast til um. 14.5.2008 11:36 Listflug á farþegavél Flugstjóri á tveggja hreyfla skrúfuþotu danska flugfélagsins Cimber Air á von á tiltali fyrir flug sitt þegar hann var að lenda á Sönderborg flugvellinum á dögunum. 14.5.2008 11:30 Átti yndislega daga með dótturinni Dagbjört Rós Halldórsdóttir sem átt hefur í forræðisdeilu við bandarískan barnsföður sinn fékk loksins að hitta dóttur sína nú í enda apríl. Þá hafði Dagbjört ekkert heyrt í dótturinni síðan í janúar. Tónleikar til styrktar Dagbjörtu fara fram á Nasa annað kvöld þar sem rjóminn af íslenskum tónlistarmönnum kemur fram. 14.5.2008 11:03 Fjöldamorð í Austurríki Þrjátíu og níu ára gamall Austurríkismaður hefur verið handtekinn fyrir að myrða fimm manna fjölskyldu sína, þar á meðal sjö ára gamalt barn. 14.5.2008 10:49 Sjálfsagt að endurskoða sönnunarmat héraðsdóms Sigurður Tómas Magnússon, settur saksóknari í Baugsmáli, sagði við upphaf málflutnings í Hæstarétti í morgun að Hæstarétti væri sjálfsagt að endurskoða sönnunarmat héraðsdóms í málinu. 14.5.2008 10:38 Íslendingum fjölgaði mest í Reykjanesbæ Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði mest í Reykjanesbæ árið 2007. Fjölgun íbúa Reykjanesbæjar nam 1328 á síðasta ári og þar af voru íslenskir ríkisborgarar 915. Í tilkynningu frá bænum kemur fram að fjölgað hafi alls um 500 manns á fyrstu fjórum mánuðum þessa árs. Nú þegar hafi orðið 26% fjölgun íbúa í Reykjanesbæ á fjórum árum og er íbúatalan komin yfir 13800. Erlendum ríkisborgurum fjölgaði um 413. 14.5.2008 10:12 Þrennt handtekið vegna gruns um þjófnað úr hraðbönkum Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur handtekið þrjá Rúmena, tvo karla og eina konu, vegna gruns um að þjófnað úr hraðbönkum á höfuðborgarsvæðinu fyrir síðustu helgi. 14.5.2008 10:10 Ellefu prósentum meiri afli í apríl í ár en fyrra Heildarafli íslenskra skipa í apríl reyndist nærri ellefu prósentum meiri en í sama mánuði í fyrra samkvæmt samantekt Hagstofunnar. 14.5.2008 09:00 Kalla má Berlusconi til vitnisburðar í mannránsmáli Dómari á Ítalíu komst að því í dag að kalla mætti til Silvio Berlusconi, forsætisráðherra landsins, til vitnisburðar á máli sem tengist meintu mannráni bandarísku leyniþjónustunnar í Mílanó. 14.5.2008 08:44 Bretar birta leyniskýrslur um fljúgandi furðuhluti Breska varnarmálaráðuneytið hefur nú í fyrsta sinn gert opinberar leyniskýrslur um fljúgandi furðuhluti í landinu. Ná skýrslurnar yfir tímabilið 1978 til 1987 14.5.2008 08:38 Stefnir í að Keflavíkurflugvöllur lokist í byrjun ágúst Nú stefnir í að Keflavíkurflugvöllur lokist frá og með fyrsta ágúst, þegar slökkviliðið þar verður óstarfhæft. 14.5.2008 07:47 Sprengja fannst á athafnasvæði Hringrásar vð Helguvík Lögreglan á Suðurnesjum girti af athafnasvæði Hringrásar vð Helguvík um tíma í gær, eftir að þar fannst sprengja úr sprengivörpu innan um járnarusl. 14.5.2008 07:45 Metfé fékkst fyrir málverk eftir Lucian Freud Stór mynd af sofandi nakinni konu sem máluð var af Lucian Freud var seld fyrir metfé á uppboði hjá Christie í New York í gær. 14.5.2008 07:32 Engir sjóræningjatogarar á karfamiðunum Ekkert hefur orðið vart við svonefnda sjóræningjatogara að karfaveiðum á Reykjaneshrygg á þessari vertíð. 