Fleiri fréttir

Konungur Thaílands áttræður í dag

Tugþúsundir Taílendinga hafa safnast saman fyrir utan konungshöllina í Bangkok til að fagna áttræðisafmæli Bhumibol konungs í dag.

Dauðir fiskar finnast á bökkum Varmár

Dauðir fiskar hafa þegar fundist á bökkum Varmár eftir að 800 lítrar af klór láku út í hana, þegar tappi á klórgeymi við sundlaugina í Hveragerði gaf sig aðfararnótt föstudagsins.

Dónaskapur að aka um á bíl með biluð ljós

Ljósin á bílnum eru eitt af þýðingarmestu öryggistækjum hans, ekki síst í skammdeginu þegar myrkur er meirihluta sólarhringsins. Hér eru nokkur heilræði ljósastillingarmanns.

Unglingaglæpir vaxandi vandamál í Kína

Glæpir ungmenna undir lögaldri eru vaxandi vandamál í Kína. Fjöldi þeirra hefur tvöfaldast á undanförnum áratug og nú koma unglingar við sögu í tveimur af þremur dómsmálum í Bejing

Breytingar á ráðstöfun Símapeninga til annarrar umræðu

Þingfundi lauk á Alþingi fyrir stundu en hann hafði staðið með hléum frá klukkan hálftvö í dag. Meðal þeirra mála sem tekin voru á dagskrá í dag var frumvarp til laga um breytingar á ráðstöfun á söluandvirði Símans.

Ungmenni sluppu ómeidd eftir bílveltu

Fimm ungmenni um tvítugt sluppu nærri ómeidd þegar bifreið þeirra fór út af Grafningsvegi við Hagavík um hálfníu í kvöld. Bíllinn valt niður gil og hafnaði 20-30 metrum frá veginum. Að sögn lögreglunnar á Selfossi er töluverð hálka á Grafningsvegi og er talið að það hafi valdið því að bíllinn fór út af. Lögreglan segir að ungmennin séu ekki mikið slösuð en bíllinn mjög mikið skemmdur.

Klórleki alltaf alvarlegur

Tryggvi Þórðarson, vatnavistfræðingur hjá rannsókna- og fræðasetri Háskóla Íslands í Hveragerði, segist lítið geta tjáð sig um það hvaða áhrif klórlekinn í Varmá geti haft á vistkerfið í ánni en áhrif slyssins verði rannsökuð á næstu dögum.

Leki olli sprengingu

Leki í efnaverksmiðju í Árósum í Danmörku er talinn orsök gríðarlegrar sprengingar sem í nótt kostaði einn starfsmanna hennar lífið. Líklegt er að sprengihætta hafi skapast þegar efni sem líkist bensíni slapp út í andrúmsloftið.

Malakauskas í farbann í stað gæsluvarðhalds

Hæstiréttur hefur numið úr gildi gæsluvarðhaldsúrskurð yfir Tomasi Malakauskas, Litháanum sem dæmdur var í líkfundarmálinu fyrir tveimur árum og var gripinn hér fyrir skemmstu.

Ráðherra kynnti sér barnaklámseftirlit í Noregi

Björn Bjarnason, dóms- og kirkjumálaráðherra, sat í dag fund með kollegum sínum frá Noregi og Finnlandi, í höfuðstöðvum norsku rannsóknarlögreglunnar, KRIPOS, í Ósló. Auk ráðherranna tóku yfirmenn norsku lögreglunnar og norrænir embættismenn, þátt í fundinum. Knut Storberget, dómsmálaráðherra Noregs bauð til ráðherrafundarins í því skyni að kynna ráðherrunum frá fyrstu hendi hvernig KRIPOS stundar eftirlit með barnaklámi á netinu. Norðmenn hafa verið brautryðjendur í norrænu samstarfi á þessu sviði og hafa lagt á ráðin um formlegt norrænt lögreglusamstarf um netvörslu í þágu barna og ungmenna.

Stal fartölvu úr Fellakirkju

Síbrotamaður á fimmtugsaldri hlaut í dag tólf mánaða fangelsisdóm fyrir fjölmörg þjófnaðar og fíkniefnamál sem hann framdi frá því í júni og fram í september á þessu ári.

NÍ fagnar stefnumörkun í loftlagsmálum

Náttúruverndarsamtök Íslands fagna þeirri stefnumörkun ríkisstjórnar Íslands að samningar um framhald Kyoto-bókunarinnar skuli miða að því að fyrirbyggja að andrúmsloft jarðar htini um meira tvær gráður á Celcíus að meðaltali.

Íran er, var og verður hættulegt

George Bush Bandaríkjaforseti segir að Vesturlöndum stafi enn hætta frá Íran þrátt fyrir að skýrsla CIA sem kom út í gær leiði í ljós að landið hafi látið af þróun kjarnavopna fyrir fjórum árum. Forsetinn kom fram á blaðamannafundi í Hvíta Húsinu í dag þar sem hann sagði Íran vera hættulegt land.

