Innlent

Bera mest traust til fjölmiðla

Áhrifavaldar á Íslandi bera meira traust til fjölmiðla en til stjórnvalda og viðskiptalífsins. Í nýrri könnun Capacent Gallup mældist traust til fjölmiðla 69%, til stjórnvalda 67% og til viðskiptalífsins 60%. Í sambærilegri könnun Capacent Gallup í fyrra reyndust flestir treysta ríkisstjórninni/stjórnvöldum betur en viðskiptalífinu og fjölmiðlum.

Í könnun Capacent Gallup kemur einnig fram að 61% íslenskra áhrifavalda telja að umfjöllun um íslenskt efnahagslíf í erlendum fjölmiðlum undanfarin misseri hafi skaðað ímynd Íslands. Þá telja aðspurðir einnig að minnst traust sé borið til íslenskra fyrirtækja í Danmörku og Bandaríkjunum en að þau njóti mests trausts í Frakklandi og Þýskalandi.

AP almannatengsl, Viðskiptaráð og Capacent Gallup standa fyrir morgunverðafundi á Hilton Reykjavík Nordica á morgun. Yfirskrift fundarins er Traust á umbrotatímum og þar verða niðurstöður Gallupkönnunarinnar á meðal umræðuefna.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×