14.5.2008 07:27 Repúblikanar sjá fram á afhroð í Bandaríkjunum Allt stefnir í að Repúblikanar muni bíða afhroð í þingkosningunum í Bandaríkjunum sem haldnar verða í nóvember. 14.5.2008 07:23 Þrír handteknir eftir eltingarleik á Akureyri Lögreglan á Akureyri handtók i nótt þrjá karlmenn á þrítugsaldri, eftir að hafa elt þá akandi á miklum hraða um vegleysur í útjaðri bæjarins um stund. 14.5.2008 07:21 Tala látina í Kína er komin yfir 13.000 manns Tala látina á jarðskjálftasvæðinu í Kína er komin yfir 13.000 manns, 26.000 eru slasaðir, tæplega 8.000 er saknað og tæplega 10.000 liggja fastir í rústum húsa sinna. 14.5.2008 07:19 Stjarnfræðingur Vatikansins útilokar ekki líf á Mars Stjarnfræðingur Vatikansins segir að ekki sé hægt að útiloka að líf finnist á Mars. 14.5.2008 07:16 Óvíst hvenær þjóðvegurinn fyrir norðan verður opnaður Óvíst hvenær þjóðvegurinn fyrir norðan verður opnaður en hamfaraflóð hljóp úr stóru lóni eða stöðuvatni við Biskupsháls á Mývatnsöræfum, skammt frá Grímsstöðum á fjöllum á tólfta tímanum í gærkvöldi og sópaði þjóðveginum í burtu á að minnsta kosti 200 metra kafla og skemmdi hann víðar. 14.5.2008 07:07 Málflutningur í Baugsmálinu fyrir Hæstarétti klukkan átta Málflutningur hefst nú klukkan átta í Hæstarétti í þeim anga Baugsmálsins sem enn er fyrir dómi. 14.5.2008 07:03 Hillary vann stórsigur og segir baráttunni hvergi lokið Hillary Clinton vann öruggan sigur í forkosningunum í Vestur-Virginíu eins og spáð hafði verið. Þegar þrír-fjórðu atkvæða höfðu verið talin var Hillary með 66% á móti 27% hjá Barak Obama. 14.5.2008 05:51 Geir Haarde undrast dóm Hæstaréttar "Ég undrast þennan dóm,“ sagði Geir Haarde forsætisráðherra um dóm Hæstaréttar frá því á fimmtudag síðastliðinn, en þá var framkvæmd útboðs vegna sölu á hlut íslenska ríkisins í Íslenskum aðalverktökum (ÍAV) dæmd ólögmæt. Salan fór fram árið 2003. 14.5.2008 00:01 Hringvegurinn rofinn á 200 metra kafla fyrir norðan Hringvegurinn er í sundur á um 200 metra löngum kafla í vestanverðum Biskupshálsi, skammt frá Grímsstöðum á fjöllum. Að sögn lögreglunnar á Húsavík hefur veginum bókstaflega skolað burtu en gríðarlegar leysingar eru á svæðinu. Vöruflutningabíll frá Flytjanda lenti í vatnselgnum en ökumanninum tókst að forða sér áður en vegurinn gaf sig og bíllinn valt ofan í fljótið sem hafði myndast. Hann er talinn ónýtur. 13.5.2008 23:26 Fritzl líkt við Frankenstein Austurrískir geðlæknar hafa nú hafist handa við að reyna að greina hvað knúði skrímslið frá Amstetten, Josef Fritzl, áfram í brjálsemi sinni. Geðlæknarnir ræða nú við mannin, sem lokaði dóttur sína ofan í kjallara í 24 ár og gat með henni sjö börn, og reyna að skera úr um hvort hann sé sakhæfur eða hvort ekki taki því að rétta yfir honum sökum brjálseminnar en lögfræðingur hans heldur því fram. 13.5.2008 21:34 Andstæðingum tekist að gera málstað Sjálfstæðisflokksins ótrúverðugan Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, oddviti sjálfstæðismanna í borgarstjórn Reykjavíkur segir umræðu síðustu mánaða hafa verið afar erfiða. Í könnun Gallup gerði kemur fram að flokkur hans myndi missa tvo borgarfulltrúa yrði gengið til kosninga í dag. Flokkurinn er við það að missa þriðja manninn yfir til Samfylkingar sem myndi þýða að sá flokkur næði hreinum meirihluta í borginni. Hann veltir því fyrir sér hvers vegna könnunin sé birt núna og viðurkennir að andstæðingum flokksins hafi tekist vel upp í því að gera málstað hans ótrúverðugan. 13.5.2008 20:21 Sjá næstu 50 fréttir
