Erlent

Stjarnfræðingur Vatikansins útilokar ekki líf á Mars

Stjarnfræðingur Vatikansins segir að ekki sé hægt að útiloka að líf finnist á Mars.

Í grein sem stjarnfræðingurinn skrifar í dagblað Vatikansins segir hann að gáfaðar verur sem guð hafi skapað gætu vel fundist í geiminum og að leit að lífi utan jarðarinnar sé ekki í andstöðu við kristina trú.

Stjarnfræðingurinn Gabriel Funes er virtur vísindamaður á sínu sviði og hann vinnur náið með mörgum háskólum víða um heiminn. Grein hans ber heitið, Geimverur eru bræður mínir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×