Innlent

Norðurál véfengir niðurstöður Umhverfisstofnunar

Álver Norðuráls á Grundartanga
Álver Norðuráls á Grundartanga MYND/JS

"Norðurál hafnar þeirri niðurstöðu Umhverfisstofnunar að losun vegna flúorkolefna frá álverinu á Grundartanga hafi verið 319 þúsund tonn af CO2 ígildum árið 2006. Hið rétta er að losunin nam að hámarki 126 þúsund tonnum."

Þetta segir í tilkynningu frá Norðuráli sem Vísi barst í dag eftir að greint var frá niðurstöðum Umhverfisstofnunar.

Í tilkynningu Norðuráls segir að svo virðist sem stofnunin noti svokallaðar TIER 2 reikniaðferðir en Norðurál hefur framvísað gögnum til útreiknings samkvæmt TIER 3b aðferð sem byggir á fleiri mælingum og er mun nákvæmari.

Þá segir að tilmæli loftslagsnefndar Sameinuðu þjóðanna geri ráð fyrir að beitt sé aðferð Norðuráls enda gefur hún nákvæmari niðurstöður



"Tímabundin aukning losunar hjá Norðuráli á milli áranna 2005 og 2006 tengist gangsetningu stækkunar álversins og er í samræmi við áætlanir. Sú aukning sem tengist ræsingu nýrra kera er gengin til baka og reiknað er með að strax á þessu ári verði losun flúorkolefna innan við 50% af mörkum í starfsleyfi fyrirtækisins. Norðurál hefur verið í fararbroddi í heiminum í takmörkun á losun gróðurhúsalofttegunda og hefur árangur fyrirtækisins vakið heimsathygli," segir í tilkynningu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×