Fleiri fréttir Breska lögreglan varar fjölmiðla við Lögregla sem rannsakar ásakanir um misnotkun á upptökuheimili í Jersey hefur varað fjölmiðla alvarlega við því hvernig fjallað er um málið svo rannsóknarhagsmunir skaðist ekki. Viðvörunin kemur í kjölfar viðtals sem Sky fréttastofan átti við fyrrverandi vistmann heimilisins sem ólst þar upp. 2.3.2008 08:59 Tengist mafían hruni Tvíburaturnanna? Franska Óskarsverðlaunaleikkonan Marion Cotillard hefur komið sér í nokkur vandræði Vestanhafs vegna ummæla sem hún lét falla um árásirnar á tvíburaturnana. Í viðtali á franskri sjónvarpsstöð fyrir ári dró leikkonan í efa að árásirnar á tvíburaturnana hefðu verið af völdum hryðjuverka. 2.3.2008 00:01 Tveir látnir í óveðri í Þýskalandi Að minnsta kosti tveir eru látnir eftir óveður sem gengið hefur yfir meginland Evrópu í dag. Stormurinn gengur undir heitinu Emma og nálgast fellibyljastyrk 3 samkvæmt heimildum CNN. Hellirigning hefur fylgt veðrinu og tré sem rifna upp með rótum hafa valdið miklum töfum á umferð og lestarsamgöngum. 1.3.2008 20:59 Neyðarlög sett í Armeníu Neyðarlög hafa verið sett í Armeníu á ellefta degi mótmæla gegn meintu svindli forsetakosninganna. Rober Kocharyan forseti undirritaði tilskipunina til að „forðast ógn gegn stjórnarskrárlegri reglu,“ er haft eftir forsetanum á fréttavef BBC. 1.3.2008 20:35 Auglýsingastríð Clinton og Obama Barack Obama og Hillary Clinton berjast nú um atkvæði í Texas og Ohio nokkrum dögum fyrir forkosningar í ríkjunum sem gætu skipt sköpum fyrir Clinton. Bæði framboð Obama og Bill Clinton hafa lýst því yfir að Hillary verði að ná góðum árangri í ríkjunum á þriðjudag ef hún á að halda áfram baráttu fyrir tilnefningu Demókrata. 1.3.2008 20:06 Bloggfærslur hurfu af bloggi Össurar Umdeild bloggfærsla Össurar Skarphéðinssonar um Gísla Martein Baldursson borgarfulltrúa hvarf af heimasíðu Össurar í gærkvöldi ásamt fjölda annarra sem meðal annars fjölluðu um málefni Orkuveitunnar. Össur segist ekki hafa eytt færslunum út og að verið sé að kanna hvernig stóð á hvarfi þeirra. 1.3.2008 19:11 Hægt að draga úr eyrnabólgum ungbarna Útlit er fyrir að hægt verði að draga verulega úr eyrnabólgu hjá ungbörnum með nýrri aðferð við bólusetningu samkvæmt nýrri rannsókn doktorsnema við Læknadeild Háskóla Íslands. 1.3.2008 18:55 Tvöfalt fleiri leita til Kvennaathvarfsins Rúmlega tvöfalt fleiri konur hafa leitað til Kvennaathvarfsins vegna heimilisofbeldis það sem af er þessu ári en á sama tíma í fyrra. Tæplega 30 konur hafa dvalið í athvarfinu síðustu tvo mánuði og er helmingur þeirra af erlendum uppruna. 1.3.2008 18:42 Síðasta kvöldmáltíðin besta auglýsingin Síðasta kvöldmáltíðin með þeim Júdasi og Jesú Kristi var valin besta sjónvarpsauglýsingin í keppni Ímarks um Íslensku auglýsingaverðlaunin. Síminn auglýsti þar farsímaþjónustu. Sama auglýsing hreppti einnig verðlaun sem besta dagblaðaauglýsingin. Fyrirtækið EnnEMM framleiddi auglýsingarnar. 