Innlent

Staðfestir gæsluvarðhald vegna Keilufellsmáls

Árásin var gerð í þessu húsi við Keilufell.
Árásin var gerð í þessu húsi við Keilufell.

Hæstiréttur staðfesti í dag gæsluvarðhaldsúrskurð héraðsdóms yfir manni sem grunaður er um að hafa verið í hópi manna sem réðst að öðrum hópi í húsi í Keilufelli þann 22. mars. Maðurinn skal sitja í gæsluvarðhaldi til 2. júní en samkvæmt lögreglu er hann talinn vera höfuðpaurinn.

Fjórir félagar mannsins hafa verið úrskurðaðir í farbann, einnig til 2. júní. Talið er að um 10-12 karlmenn hafi komið að árásinni í Breiðholti. Sjö meiddust í henni, sumir alvarlega, en í henni beittu árásarmennirnir meðal annars kylfum og öxum.

Fjögur vitni í málinu segja að gæsluvarðhaldsfanginn hafi farið fremstur í flokki og meðal annars slegið sofandi mann með exi. Lögregla segir að hending ein hafi ráðið því að ekki fór verr en maðurinn hlaut alvarlega höfuðáverka. Gæsluvarðhaldsfanginn á yfir höfði sér allt að sextán ára fangelsi verið hann ákærður í málinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×