Innlent

Ellefu prósentum meiri afli í apríl í ár en fyrra

Heildarafli íslenskra skipa í apríl reyndist nærri ellefu prósentum meiri en í sama mánuði í fyrra samkvæmt samantekt Hagstofunnar. Aflinn nam alls rúmlega 128 þúsund tonnum en var um 122 þúsund tonn í fyrra.

Botnfiskafli dróst saman um 540 tonn frá apríl 2007 og nam rúmum 49 þúsund tonnum. Afli uppsjávartegunda samanstóð alfarið af kolmunna og veiddust nærri 75 þúsund tonn af honum samanborið við tæp 70 þúsund tonn í apríl í fyrra.

Þegar horft er til fyrstu fjögurra mánaða ársins kemur hins vegar í ljós að afli íslenskra skipa hefur dregist saman um 5,5 prósent miðað við sama tímabil 2007, sé hann metinn á föstu verði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×