Innlent

Ólíklegt að jarðhræringar megi rekja til fyllingar Hálslóns

Halldór Geirsson jarðeðlisfræðingur, sem fór fyrir rannsóknarleiðangri að Upptyppingum í síðasta mánuði, telur ólíklegt að rekja megi hræringarnar þar til fyllingar Hálslóns. Hann vill þó ekki útiloka að myndun lónsins hafi flýtt fyrir atburðarás sem hvort eð er hefði farið í gang.

Niðurstöður rannsóknarleiðangurs að Upptyppingum og Álftadalsdyngju í síðasta mánuði staðfesta svo ekki verður um villst að þar undir er kvika á uppleið. Kenningar hafa verið uppi um að fylling Hálslóns, sem er uppistöðulón Kárahnjúkavirkjunar, hafi sett hræringarnar af stað.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×