Fleiri fréttir

Staðfestir gæsluvarðhald vegna Keilufellsmáls

Hæstiréttur staðfesti í dag gæsluvarðhaldsúrskurð héraðsdóms yfir manni sem grunaður er um að hafa verið í hópi manna sem réðst að öðrum hópi í húsi í Keilufelli þann 22. mars.

Hefur fengið nokkrar ábendingar um ræningja

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur fengið nokkrar ábendingar um mann sem rændi útibú Landsbankans í Hafnarfirði í morgun í kjölfar þess að hún birti mynd af honum.

Papparassar sitja um kjallarafjölskylduna

Ásókn ljósmyndara í kjallarafjölskylduna í Austurríki er slík að sérsveit lögreglunnar hefur sett til þess að gæta dótturinnar Kerstin. Hún liggur helsjúk á sjúkrahúsi.

Samskipti ríkisstjórnar og Seðlabankans í föstum skorðum

Samskipti ríkisstjórnarinnar og Seðlabankans eru í föstum skorðum og hafa verið þéttari og meiri að undanförnu vegna ástands á fjármálamörkuðum sagði forsætisráðherra í fyrirspurnartíma á Alþingi í dag. Þar sakaði hann formann Vinstri - grænna um að leggja fram fyrirspurn í kjaftasögustíl.

Þórhallur með 90 þúsund krónur umfram Sigrúnu

Þórhallur Gunnarsson, dagskrárstjóri Ríkissjónvarpsins og ritstjóri Kastljóss, hefur um 90 þúsund krónum hærri mánaðarlaun en Sigrún Stefánsdóttir dagskrárstjóri Ríkisútvarpsins.

Sektaður fyrir að reykspóla á bensínstöð

Héraðsdómur Suðurlands dæmdi í dag karlmann til þess að greiða eitt hundrað þúsund krónur í sekt og svipti hann ökuréttindum í tvo mánuði fyrir að reykspóla í tvígang á bílaplani bensínstöðvar í september í fyrra.

Samningur um meðferðargang á Litla Hrauni

Björn Bjarnason, dóms- og kirkjumálaráðherra, og Guðlaugur Þór Þórðarson, heilbrigðisráðherra, undirrituðu í dag samning sem tryggir fé til að standa undir rekstri við sérstakan meðferðargang í fangelsinu á Litla-Hrauni þar sem fangar sem kjósa svo fá hjálp við að vinna sig út úr vítahring andfélagslegs hugarfars, afbrotahegðunar og vímuefnamisnotkunar.

300 kettir í frystikistu

Maður í Sacramento í Bandaríkjunum hefur verið handtekinn eftir að 300 kettir fundust í fyrstikistum hans. Í íbúðinni voru einnig 30 lifandi kettir.

Saka stjórn um að keyra sjúkratryggingafrumvarp í gengum þingið

Þingmenn stjórnarandstöðunnar gagnrýndu á Alþingi í dag að taka ætti til umfjöllunar frumvarp um sjúkratryggingar sem meðal annars gerir ráð fyrir nýrri Sjúkratryggingastofnun. Málið væri of viðamikið til þess að hægt væri að ræða það vel á þeim sjö þingdögum sem eftir væru.

Lögregla birtir myndir af ræningja

Leit að manni sem rændi útibú Landsbankans við Bæjarhraun í Hafnarfirði hefur enn engan árangur borið. Lögregla hefur því ákveðið að birt mynd af honum.

Yfirlýsing frá Kristni Hrafnssyni fréttamanni Kompáss

Vísi hefur borist yfirlýsing frá Kristni Hrafnssyni fréttamanni Kompáss. „Starfsmaður almannatengslafyrirtækisins Kynning og markaður (KOM) hafði samband við Kompás í gær og sendi í kjölfarið frá sér yfirlýsingu sem sögð er í nafni Haraldar Johannessen,

Yfirlýsing frá HR vegna meints kynferðisafbrotamanns

Háskólinn í Reykjavík hefur fengið staðfestingu á því að starfsmaður skólans sitji í gæsluvarðhaldi. Viðkomandi starfsmaður hefur verið leystur undan starfsskyldum sínum við skólann frá og með 11. apríl.

Plank kærir dómsmálaráðuneytið

Premyzlaw Plank hefur kært þá ákvörðun dómsmálaráðuneytisins að fallast á beiðni pólskra yfirvalda um að Plank verði framseldur til Póllands. Þar er hann grunaður um hrottalegt morð.

Eldur í gámaflutningabíl

Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kvatt að Garðatorgi laust fyrir hádegi vegna elds í gámaflutningabíl.

Flogið til útlanda fyrir fáeina þúsundkalla

Íslendingar eiga að geta komist til meginlands Evrópu á fáeina þúsundkalla í sumar. Þýskt lággjaldaflugfélag ætlar í sumar að selja flug frá Keflavík til Kölnar á lægra verði en Íslendingar eiga að venjast.

