Innlent

Útlit fyrir nýjan meirihluta í Bolungarvík í dag

Frá Bolungarvík.
Frá Bolungarvík. MYND/Vilmundur

Flest bendir til að nýr bæjarstjórnarmeirihluti verði myndaður í Bolungarvík í dag og að nýr bæjarstjóri taki við af Grími Atlasyni.

Meirihlutinn brast í fyrradag þegar Anna Guðrún Edwaldsdóttir, eini fulltrúi A-listans, sleit samstarfi við K-lista félagshyggjufólks, sem á þrjá fulltrúa þannig að hann þoldi ekki að Anna Guðrún gengi úr skaftinu því D-listi Sjálfstæðismanna hefur líka þrjá fulltrúa.

Anna Guðrún hefur áður gengið úr skaftinu því hún var upphaflega fjórði fulltrúi sjálfstæðismanna áður en hún gekk til liðs við Félagshyggjumenn sem hún hefur nú yfirgefið til að ganga á ný til liðs við sjáflstæðismenn. Valdahlutföllin í bæjarstjórn Bolungarvíkur vega því salt á henni.

Hún hóf viðræður við fyrrum samstarfsmenn sína í gær og verður þeim fram haldið í dag. Fyrir síðustu bæjarstjórnarkosningar lá fyrir að Elías Jónatansson yrði bæjarstjóri ef sjálfstæðismen næðu hreinum meirihluta og nú virðist sú staða að vera að koma upp aftur. Elías mun vera fús að taka við starfinu ef samkomulag næst um nýjan meirihluta.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×