Innlent

BRSB fundar með ráðherrum í hádeginu

MYND/ÞÖK

Fulltrúar BSRB funda í hádeginu með fjórum ráðherrum ríkisstjórnarinnar í Stjórnarráðinu. Þetta kemur fram á heimasíðu bandalagsins.

Eftir fyrsta formlega fund BSRB og launanefndar ríkisins vegna lausra samninga ríkisstarfsmanna óskaði BSRB eftir fundi með forsætisráðherra, utanríkisráðherra, fjármálaráðherra og félagsmálaráðherra til að ræða áform ríkisstjórnarinnar um hvernig hún hyggst efna fyrirheit sín í kjaramálum. Við þeirri ósk urðu ráðherrarnir og er ætlunin að ræða efnahags- og kjaramál á fundinum í hádeginu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×