Hættu hjá Borg vegna vangoldinna gjalda „Það fauk vel í mig í gær þegar ég frétti þetta. Það er búið að draga af manni orlof í meira en ár og þeir leggja það ekki í banka eða neitt, nota bara peningana. 14.5.2008 16:20
5.510 steikur á fæti Chilli er líklega stærsta naut Bretlandseyja. Og þótt víðar væri leitað. Hann er 1.98 í herðakamb og vegur 1.25 tonn. 14.5.2008 16:05
Mikill vilji til að taka á móti flóttamönnum Gísli S. Einarsson, bæjarstjóri á Akranesi, segir andstöðu Magnúsar Þórs Hafsteinssonar, varaformanns Frjálslynda flokksins og formanns félagsmálaráðs bæjarins, við komu palstínskra flóttamanna til Akraness hafa ráðið því að upp úr slitnaði í samstarfi sjálfstæðismanna og frjálslyndra í bænum. 14.5.2008 15:47
Byrgisstrákur segir Guðmund hafa sýnt sér dýflissuna Ungur piltur sem dvaldi í Byrginu í eitt ár segir Guðmund Jónsson hafa sýnst sér dýflissuna sem hann var með í kjallaranum á heimili sínu í Hafnarfirði. Hann segist einnig hafa tekið þátt í kynlfísleikjum ásamt Guðmundi og annarri stúlku. Hann er fyrst núna hættur að verja gjörðir Guðmundar sem hann segist hata af öllu sínu hjarta. Guðmundur reyndi að samræma vitnisburð piltsins við söguna sína. 14.5.2008 15:43
Lækurinn sem varð að fljóti Kristján Steinarsson, vöruflutningabílstjóri hjá Flytjanda komst í hann krappan í gær þegar hringveginum skolaði bókstaflega burt á 200 metra kafla. 14.5.2008 15:38
Elsta stytta sem fundist hefur af Júlíusi Sesar Brjóstmynd af Júlíusi Sesar keisara Rómaveldis hefur fundist í Rínarfljóti í Frakklandi. 14.5.2008 15:32
Stofnandi Saving Iceland sýknaður af eignaspjöllum á löggubíl Héraðsdómur Austurlands hefur sýknað stofnanda Saving Iceland, Ólaf Pál Sigurðsson, af ákæru um eignarspjöll við Kárahnjúka í júli árið 2006. Ólafi Páli var gefið að sök að hafa lamið nokkur hnefahögg í vélarhlíf lögreglubifreiðar með þeim afleiðingum að hún beyglaðist. 14.5.2008 14:43
Hálfa öld í rusli Óskar Ágústsson, bílstjóri hjá Sorphirðunni í Reykjavík, hefur um þessar mundir náð 50 ára starfsaldri en hann er 66 ára. Ljóst er að Óskar man tímana tvenna í sorpmálum höfuðborgarsvæðisins. 14.5.2008 14:41
Kanna áfram möguleika á álveri Alcoa á Grænlandi Grænlenska þingið hefur samþykkt að hefja annan áfanga rannsókna á möguleikum á byggingu álvers á Grænlandi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Alcoa Fjarðaáli. 14.5.2008 14:29
Stífla að bresta fyrir ofan jarðskjálftasvæðin í Kína Tvöþúsund hermenn hafa verið sendir til þess að reyna að gera við það sem kallað er stórhættulegar sprungur í stórri stíflu ofan við jarðskjálftasvæðin í Kína. 14.5.2008 14:18