1.3.2008 10:14 Vilja olíuhreinsistöð til að sporna við fólksflótta Vestfirðingar eru orðnir langþreyttir á að ekkert sé gert til að hindra byggðaflótta af fjörðunum. Hugmyndin um olíuhreinsunarstöð er því kærkomin þó ekki sé fyrir annað en að hún skapar umræðu um ástandið. Skortur á kvenhylli gæti verið örsok byggðavandans segir varaborgarfulltrúi Samfylkingar. 1.3.2008 19:03 Tíminn að renna út með kaup á risabor Sveitarstjórnarmenn og verktakar á Austurlandi kanna nú möguleika á að kaupa síðasta risaborinn í Kárahnjúkum áður en hann verður sendur úr landi eftir tvo mánuði. Íslendingum býðst að fá borinn fyrir lágt verð en forsenda kaupanna er að samstaða náist milli sveitarfélaga og stjórnvalda um að ráðast í jarðgangagerð á Miðausturlandi. 1.3.2008 18:48 Kornabarn skilið eftir í leigubíl Klever Sailema átti einskis ills von þegar hann tók mann með kornabarn upp í leigubílinn sinn. 1.3.2008 17:56 Rændu vitlausan bar Tveir ástralskir ræningjar munu líklega í framtíðinni kanna betur þá staði sem þeir ætla að ræna. Það er að segja þegar þeir sleppa út af sjúkrahúsinu og svo út úr fangelsinu. 1.3.2008 17:04 Karl Bretaprins: Mikill léttir að fá Harry heim Karl Bretaprins og Vilhjálmur sonur hans fögnuðu Harry prins þegar hann sneri aftur frá Afghanistan í dag. Harry hafði sinnt herskyldu í Helmand frá því í desember. Fréttir í fjölmiðlum urðu þess valdandi að hann var sendur í skyndingu til Bretlands fjórum vikum áður en áætlað hafði verið. 1.3.2008 17:01 Makoni hlýtur stuðning gegn Mugabe forseta Simba Makoni fyrrverandi fjármálaráðherra Zimbabwe sem hyggur á að bjóða sig fram gegn Robert Mugabe í forsetakosningum hefur hlotið stuðning lykilstjórnmálamanns í landinu. Dumiso Dabengwa fyrrverandi innanríkisráðherra er fyrsti þungaviktarstjórnmálamaðurinn sem styður framboð Makoni. 1.3.2008 16:36 Konan sem lýst var eftir er komin fram Níutíu og fimm ára gömul kona sem lögreglan lýsti eftir í dag er komin fram. Ekki hafði sést til Grethe Bendtsen, sem búsett er á Austurbún 6, í eina viku. Hún kom fram í dag og hafði verið á Rauðakrossheimilinu. 1.3.2008 16:21 Þingmenn kveðast á Fyrsta þingveisla nýs kjörtímabils var í gærkvöldi, en hefð er fyrir því að þingmönnum taki ekki til máls nema í bundnu máli. Á Eyjunni segir að þeir Guðni Ágústsson formaður Framsóknarflokksins og Guðmundur Steingrímsson varaþingmaður Samfylkingar hafi kveðist á. 1.3.2008 16:08 Uppreisnarleiðtogi FARC drepinn í Kólumbíu Raul Reyes helsti leiðtogi hinna vinstrisinnuðu skæruliða FARC í Kólumbíu lést í bardaga samkvæmt heimildum fjölmiðla. Reyes féll í eldflaugaárás kólumbíska hersins á bæinn Tetey í suðurhluta landsins. Bærinn er nálægt landamærun Ekvador. Nokkrir uppreisnarmenn til viðbótar létust í árásinni samkvæmt heimildum þarlendra fjölmiðla. 1.3.2008 15:31 Valdabarátta um vistvæna orku á Íslandi Íslendingar standa frammi fyrir vali á milli þess að styrkja efnahag landsins og framleiða vistvæna orku - eða halda landinu óspilltu. Þetta segir í grein nýjasta tölublaðs National Geographic sem fjallar um Ísland. 