Gripin með fíkniefni í leggöngum á Litla Hrauni

Stúlka var í dag dæmd í Héraðsdómi Suðurlands fyrir smygl á 9 gulum ílöngum töflum af lyfinu “tafil”. Hún var einnig með nokkur grömm af amfetamíni sem fannst við leit á henni.

Loftlagsvandi ekki leystur án aðkomu atvinnulífsins

Ekki verður hægt að leysa loftlagsvandanna án aðkomu atvinnulífsins. Þetta segja Samtök atvinnulífsins sem ásamt systursamtökum sínum annars staðar á Norðurlöndum sendu í dag bréf til forsætis- og umhverfisráðherra Norðurlanda og forseta framkvæmdastjórnar ESB þar sem hvatt er til þess að stjórnvöld og atvinnulíf vinni saman að því að finna lausnir á loftslagsvandanum.

Listaháskólinn mun leigja hjá Samson

Listaháskóli Íslands og Samson Properties ehf. undirrituðu nú fyrir stundu samning um nýtt húsnæði fyrir Listaháskóla Íslands við Laugaveg. Miðað er við að skólinn taki þar til starfa haustið 2011. Byggingin verður rúmir 13 þúsund fermetrar að stærð en um 400 nemendur stunda nú nám við skólann. Lóðin undir skólann verður í eigu Listaháskólans en Samson Properties mun eiga skólabygginguna og leigja hana til skólans.

Fundu aðra stóra risaeðlu á Svalbarða

Norskir vísindamenn hafa grafið upp steingerving stórrar risaeðlu á Svalbarða skammt frá þeim stað þar sem risastór eðlutegund fannst í fyrrasumar

Tólf stútar teknir um helgina

Tólf ökumenn voru teknir fyrir ölvunarakstur á höfuðborgarsvæðinu um síðustu helgi. Tveir voru stöðvaðir á föstudag, sjö á laugardag og þrír á sunnudag.

SOS-barnaþorpinu í Mogadishu lokað

Eftir hörð átök eþíópískra og sómalskra hersveita við vopnaða uppreisnarmenn við SOS-barnaþorpið í Mogadishu í gær hefur verið ákveðið að loka þorpinu og koma börnunum fyrir á öruggari stað. 15 Íslendingar eru stuðningsaðilar barna í þorpinu. „Einn starfsmaður samtakanna lést og fjórir slösuðust alvarlega í átökunum sem eru þau alvarlegustu sem börn og starfsfólk barnaþorpsins hafa upplifað í þessum borgarhluta,“ segir í tilkynningu frá SOS-barnaþorpum.

Herjólfur í slipp í dag

Vestmannaeyjaferjan Herjólfur komst ekki fyrr en klukkan rúmlega ellefu í morgun úr höfn í Eyjum vegna óveðurs.

Fundi Dags og Geirs frestað

Fyrirhugaðar viðræður ríkisins og þeirra sveitarfélaga sem hlut eiga í Hitaveitu Suðurnesja hafa enn ekki farið fram. Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri hefur umboð borgarráðs til þess að leiða viðræðurnar sem snúast eiga um framtíð HS. Þeir Dagur og Geir H. Haarde, forsætisráðherra, ætluðu að hittast í gær en samkvæmt heimildum Vísis frestaðist sá fundur vegna atkvæðagreiðslu um fjárlögin á Alþingi í gær.

Dómi í hryðjuverkamáli í Danmörku áfrýjað

Ríkissaksóknari í Danmörku hefur ákveðið að áfrýja til Hæstaréttar dómi yfir þremur mönnum sem dæmdir voru fyrir aðild sína að svokölluðu Vollsmose-hryðjuverkamáli

Gibbons lét vel af fangelsisdvöl í Súdan

Gillian Gibbons, breski kennarinn sem dæmdur var til fangelsisvistar í Súdan fyrir að leyfa nemendum sínum að nefna bangsa Múhameð, segir að vel hafi verið komið fram við hana þann stutta tíma sem hún dvaldi í fangelsi.

Samkomulag á milli Samson og LHÍ um lóð

Listaháskóli Íslands og Samson Properties hafa náð samkomulagi um að ný skólabygging Listaháskólans rísi við Laugaveg eins og stefnt var að. Samningur þessa efnis verður undirritaður í dag að viðstöddum menntamálaráðherra og borgarstjóra.

Bíræfinn bjórþjófur rændi Guinness í Dublin

Bíræfinn þjófur á Írlandi fann óvenjulega leið til að útvega sér jólabjórinn í ár. Hann ók vörubíl inn Guinness ölgerðina í Dublin og ók síðan út aftur með aftanívagn fullan af bjórkútum.

Ferð Herjólfs frestað vegna veðurs

Brottför Herjólfs frá Vestmannaeyjum hefur verið frestað til klukkan tíu líklega vegna veðurs því það er óveður undir Eyjafjöllum.

Sjá næstu 50 fréttir