Innlent

Þrír dæmdir í Tryggingastofnunarmáli

MYND/Pjetur

Þrír einstaklingar voru í héraðsdómi Reykjavíkur dæmdir til refsingar fyrir aðild sína að svokölluðu tryggingastofnunarmáli. Æskuvinkona, nágranni, fyrrum sambýlismaður og barnsfaðir höfuðpaursins í málinu voru dæmd.

Málið tengist fjársvikum sem talin eru nema um 76 milljónum króna en tuttugu manns voru ákærðir í tengslum við málið. Höfuðpaurinn í málinu er 45 ára gömul kona úr Reykjavík sem starfaði sem þjónustufulltrúi hjá stofnuninni og hefur hún játað að hafa skipulagt fjársvikin.

Æskuvinkona konunnar var dæmd í níu mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir aðild sína að málinu en hún var ákærð fyrir að hafa útbúið kvittanir og látið greiða inn á reikning konunnar.

Nágrannakona hennar var dæmd í fjögurra mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa útbúið kvittanir og látið greiða inn á reikning konunnar.

Fyrrum sambýlismaður og barnsfaðir hennar var síðan dæmdur í tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir aðild sína að málinu. En hann var ákærður fyrir að hafa útbúið kvittanir og látið greiða inn á reikning konunnar.

Tvennt hefur þegar verið dæmt fyrir aðild sína að málinu. Karlmaður fékk þá átta mánaða fangelsi og kona sex mánaða fangelsi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×