Íslenskir neytendur ekki vel á verði Íslenskir neytetndur fylgjast ekki vel með verðbreytingum á matvöru og eru illa að sér í verðlagi mismunandi símafyrirtækja, orkusölufyrirtækja, tryggingafélaga og banka. 14.5.2008 14:13
Flýgur vals á AIM tónlistarhátíðinni á Akureyri Opnunaratriði AIM Festivals, alþjóðlegrar tónlistarhátíðar sem haldin verður á Akureyri dagana 12. til 16. júní næstkomandi, verður með dirfskulegra móti í ár. 14.5.2008 13:46
Engir sjóræningjar á Reykjaneshrygg Ekkert hefur orðið vart við svonefnda sjóræningjatogara að karfaveiðum á Reykjaneshrygg á þessari vertíð samkvæmt athugunum Landhelgisgæslunnar. 14.5.2008 13:37
Bush á ferð um Mið-Austurlönd George Bush Bandaríkjaforseti kom í morgun til Ísraels til þess að taka þátt í hátíðahöldum tengdum 60 ára afmæli ríkisins og til þess að reyna að blása lífi í friðarviðræður fyrir botni Miðjarðarhafs. 14.5.2008 13:34
Slökkvilið á Keflavíkurflugvelli forsenda eftirlitsflugs NATO Allt stefnir í að Keflavíkurflugvöllur lokist fyrir alllri flugumferð frá og með 1. ágúst, þegar slökkviliðið þar verður óstarfhæft 14.5.2008 13:23
Játar á sig líkamsárás í Eyjum Maður sem grunaður var um að hafa ráðist á annan mann við skemmtistaðinn Drífanda í Vestmannaeyjum um hvítasunnuhelgina hefur játað sök í málinu. 14.5.2008 13:18
Fundu marijúana og peninga við húsleit Lögreglan á höfuðborgarsvæðinug lagði hald á allnokkurt magn af marijúana í húsleit í miðborginni í gærkvöld. 14.5.2008 13:04
Magnús Þór: „Svartur dagur í sögu bæjarins“ Karen Jónsdóttir, fulltrúi F-lista á Akranesi, hefur ákveðið að ganga í Sjálfstæðisflokkinn á Akranesi. Þar með er flokkurinn kominn með hreinan meirihluta í bæjarstjórn og Magnús Þór Hafsteinsson, varamaður Karenar er því kominn út í kuldann. Ástæða sinnaskipta Karenar er sú harða andstaða sem Magnús Þór hefur sýnt hugmyndinni um að Akranesbær taki við flóttafólki frá Palestínu. Magnús Þór segir þetta mikinn afleik hjá sjálfstæðismönnum og að dapurlegt sé að sjá Karen bregðast trausti kjósenda sinna. 14.5.2008 12:32
Unnið að viðgerð á þjóðvegi 1 Hópur vegagerðarmanna með stórvirkar vinnuvélar hefur unnið hörðum höndum að viðgerð á þjóðveginum á Mývatnsöræfum, sem sópaðist í burtu á kafla í hamfaraflóði laust fyrir miðnætti. 14.5.2008 12:10
„Ég er enginn kynþáttahatari“ „Ég er enginn kynþáttahatari og ég er ekki vondur maður. Ég er einungis að sinna mínum skyldum og forgangsraða fyrir fólkið sem kaus mig,“ segir Magnús Þór Hafsteinsson varaformaður Frjálslyndaflokksins og formaður félagsmálaráðs Akranes. 14.5.2008 12:05
Rætt um eldamennsku í Hæstarétti Sigurður Tómas Magnússon, settur saksóknari í Baugsmálinu, hefur í Hæstarétti í morgun farið yfir meintar ólöglegar lánveitingar Baugs til tengdra aðila sem Jóni Ásgeiri Jóhannessyni, stjórnarformanni, Baugs er gefið að sök að hafa hlutast til um. 14.5.2008 11:36
Listflug á farþegavél Flugstjóri á tveggja hreyfla skrúfuþotu danska flugfélagsins Cimber Air á von á tiltali fyrir flug sitt þegar hann var að lenda á Sönderborg flugvellinum á dögunum. 14.5.2008 11:30
