Innlent

Þjófarnir á Akureyri með ýmis afbrot á samviskunni

Mennirnir þrír, sem lögreglan á Akureyri handtók í fyrrinótt eftir snarpa en stutta eftirför, grunaða um þrjú innbort, reyndust við yfirheyrslur í gær hafa ýmis önnur afbrot á samviskunni.

Meðal annars innbort í harðfiskvinnslu í Grenivík, þaðan sem þeir stálu talsverðu af unnum harðfiski. Þrátt fyrir að mánuður sé síðan, höfðu þeir ekki náð að torga harðfiskinum og gátu vísað á hann.

Þeir höfðu hinsvegar náð að innbyrða áfengið, sem þeir stálu úr Golfskálanum á Akureyri.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×