1.3.2008 14:59 Lýst eftir 95 ára gamalli konu Lögreglan lýsir efti 95 ára gamalli konu í Reykjavík sem ekki hefur sést til í eina viku. Konan heitir Grethe Bendtsen og er búsett á Austurbrún 6. Hún er 160 sentimetrar á hæð og líklega klædd rauðri úlpu. Grethe gengur örlítið skökk samkvæmt heimildum lögreglu og notast við staf. Hún hefur búið á Íslandi í sex áratugi og talar íslensku með örlitlum dönskum hreim. Hún á enga aðstandendur hér á landi. 1.3.2008 14:32 Putin hvetur Rússa til að kjósa Vladirmir Putin forseti Rússlands hvetur landa sína til að taka þátt í forsetakosningunum sem fram fara á morgun. Fastlega er búist við að félagi Putins, Dmitry Medvedev, sigri kosningarnar en Putin hefur lýst yfir stuðningi við hann. 1.3.2008 14:21 Talibanaleiðtogi ákærður fyrir morðið á Bhutto Pakistanska lögreglan hefur formlega ákært talibanaleiðtogann Baitullah Mehsud fyrir að skipuleggja morðið á Benazir Bhutto fyrrverandi forsætisráðherra landsins. 1.3.2008 13:04 Harry prins nú helsta skotmark hryðjuverkamanna Róttækur klerkur í Líbanon segir að Harry Bretaprins sé nú helsta skotmark hryðjuverkamanna eftir að hann sinnti herþjónustu í Afganistan á laun. 1.3.2008 12:40 Forsætisráðherra Dana á búgarði Bush Anders Fogh-Rasmussen forsætisráðherra Danmerkur og eiginkona hans Anne-Mette eru nú gestir á búgarði Georges Bush Bandaríkjaforseta í Texas. 1.3.2008 12:15 Harry prins kominn heim frá Afganistan Harry Bretaprins er kominn til Bretlands eftir rúmlegja tveggja mánaða dvöl í Afghanistan þar sem hann sinnti herþjónustu. Prinsinn var þegar í gær sendur frá vígstöðvunum í Helmand héraði til Kandahar, þar sem hann tók flugvél heim til Bretlands. Hann lenti á Brize Norton herstöðinni laust fyrir hádegi. 1.3.2008 12:07 Fíkniefnakstur stóreykst á þjóðveginum Yfirlögregluþjónn í Borgarnesi segir fíkniefnaakstur á þjóðveginum hafa stóraukist undanfarið ár. Í fyrra voru 90 ökumenn teknir fyrir að keyra undir áhrifum fíkniefna en 68 fyrir ölvunarakstur í umdæmi lögreglunnar í Borgarnesi. 1.3.2008 12:06 Gott veður á skíðasvæðum Skíðasvæði höfuðborgarsvæðisins eru opin í dag. Í Bláfjöllum og Skálafelli eru allar stólalyftur opnar og í fyrsta sinn í vetur verður Vandráður opnaður, en það er tengilyfta á milli Eldborgarsvæðis og Kóngsgils í Bláfjöllum. Í Kongsgili er bikarmót Skíðasambands Íslands í aldursflokknum 13-14 ára haldið í dag. 1.3.2008 11:06 Býður 2,6 milljón í verðlaun ef týnd stúlka finnst Breska dagblaðið The Sun hefur heitið 20 þúsund sterlingspunda verðlaunum til handa þeim sem finnur níu ára gamla telpu sem hvarf í Yorkshire hinn 19. febrúar síðastliðinn. Shannon Matthews var á leið heim úr skólanum þegar hún hvarf. 1.3.2008 10:33 Mikill erill hjá lögreglu á höfuðborgarsvæðinu Mikill erill var hjá lögreglu á höfuðborgarsvæðinu í nótt. Sjö gistu fangageymslur vegna ölvunar og tveir ökumenn voru teknir fyrir ölvun. Þá voru fimm árekstrar frá miðnætti, en engin slys urðu á fólki. Lögreglan á Suðurnesjum stöðvaði tvo í nótt vegna gruns um akstur undir áhrifum fíkniefna og þann þriðja vegna gruns um ölvunarakstur. Var hann sviptur ökuréttindum til bráðabirgða á staðnum. 