Innlent

Plank kærir dómsmálaráðuneytið

Premyzlaw Plank hefur kært þá ákvörðun dómsmálaráðuneytisins að fallast á beiðni pólskra yfirvalda um að Plank verði framseldur til Póllands. Þar er hann grunaður um hrottalegt morð.

Hérðaðsdómur Reykjavíkur mun því þurfa að taka afstöðu til þess hvort grundvöllur sé fyrir því að Plank verði framseldur til síns heima. Niðurstöðu héraðsdóms er svo hægt að áfrýja til Hæstaréttar.

Verði niðurstaðan sú að ákvörðun ráðuneytisins verði staðfest munu lögreglumenn frá Póllandi koma hingað til lands, sækja Plank, og fara með hann aftur til Póllands.

Verði niðurstaðan hins vegar sú að ákvörðunin verði felld úr gild mun Plank verða látin laus úr gæsluvarðhaldi sem hann hefur setið í síðan beiðni um framsal barst frá Póllandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×