Innlent

Búið að opna Suðurlandsveg að nýju

Búið er að opna Suðurlandsveg og ekki þarf að aka lengur um Norðlingaholt. Loka þurfti veginum í dag, vegna mótmæla vöruflutningabílstjóra sem stóðu yfir við Rauðavatn í allan dag. Til átaka kom á milli lögreglumanna og vöruflutningabílstjóra með þeim afleiðingum að nokkrir voru fluttir á slysadeild. Atburðum dagsins verða gerð skil í ítarlegum fréttapakka á Stöð 2 klukkan fimm mínútur yfir fimm.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×