Innlent

Eggin rokseljast í mótmælunum

Sigríður Elva Vilhjálmsdóttir skrifar
Það var óvenju góð sala á eggjum á bensínstöð Olís í Norðlingaholti nú áðan, en mótmælendur tóku upp á því fyrir skömmu að grýta eggjum í lögreglu. „Jú, þau kláruðust á einni mínútu," segir Halldór Jónsson, verslunarstjóri hjá Olís við Norðlingabraut. „Við verðum bara að panta meira."

Mikill mannfjöldi er á staðnum, og brá Halldór á það ráð að loka dælum á bensínstöðinni um tíma. „Þegar það er orðið svona mikið af fólki í kringum dælurnar er það réttast," segir Halldór, sem vildi forðast að fólk nýtti bensínið í kokteila ef lætin ágerðust.

Lætin eru þó ekki alslæm, Halldór segir þetta eina bestu kynningu sem hann hafi fengið. „Við erum búin að fá góða auglýsingu í fréttatímum í dag. Það vita allir hvar við erum núna."



Fleiri fréttir

Sjá meira


×