1.3.2008 10:31 Sjálfsmorðssprengja grandar 40 í Pakistan Að minnsta kosti 40 manns biðu bana og yfir 80 særðust í sjálfsmorðssprengjuárás á jarðarför lögreglumanns í Pakistan í dag. Lögreglumaðurinn var einn af þremur sem biðu bana í gær þegar þeir óku yfir jarðsprengju. 1.3.2008 10:10 Jafnréttisráð fagnar kjarasamningum Jafnréttisráð fagnar nýgerðum kjarasamningum og þeirri áherslu sem þar var lögð á lægstu laun, sem iðulega eru einnig þau laun sem stórir hópar kvenna á vinnumarkaði fá, að því er fram kemur í ályktun sem ráðið hefur samþykkt, en fulltrúar fjármálaráðuneytis og Samtaka atvinnulífsins sátu hjá. 1.3.2008 10:01 Par handtekið í Borgarfirði eftir fíkniefnafund Lögreglan í Borgarnesi gerði húsleit í einbýlishúsi í uppsveitum Borgarfjarðar síðdegis í gær og handtók par á þrítugsaldri vegna fíkniefna sem þar fundust. Hátt í 30 grömm af meintum kannabisfræjum og maríjúana fundust við leitina. Parinu var sleppt að loknum yfirheyrslum. Málið er í rannsókn. 1.3.2008 09:53 Mikið mannfall á Gaza ströndinni Ísraelskir hermenn felldu 22 Palestínumenn í dag í hörðustu bardögum sem orðið hafa á Gaza ströndinni í margar vikur. 1.3.2008 09:51 Lögreglumenn fastir í ófærð á Vestfjörðum Hópur lögreglumanna af Suður- og Vesturlandi á leið á fótboltamót lögreglumanna Ísafirði er fastur í ófærð. Þannig komst hluti mannanna ekki lengra en til Hólmavíkur í gær þar sem vegir lokuðust. Nú er þess beðið að Steingrímsfjarðarheiði opni, en illa gengur að moka heiðina þar sem flutningabíll situr fastur á miðjum veginum. Fótboltamótinu verður því frestað eitthvað fram á daginn ef þörf er, eða þar til þátttakendur eru komnir á staðinn. 1.3.2008 09:42 Sjá næstu 50 fréttir
Breska lögreglan varar fjölmiðla við Lögregla sem rannsakar ásakanir um misnotkun á upptökuheimili í Jersey hefur varað fjölmiðla alvarlega við því hvernig fjallað er um málið svo rannsóknarhagsmunir skaðist ekki. Viðvörunin kemur í kjölfar viðtals sem Sky fréttastofan átti við fyrrverandi vistmann heimilisins sem ólst þar upp. 2.3.2008 08:59
Tengist mafían hruni Tvíburaturnanna? Franska Óskarsverðlaunaleikkonan Marion Cotillard hefur komið sér í nokkur vandræði Vestanhafs vegna ummæla sem hún lét falla um árásirnar á tvíburaturnana. Í viðtali á franskri sjónvarpsstöð fyrir ári dró leikkonan í efa að árásirnar á tvíburaturnana hefðu verið af völdum hryðjuverka. 2.3.2008 00:01
Tveir látnir í óveðri í Þýskalandi Að minnsta kosti tveir eru látnir eftir óveður sem gengið hefur yfir meginland Evrópu í dag. Stormurinn gengur undir heitinu Emma og nálgast fellibyljastyrk 3 samkvæmt heimildum CNN. Hellirigning hefur fylgt veðrinu og tré sem rifna upp með rótum hafa valdið miklum töfum á umferð og lestarsamgöngum. 1.3.2008 20:59
Neyðarlög sett í Armeníu Neyðarlög hafa verið sett í Armeníu á ellefta degi mótmæla gegn meintu svindli forsetakosninganna. Rober Kocharyan forseti undirritaði tilskipunina til að „forðast ógn gegn stjórnarskrárlegri reglu,“ er haft eftir forsetanum á fréttavef BBC. 1.3.2008 20:35
Auglýsingastríð Clinton og Obama Barack Obama og Hillary Clinton berjast nú um atkvæði í Texas og Ohio nokkrum dögum fyrir forkosningar í ríkjunum sem gætu skipt sköpum fyrir Clinton. Bæði framboð Obama og Bill Clinton hafa lýst því yfir að Hillary verði að ná góðum árangri í ríkjunum á þriðjudag ef hún á að halda áfram baráttu fyrir tilnefningu Demókrata. 1.3.2008 20:06
