Erlent

Frakki og Þjóðverji deila Nóbelsverðlaunum í eðlisfræði

Frakkinn Albert Fert og Þjóðverjinn Peter Grünberg deila Nóbelsverðlaununum í eðlisfræði í ár eftir því sem sænska akademían greindi frá í dag.

Verðlaunin hljóta þeir fyrir vinnu að nanótækni en rannsóknir þeirra á því hvernig segulvirkni hefur áhrif á rafleiðnigetu leiddu meðal annars til mikillar þróunar á hörðum diskum í tölvum þannig að þeir gátu geymt meira af upplýsingum.

Fert og Grünberg deila með sér um tíu milljónum sænskra króna, jafnvirði um 100 milljóna íslenskra króna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×