Átti yndislega daga með dótturinni Dagbjört Rós Halldórsdóttir sem átt hefur í forræðisdeilu við bandarískan barnsföður sinn fékk loksins að hitta dóttur sína nú í enda apríl. Þá hafði Dagbjört ekkert heyrt í dótturinni síðan í janúar. Tónleikar til styrktar Dagbjörtu fara fram á Nasa annað kvöld þar sem rjóminn af íslenskum tónlistarmönnum kemur fram. 14.5.2008 11:03
Fjöldamorð í Austurríki Þrjátíu og níu ára gamall Austurríkismaður hefur verið handtekinn fyrir að myrða fimm manna fjölskyldu sína, þar á meðal sjö ára gamalt barn. 14.5.2008 10:49
Sjálfsagt að endurskoða sönnunarmat héraðsdóms Sigurður Tómas Magnússon, settur saksóknari í Baugsmáli, sagði við upphaf málflutnings í Hæstarétti í morgun að Hæstarétti væri sjálfsagt að endurskoða sönnunarmat héraðsdóms í málinu. 14.5.2008 10:38
Íslendingum fjölgaði mest í Reykjanesbæ Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði mest í Reykjanesbæ árið 2007. Fjölgun íbúa Reykjanesbæjar nam 1328 á síðasta ári og þar af voru íslenskir ríkisborgarar 915. Í tilkynningu frá bænum kemur fram að fjölgað hafi alls um 500 manns á fyrstu fjórum mánuðum þessa árs. Nú þegar hafi orðið 26% fjölgun íbúa í Reykjanesbæ á fjórum árum og er íbúatalan komin yfir 13800. Erlendum ríkisborgurum fjölgaði um 413. 14.5.2008 10:12
Þrennt handtekið vegna gruns um þjófnað úr hraðbönkum Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur handtekið þrjá Rúmena, tvo karla og eina konu, vegna gruns um að þjófnað úr hraðbönkum á höfuðborgarsvæðinu fyrir síðustu helgi. 14.5.2008 10:10
Ellefu prósentum meiri afli í apríl í ár en fyrra Heildarafli íslenskra skipa í apríl reyndist nærri ellefu prósentum meiri en í sama mánuði í fyrra samkvæmt samantekt Hagstofunnar. 14.5.2008 09:00
Kalla má Berlusconi til vitnisburðar í mannránsmáli Dómari á Ítalíu komst að því í dag að kalla mætti til Silvio Berlusconi, forsætisráðherra landsins, til vitnisburðar á máli sem tengist meintu mannráni bandarísku leyniþjónustunnar í Mílanó. 14.5.2008 08:44
Bretar birta leyniskýrslur um fljúgandi furðuhluti Breska varnarmálaráðuneytið hefur nú í fyrsta sinn gert opinberar leyniskýrslur um fljúgandi furðuhluti í landinu. Ná skýrslurnar yfir tímabilið 1978 til 1987 14.5.2008 08:38
Stefnir í að Keflavíkurflugvöllur lokist í byrjun ágúst Nú stefnir í að Keflavíkurflugvöllur lokist frá og með fyrsta ágúst, þegar slökkviliðið þar verður óstarfhæft. 14.5.2008 07:47
Sprengja fannst á athafnasvæði Hringrásar vð Helguvík Lögreglan á Suðurnesjum girti af athafnasvæði Hringrásar vð Helguvík um tíma í gær, eftir að þar fannst sprengja úr sprengivörpu innan um járnarusl. 14.5.2008 07:45
Metfé fékkst fyrir málverk eftir Lucian Freud Stór mynd af sofandi nakinni konu sem máluð var af Lucian Freud var seld fyrir metfé á uppboði hjá Christie í New York í gær. 14.5.2008 07:32
Engir sjóræningjatogarar á karfamiðunum Ekkert hefur orðið vart við svonefnda sjóræningjatogara að karfaveiðum á Reykjaneshrygg á þessari vertíð. 14.5.2008 07:27
Repúblikanar sjá fram á afhroð í Bandaríkjunum Allt stefnir í að Repúblikanar muni bíða afhroð í þingkosningunum í Bandaríkjunum sem haldnar verða í nóvember. 14.5.2008 07:23
Þrír handteknir eftir eltingarleik á Akureyri Lögreglan á Akureyri handtók i nótt þrjá karlmenn á þrítugsaldri, eftir að hafa elt þá akandi á miklum hraða um vegleysur í útjaðri bæjarins um stund. 14.5.2008 07:21