Breyta þarf skipulagi almannatrygginga til að bæta kjör

Breyta þarf skipulagi almannatrygginga og skerðingarreglum til að bæta lífeyriskjör almennings að mati Stefáns Ólafssonar, prófessors við Háskóla Íslands og stjórnarformanns Tryggingastofnunar. Fjölþjóðleg ráðstefna um lífeyriskerfi framtíðarinnar fer nú fram í Háskóla Íslands.

Fjölmargar heilbrigðisstofnanir á Vesturlandi sameinaðar

Til stendur að sameina heilbrigðisstofnanirnar í Ólafsvík, á Grundarfirði, í Borgarnesi, Búðardal, á Reykhólum og í Stykkishólmi undir eina stofnun. Þetta kom fram í svari heilbrigðisráðherra við fyrirspurn Kristins H. Gunnarssonar, þingflokksformanns Frjálslynda flokksins.

Bera mest traust til fjölmiðla

Áhrifavaldar á Íslandi bera meira traust til fjölmiðla en til stjórnvalda og viðskiptalífsins. Í nýrri könnun Capacent Gallup mældist traust til fjölmiðla 69%, til stjórnvalda 67% og til viðskiptalífsins 60%.

Skrímslið frá Amstetten: „Ég er ekki skrímsli“

Josef Fritzl sem lokaði Elisabeth dóttur sína í dýflissu í 24 ár og eignaðist með henni sjö börn segist ekki vera skrímsli. Fritzl hefur verið í gæsluvarðhaldi allt frá því Elisabeth dóttir hans fannst í kjallaranum ásamt þremur börnum sem aldrei höfðu litið dagsljósið.

Vill kanna kosti þess að sameina TR og Vinnumálastofnun

Jóhanna Sigurðardóttir félags- og tryggingamálaráðherra hefur ákveðið að kanna kosti þess að setja á fót nýja stofnun velferðar- og vinnumála með því að samþætta starfsemi Tryggingastofnunar ríkisins og Vinnumálastofnunar.

Medvedev tilnefnir Pútín sem forsætisráðherra

Dímítrí Medvedev, sem tók við embætti forseta Rússlands í dag, lét það vera sitt fyrsta verkefni að tilnefna forvera sinn, Vladímír Pútín, sem forsætisráðherra landsins.

Gerólíkar skýringar á evrustuðningi

Niðurstaða úr skoðanakönnun á stuðningi við upptöku evru og Evrópusambandsaðild kemur Katrínu Jakobsdóttur, þingmanni VG, ekki á óvart.

Fritzl neyddi konu sína á makaskiptaklúbb

Sextíu og fimm ára gamall arkitekt hefur sagt dagblaðinu Österreich frá því að Josef Fritzl hafi neytt konu sína Rosemarie til þess að koma með sér á makaskiptaklúbb

Tyrkir hafa áhuga á samstarfi í orkumálum

Mehmet Hilmi Güler, orku- og auðlindaráðherra Tyrklands, lýsti yfir áhuga á samstarfi við Íslendinga í orkumálum á fundi sem hann átti með Össuri Skarphéðinssyni iðnaðarráðherra í iðnaðarráðuneytinu í morgun.

Rændi banka við hliðina á sýslumanni

Upptökur úr eftirlitsmyndavél á húsi sýslumannsins í Hafnarfirði er meðal þess sem skoða á í tengslum við rán í útibúi Landsbankans við Bæjarhraun 16 í morgun. Sýslumaður er í næsta húsi við bankann.

Börn í Búrma berskjölduð fyrir sjúkdómum

Starfsmenn á vegum UNICEF halda áfram að ferðast til svæða sem urðu fyrir barðinu á fellibylnum Nargis, til að meta brýnustu þörf barna og kvenna og dreifa nauðsynlegum hjálpargögnum.

Ránið hálftilgangslaust því peningar eru ekki aðgengilegir

„Það slasaðist enginn og við erum ánægð með það því það er mikilvægast í svona málum," segir Atli Atlason, framkvæmdastjóri starfsmannasviðs Landsbankans, um vopnað rán sem framið var í útibúi bankans í Bæjarhrauni í Hafnarfirði í morgun. Þar ruddist ungur maður inn og ógnaði starfsfólki með hnífi og hafði einhverja fjármuni á brott með sér.

Rændi banka vopnaður hnífi

Vopnað rán var framið í útibúi Landsbankans í Bæjarhrauni laust eftir að útibúið var opnað í morgun.

Gleymdi Stradivarius í leigubíl

Fiðluleikarinn Philippe Quint á leigubílstjóra einum í New York mikið að þakka. Hljóðfæraleikarinn gleymdi nefnilega fiðlunni sinni í aftursæti bílsins.

Forseti í Kína heimsækir Japan

Forseti Kína, Hu Jintao, krafðist þess af Dalai Lama, leiðtoga Tíbeta, að hann hætti að reyna að kljúfa kínversku þjóðina og efna til uppþota í tengslum við Ólympíuleikana sem fram fara í Peking í sumar.

Sjá næstu 50 fréttir