Innlent

Eiturefnaóhapp á athafnasvæði í Vogunum

Eiturefnateymi slökkviliðsins. Úr myndasafni.
Eiturefnateymi slökkviliðsins. Úr myndasafni. MYND/Valli

Slökkvilið höfuðborgarsvæðins var kallað út nú á fimmta tímanum að athafnasvæði N1 við Kleppsmýrarveg en þar hafði orðið eiturefnaóhapp.

Saltpéturssýra úr 20 lítra brúsa hafði lekið niður í skemmu þar og voru starfsmenn fljótir að rýma hana. Saltpéturssýra er ætandi og notar slökkvilið kalk til þess að eyða áhrifum hennar. Eiturefnateymi slökkviliðsins sér um tilvik sem þessi en ekki var um alvarlegt slys að ræða.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×