Bloggfærslur hurfu af bloggi Össurar Umdeild bloggfærsla Össurar Skarphéðinssonar um Gísla Martein Baldursson borgarfulltrúa hvarf af heimasíðu Össurar í gærkvöldi ásamt fjölda annarra sem meðal annars fjölluðu um málefni Orkuveitunnar. Össur segist ekki hafa eytt færslunum út og að verið sé að kanna hvernig stóð á hvarfi þeirra. 1.3.2008 19:11
Hægt að draga úr eyrnabólgum ungbarna Útlit er fyrir að hægt verði að draga verulega úr eyrnabólgu hjá ungbörnum með nýrri aðferð við bólusetningu samkvæmt nýrri rannsókn doktorsnema við Læknadeild Háskóla Íslands. 1.3.2008 18:55
Tvöfalt fleiri leita til Kvennaathvarfsins Rúmlega tvöfalt fleiri konur hafa leitað til Kvennaathvarfsins vegna heimilisofbeldis það sem af er þessu ári en á sama tíma í fyrra. Tæplega 30 konur hafa dvalið í athvarfinu síðustu tvo mánuði og er helmingur þeirra af erlendum uppruna. 1.3.2008 18:42
Síðasta kvöldmáltíðin besta auglýsingin Síðasta kvöldmáltíðin með þeim Júdasi og Jesú Kristi var valin besta sjónvarpsauglýsingin í keppni Ímarks um Íslensku auglýsingaverðlaunin. Síminn auglýsti þar farsímaþjónustu. Sama auglýsing hreppti einnig verðlaun sem besta dagblaðaauglýsingin. Fyrirtækið EnnEMM framleiddi auglýsingarnar. 1.3.2008 10:14
Vilja olíuhreinsistöð til að sporna við fólksflótta Vestfirðingar eru orðnir langþreyttir á að ekkert sé gert til að hindra byggðaflótta af fjörðunum. Hugmyndin um olíuhreinsunarstöð er því kærkomin þó ekki sé fyrir annað en að hún skapar umræðu um ástandið. Skortur á kvenhylli gæti verið örsok byggðavandans segir varaborgarfulltrúi Samfylkingar. 1.3.2008 19:03
Tíminn að renna út með kaup á risabor Sveitarstjórnarmenn og verktakar á Austurlandi kanna nú möguleika á að kaupa síðasta risaborinn í Kárahnjúkum áður en hann verður sendur úr landi eftir tvo mánuði. Íslendingum býðst að fá borinn fyrir lágt verð en forsenda kaupanna er að samstaða náist milli sveitarfélaga og stjórnvalda um að ráðast í jarðgangagerð á Miðausturlandi. 1.3.2008 18:48
Kornabarn skilið eftir í leigubíl Klever Sailema átti einskis ills von þegar hann tók mann með kornabarn upp í leigubílinn sinn. 1.3.2008 17:56
Rændu vitlausan bar Tveir ástralskir ræningjar munu líklega í framtíðinni kanna betur þá staði sem þeir ætla að ræna. Það er að segja þegar þeir sleppa út af sjúkrahúsinu og svo út úr fangelsinu. 1.3.2008 17:04
Karl Bretaprins: Mikill léttir að fá Harry heim Karl Bretaprins og Vilhjálmur sonur hans fögnuðu Harry prins þegar hann sneri aftur frá Afghanistan í dag. Harry hafði sinnt herskyldu í Helmand frá því í desember. Fréttir í fjölmiðlum urðu þess valdandi að hann var sendur í skyndingu til Bretlands fjórum vikum áður en áætlað hafði verið. 1.3.2008 17:01
Makoni hlýtur stuðning gegn Mugabe forseta Simba Makoni fyrrverandi fjármálaráðherra Zimbabwe sem hyggur á að bjóða sig fram gegn Robert Mugabe í forsetakosningum hefur hlotið stuðning lykilstjórnmálamanns í landinu. Dumiso Dabengwa fyrrverandi innanríkisráðherra er fyrsti þungaviktarstjórnmálamaðurinn sem styður framboð Makoni. 1.3.2008 16:36