Tala látina í Kína er komin yfir 13.000 manns Tala látina á jarðskjálftasvæðinu í Kína er komin yfir 13.000 manns, 26.000 eru slasaðir, tæplega 8.000 er saknað og tæplega 10.000 liggja fastir í rústum húsa sinna. 14.5.2008 07:19
Stjarnfræðingur Vatikansins útilokar ekki líf á Mars Stjarnfræðingur Vatikansins segir að ekki sé hægt að útiloka að líf finnist á Mars. 14.5.2008 07:16
Óvíst hvenær þjóðvegurinn fyrir norðan verður opnaður Óvíst hvenær þjóðvegurinn fyrir norðan verður opnaður en hamfaraflóð hljóp úr stóru lóni eða stöðuvatni við Biskupsháls á Mývatnsöræfum, skammt frá Grímsstöðum á fjöllum á tólfta tímanum í gærkvöldi og sópaði þjóðveginum í burtu á að minnsta kosti 200 metra kafla og skemmdi hann víðar. 14.5.2008 07:07
Málflutningur í Baugsmálinu fyrir Hæstarétti klukkan átta Málflutningur hefst nú klukkan átta í Hæstarétti í þeim anga Baugsmálsins sem enn er fyrir dómi. 14.5.2008 07:03
Hillary vann stórsigur og segir baráttunni hvergi lokið Hillary Clinton vann öruggan sigur í forkosningunum í Vestur-Virginíu eins og spáð hafði verið. Þegar þrír-fjórðu atkvæða höfðu verið talin var Hillary með 66% á móti 27% hjá Barak Obama. 14.5.2008 05:51
Geir Haarde undrast dóm Hæstaréttar "Ég undrast þennan dóm,“ sagði Geir Haarde forsætisráðherra um dóm Hæstaréttar frá því á fimmtudag síðastliðinn, en þá var framkvæmd útboðs vegna sölu á hlut íslenska ríkisins í Íslenskum aðalverktökum (ÍAV) dæmd ólögmæt. Salan fór fram árið 2003. 14.5.2008 00:01
Hringvegurinn rofinn á 200 metra kafla fyrir norðan Hringvegurinn er í sundur á um 200 metra löngum kafla í vestanverðum Biskupshálsi, skammt frá Grímsstöðum á fjöllum. Að sögn lögreglunnar á Húsavík hefur veginum bókstaflega skolað burtu en gríðarlegar leysingar eru á svæðinu. Vöruflutningabíll frá Flytjanda lenti í vatnselgnum en ökumanninum tókst að forða sér áður en vegurinn gaf sig og bíllinn valt ofan í fljótið sem hafði myndast. Hann er talinn ónýtur. 13.5.2008 23:26
Fritzl líkt við Frankenstein Austurrískir geðlæknar hafa nú hafist handa við að reyna að greina hvað knúði skrímslið frá Amstetten, Josef Fritzl, áfram í brjálsemi sinni. Geðlæknarnir ræða nú við mannin, sem lokaði dóttur sína ofan í kjallara í 24 ár og gat með henni sjö börn, og reyna að skera úr um hvort hann sé sakhæfur eða hvort ekki taki því að rétta yfir honum sökum brjálseminnar en lögfræðingur hans heldur því fram. 13.5.2008 21:34
Andstæðingum tekist að gera málstað Sjálfstæðisflokksins ótrúverðugan Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, oddviti sjálfstæðismanna í borgarstjórn Reykjavíkur segir umræðu síðustu mánaða hafa verið afar erfiða. Í könnun Gallup gerði kemur fram að flokkur hans myndi missa tvo borgarfulltrúa yrði gengið til kosninga í dag. Flokkurinn er við það að missa þriðja manninn yfir til Samfylkingar sem myndi þýða að sá flokkur næði hreinum meirihluta í borginni. Hann veltir því fyrir sér hvers vegna könnunin sé birt núna og viðurkennir að andstæðingum flokksins hafi tekist vel upp í því að gera málstað hans ótrúverðugan. 13.5.2008 20:21