Lögreglan reynir að tryggja öryggi fólks Breki Logason skrifar 23. apríl 2008 11:40 Hörður Jóhannesson „Menn hafa allar heimildir til þess að safnast saman og mótmæla en við verðum að tryggja að þeir valdi ekki töfum á umferð og tryggja öryggi fólks," segir Hörður Jóhannesson yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu um aðgerðir lögreglu gegn vörubílstjórum á Suðurlandsvegi fyrir stundu. Lögreglan beitti piparúða og kylfum á þá sem ekki fóru eftir tilmælum lögreglu. Hörður segir að hingað til hafi vörubílstjórar farið á brott þegar lögregla hefur mætt á svæðið en núna hafi menn ekki hlýtt tilmælum lögreglu. „Því var gripið til þessara aðgerða en þeir hafa reynt að gera lögregluna að einhverjum andstæðingi sínum sem er ekki rétt. Lögreglan er bara að vinna sitt verk með því að tryggja öryggi." Nokkrir voru handteknir og færðir á lögreglustöð að sögn Harðar. „Þetta gengur út á það að ef menn vilja ekki færa bílana verðum við að gera það. Við ræðum síðan við þessa aðila en síðan er þeim bara sleppt." Sjúkraliðar voru á vettvangi og var það lögreglan sem kallaði þá til. „Það var af öryggisástæðum og þeir skoluðu gasið úr augum fólks. Þetta er ekki hættulegt en óþægilegt, enda á það að vera óþægilegt," segir Hörður. Aðspurður segir Hörður að lögreglan muni bregðast við með svipuðum hætti ef menn fari ekki eftir tilmælum. „Hvert tilvik er auðvitað metið fyrir sig en hingað til höfum við sýnt þolinmæði og það hefur gengið vel. En þegar stefnir í að það eigi ekki að virða okkar fyrirmæli þá verðum við að beita þeim úrræðum sem við höfum." Mest lesið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Erlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Leita að manneskju við Sjáland Innlent Fleiri fréttir Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Sjá meira
„Menn hafa allar heimildir til þess að safnast saman og mótmæla en við verðum að tryggja að þeir valdi ekki töfum á umferð og tryggja öryggi fólks," segir Hörður Jóhannesson yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu um aðgerðir lögreglu gegn vörubílstjórum á Suðurlandsvegi fyrir stundu. Lögreglan beitti piparúða og kylfum á þá sem ekki fóru eftir tilmælum lögreglu. Hörður segir að hingað til hafi vörubílstjórar farið á brott þegar lögregla hefur mætt á svæðið en núna hafi menn ekki hlýtt tilmælum lögreglu. „Því var gripið til þessara aðgerða en þeir hafa reynt að gera lögregluna að einhverjum andstæðingi sínum sem er ekki rétt. Lögreglan er bara að vinna sitt verk með því að tryggja öryggi." Nokkrir voru handteknir og færðir á lögreglustöð að sögn Harðar. „Þetta gengur út á það að ef menn vilja ekki færa bílana verðum við að gera það. Við ræðum síðan við þessa aðila en síðan er þeim bara sleppt." Sjúkraliðar voru á vettvangi og var það lögreglan sem kallaði þá til. „Það var af öryggisástæðum og þeir skoluðu gasið úr augum fólks. Þetta er ekki hættulegt en óþægilegt, enda á það að vera óþægilegt," segir Hörður. Aðspurður segir Hörður að lögreglan muni bregðast við með svipuðum hætti ef menn fari ekki eftir tilmælum. „Hvert tilvik er auðvitað metið fyrir sig en hingað til höfum við sýnt þolinmæði og það hefur gengið vel. En þegar stefnir í að það eigi ekki að virða okkar fyrirmæli þá verðum við að beita þeim úrræðum sem við höfum."
Mest lesið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Erlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Leita að manneskju við Sjáland Innlent Fleiri fréttir Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Sjá meira