Konan sem lýst var eftir er komin fram Níutíu og fimm ára gömul kona sem lögreglan lýsti eftir í dag er komin fram. Ekki hafði sést til Grethe Bendtsen, sem búsett er á Austurbún 6, í eina viku. Hún kom fram í dag og hafði verið á Rauðakrossheimilinu. 1.3.2008 16:21
Þingmenn kveðast á Fyrsta þingveisla nýs kjörtímabils var í gærkvöldi, en hefð er fyrir því að þingmönnum taki ekki til máls nema í bundnu máli. Á Eyjunni segir að þeir Guðni Ágústsson formaður Framsóknarflokksins og Guðmundur Steingrímsson varaþingmaður Samfylkingar hafi kveðist á. 1.3.2008 16:08
Uppreisnarleiðtogi FARC drepinn í Kólumbíu Raul Reyes helsti leiðtogi hinna vinstrisinnuðu skæruliða FARC í Kólumbíu lést í bardaga samkvæmt heimildum fjölmiðla. Reyes féll í eldflaugaárás kólumbíska hersins á bæinn Tetey í suðurhluta landsins. Bærinn er nálægt landamærun Ekvador. Nokkrir uppreisnarmenn til viðbótar létust í árásinni samkvæmt heimildum þarlendra fjölmiðla. 1.3.2008 15:31
Valdabarátta um vistvæna orku á Íslandi Íslendingar standa frammi fyrir vali á milli þess að styrkja efnahag landsins og framleiða vistvæna orku - eða halda landinu óspilltu. Þetta segir í grein nýjasta tölublaðs National Geographic sem fjallar um Ísland. 1.3.2008 14:59
Lýst eftir 95 ára gamalli konu Lögreglan lýsir efti 95 ára gamalli konu í Reykjavík sem ekki hefur sést til í eina viku. Konan heitir Grethe Bendtsen og er búsett á Austurbrún 6. Hún er 160 sentimetrar á hæð og líklega klædd rauðri úlpu. Grethe gengur örlítið skökk samkvæmt heimildum lögreglu og notast við staf. Hún hefur búið á Íslandi í sex áratugi og talar íslensku með örlitlum dönskum hreim. Hún á enga aðstandendur hér á landi. 1.3.2008 14:32
Putin hvetur Rússa til að kjósa Vladirmir Putin forseti Rússlands hvetur landa sína til að taka þátt í forsetakosningunum sem fram fara á morgun. Fastlega er búist við að félagi Putins, Dmitry Medvedev, sigri kosningarnar en Putin hefur lýst yfir stuðningi við hann. 1.3.2008 14:21
Talibanaleiðtogi ákærður fyrir morðið á Bhutto Pakistanska lögreglan hefur formlega ákært talibanaleiðtogann Baitullah Mehsud fyrir að skipuleggja morðið á Benazir Bhutto fyrrverandi forsætisráðherra landsins. 1.3.2008 13:04
Harry prins nú helsta skotmark hryðjuverkamanna Róttækur klerkur í Líbanon segir að Harry Bretaprins sé nú helsta skotmark hryðjuverkamanna eftir að hann sinnti herþjónustu í Afganistan á laun. 1.3.2008 12:40
Forsætisráðherra Dana á búgarði Bush Anders Fogh-Rasmussen forsætisráðherra Danmerkur og eiginkona hans Anne-Mette eru nú gestir á búgarði Georges Bush Bandaríkjaforseta í Texas. 1.3.2008 12:15
Harry prins kominn heim frá Afganistan Harry Bretaprins er kominn til Bretlands eftir rúmlegja tveggja mánaða dvöl í Afghanistan þar sem hann sinnti herþjónustu. Prinsinn var þegar í gær sendur frá vígstöðvunum í Helmand héraði til Kandahar, þar sem hann tók flugvél heim til Bretlands. Hann lenti á Brize Norton herstöðinni laust fyrir hádegi. 1.3.2008 12:07
