Innlent

Ólafur tekur við af Styrmi á Morgunblaðinu

Ólafur Stephensen er hér ásamt Ólafi Ragnari Grímssyni forseta. Úr myndasafni.
Ólafur Stephensen er hér ásamt Ólafi Ragnari Grímssyni forseta. Úr myndasafni. MYND/Rósa

Ólafur Þ. Stephensen, ritstjóri 24 stunda, hefur verið ráðinn ritstjóri Morgunblaðsins í stað Styrmis Gunnarssonar sem hættir sökum aldurs þann 2. júní. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Árvakri. Ólafur verður jafnframt aðalritstjóri Árvakurs.

Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir hefur verið ráðin ritstjóri 24 stunda í stað Ólafs en hún hefur verið fréttastjóri blaðsins frá haustinu 2006. Styrmir Gunnarsson hefur verið ritstjóri Morgunblaðsins frá 1972, en hann kom fyrst til starfa á Morgunblaðinu sem blaðamaður 2.júní 1965.

Þá verða þær breytingar á stjórn Árvakurs að Þór Sigfússon, forstjóri Sjóvár og formaður Samtaka atvinnulífsins, verður stjórnarformaður og Stefán Eggertsson verður varaformaður. Aðrir í aðalstjórn verða Kristinn Björnsson, Skúli Valberg Ólafsson og Ásdís Halla Bragadóttir sem einnig kemur ný inn í stjórn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×