Erlent

Helmingur sjúkratryggðra Bandaríkjamanna er á lyfjum

Yfir helmingur þeirra Bandaríkjamanna sem hafa sjúkratryggingu er á lyfjum vegna viðvarandi heilsubrests.

Algengast er að viðkomandi taki lyf við of háum blóðþrýstingi og of miklu kólesteróli í blóðinu en þetta tvennt er oft sett í samhengi við hjartasjúkdóma, offitu og sykursýki.

Í nýrri rannsókn þar sem þetta kemur fram segir að upplýsingarnar sýni ekki aðeins versnandi heilsufara bandarísku þjóðarinnar heldur einnig að nú séu til staðar betri lyf til að bregðast við framangreindum sjúkdómum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×