Innlent

Hefur fengið nokkrar ábendingar um ræningja

Þessi mynd náðist af manninum úr öryggismyndavél.
Þessi mynd náðist af manninum úr öryggismyndavél.

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur fengið nokkrar ábendingar um mann sem rændi útibú Landsbankans í Hafnarfirði í morgun í kjölfar þess að hún birti mynd af honum.

Að sögn Ómars Smára Ármannssonar hjá rannsóknardeild lögreglunnar eru lögreglumenn úti við rannsókn málsins en síðast þegar hann frétti hefði ekki verið búið að hafa hendur í hári mannsins.

Verið er að ræða við nokkra aðila sem hefur verið bent á en ekki hefur tekist að finna réttan aðila.

Maðurinn ruddist inn í útibú Landsbankans við Bæjarhraun á á tíunda tímanum í morgun og ógnaði þar starfsfólki með hnífi. Maðurinn var í hettupeysu og huldi andlit sitt með klúti. Hann hafði á brott með sér fjármuni en ekki liggur fyrir hversu mikið.

Lögreglubílar og bifhjól hafa verið notuð við leitina ásamt þyrlu Landhelgisgæslunnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×