Fíkniefnakstur stóreykst á þjóðveginum Yfirlögregluþjónn í Borgarnesi segir fíkniefnaakstur á þjóðveginum hafa stóraukist undanfarið ár. Í fyrra voru 90 ökumenn teknir fyrir að keyra undir áhrifum fíkniefna en 68 fyrir ölvunarakstur í umdæmi lögreglunnar í Borgarnesi. 1.3.2008 12:06
Gott veður á skíðasvæðum Skíðasvæði höfuðborgarsvæðisins eru opin í dag. Í Bláfjöllum og Skálafelli eru allar stólalyftur opnar og í fyrsta sinn í vetur verður Vandráður opnaður, en það er tengilyfta á milli Eldborgarsvæðis og Kóngsgils í Bláfjöllum. Í Kongsgili er bikarmót Skíðasambands Íslands í aldursflokknum 13-14 ára haldið í dag. 1.3.2008 11:06
Býður 2,6 milljón í verðlaun ef týnd stúlka finnst Breska dagblaðið The Sun hefur heitið 20 þúsund sterlingspunda verðlaunum til handa þeim sem finnur níu ára gamla telpu sem hvarf í Yorkshire hinn 19. febrúar síðastliðinn. Shannon Matthews var á leið heim úr skólanum þegar hún hvarf. 1.3.2008 10:33
Mikill erill hjá lögreglu á höfuðborgarsvæðinu Mikill erill var hjá lögreglu á höfuðborgarsvæðinu í nótt. Sjö gistu fangageymslur vegna ölvunar og tveir ökumenn voru teknir fyrir ölvun. Þá voru fimm árekstrar frá miðnætti, en engin slys urðu á fólki. Lögreglan á Suðurnesjum stöðvaði tvo í nótt vegna gruns um akstur undir áhrifum fíkniefna og þann þriðja vegna gruns um ölvunarakstur. Var hann sviptur ökuréttindum til bráðabirgða á staðnum. 1.3.2008 10:31
Sjálfsmorðssprengja grandar 40 í Pakistan Að minnsta kosti 40 manns biðu bana og yfir 80 særðust í sjálfsmorðssprengjuárás á jarðarför lögreglumanns í Pakistan í dag. Lögreglumaðurinn var einn af þremur sem biðu bana í gær þegar þeir óku yfir jarðsprengju. 1.3.2008 10:10
Jafnréttisráð fagnar kjarasamningum Jafnréttisráð fagnar nýgerðum kjarasamningum og þeirri áherslu sem þar var lögð á lægstu laun, sem iðulega eru einnig þau laun sem stórir hópar kvenna á vinnumarkaði fá, að því er fram kemur í ályktun sem ráðið hefur samþykkt, en fulltrúar fjármálaráðuneytis og Samtaka atvinnulífsins sátu hjá. 1.3.2008 10:01
Par handtekið í Borgarfirði eftir fíkniefnafund Lögreglan í Borgarnesi gerði húsleit í einbýlishúsi í uppsveitum Borgarfjarðar síðdegis í gær og handtók par á þrítugsaldri vegna fíkniefna sem þar fundust. Hátt í 30 grömm af meintum kannabisfræjum og maríjúana fundust við leitina. Parinu var sleppt að loknum yfirheyrslum. Málið er í rannsókn. 1.3.2008 09:53
Mikið mannfall á Gaza ströndinni Ísraelskir hermenn felldu 22 Palestínumenn í dag í hörðustu bardögum sem orðið hafa á Gaza ströndinni í margar vikur. 1.3.2008 09:51
Lögreglumenn fastir í ófærð á Vestfjörðum Hópur lögreglumanna af Suður- og Vesturlandi á leið á fótboltamót lögreglumanna Ísafirði er fastur í ófærð. Þannig komst hluti mannanna ekki lengra en til Hólmavíkur í gær þar sem vegir lokuðust. Nú er þess beðið að Steingrímsfjarðarheiði opni, en illa gengur að moka heiðina þar sem flutningabíll situr fastur á miðjum veginum. Fótboltamótinu verður því frestað eitthvað fram á daginn ef þörf er, eða þar til þátttakendur eru komnir á staðinn. 1.3.2008 09:42