Erlent

Kalla má Berlusconi til vitnisburðar í mannránsmáli

Silvio Berlusconi, forsætisráðherra Ítalíu.
Silvio Berlusconi, forsætisráðherra Ítalíu. MYND/AP

Dómari á Ítalíu komst að því í dag að kalla mætti til Silvio Berlusconi, forsætisráðherra landsins, til vitnisburðar á máli sem tengist meintu mannráni bandarísku leyniþjónustunnar í Mílanó.

Berlusconi er ekki sakaður um neitt misjafnt í málinu heldur er honum ætlað að vitna til um leyninþjónustureglur ríkisins. Einnig er hægt að kalla til Romano Prodi, fyrrverandi forsætisráðherra, samkvæmt úrskurði dómarans.

Í dómsmálinu eru ítalskir og bandarískir njósnarar sakaðir um að hafa numið á brott íslamskan klerk á götu í Mílanó og flutt hann til Egyptalands árið 2003. Maðurinn segist þar hafa sætt pyntingum í marga mánuði vegna gruns um tengsl við hryðjuverk. Honum var sleppt í fyrra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×