Fleiri fréttir

Mæla Kárahnjúkasvæðið seinna í mánuðinum

Skjálftarnir við Upptyppinga tengjast ekki Öskju samkvæmt mælingum sem jarðvísindamenn gerðu á svæðinu. Vísindamennirnir eru nú að störfum við Mývatn en munu síðar í mánuðinum fara að Kárahnjúkavirkjun til mælinga.

Ríki og borg vinni einnig að því að bæta ástandið

Stefán Eiríksson, lögreglustjóri höfuðborgarsvæðisins, hyggst boða fulltrúa Reykjavíkurborgar og skemmtistaða í miðborginni á sinn fund til þess að reyna að finna leiðir til þess að uppræta það sem hann kallar ómenningu sem þrífst í miðbænum um helgar. Veitingahúsaeigandi í miðbænum segist reiðubúinn til viðræðna en segir að endurskoða þurfi lög sem snúa að veitingarekstri í miðbænum.

Lögreglan á Selfossi lýsir eftir vitnum

Lögreglan á Selfossi biður alla þá sem veitta geta upplýsingar um mannaferðir í og við Sigtún á Selfossi í nótt sem leið að hafa samband við lögreglu. Eldur kom upp í bílskúr við fasteignasöluna Bakka við Sigtún í nótt og telur lögregla allar líkur á því að um íkveikju sé að ræða.

Bílvelta á Hólsfjallavegi

Bíll velti á Hólsfjallavegi á fimmta tímanum í gær. Ökumaður og farþegar sluppu ómeiddir. Lögreglan segir að árlega eyðileggist fjölmargir bílar á þessum vegi þegar ferðamenn velta þeim.

Ekki búist við miklum hátíðarhöldum á afmælisdegi Castro

Ekki er búist við hefðbundnum hátíðarhöldum í tilefni af 81 árs afmæli Fidel Castro, forseta Cúbu. Á miðnætti var flugeldum skotið á loft í höfuðborginni Havana en ekki er von á frekari viðburðum. Á síðasta afmælisdegi forsetans hélt fólk kertavökur og fór í stuðningsgöngur.

Ótti við heilahimnubólgusmit í flugi til Danmerkur

Grunur vaknaði um að fjórtán ára dönsk stúlka sem var á leið frá Bangkok á Kastrupflugvöll í Danmörku í morgun væri með heilahimnubólgu. Farþegar um borð í SAS-vélinni fengu ekki að yfirgefa hana við komuna til Kastrup fyrr en læknar voru búnir að rannsaka stúlkuna.

Um 100 þúsund kr. á mann úr Samvinnutryggingum

Venjuleg fjölskylda sem tryggði hjá Samvinnutryggingum gt árin 1987 og 1988 má búast við að fá að meðaltali um 100.000 kr. eftir að skiptum á félaginu lýkur í ár. Kristinn Hallgrímsson hrl. formaður skiptanefndarinnar segir að þeir hafi tekið stikkprufur á hvaða upphæðir hver fái og þetta sé niðurstaðan.

Tveimur suðurkóreskum gíslum sleppt í dag

Tveimur af gíslunum 21 frá Suður-Kóreu sem talibanar rændu fyrir rúmum þremur vikum í Afganistan verður sleppt úr haldi í dag. Reuters-fréttastofan hefur eftir talsmanni talibana að tvímenningarnir séu veikir og munu þeir því koma fólkinu í hendur Rauða krossins um hádegisbil að íslenskum tíma í dag.

Sjónvarpsgláp á unga aldri

Myndbönd fyrir ungabörn gera meira ógagn en gagn. Myndbönd sem eru til þess ætluð að örva heila ungbarna til að auka þroska þeirra gætu í raun orðið til þess að hægja á þróun orðaforða þeirra ef þau eru ofnotuð. Þetta kemur fram í nýlegri rannsókn bandarískra vísindamanna við háskólann í Washington.

Rove á förum úr Hvíta húsinu

Karl Rove, einn helsti póltíski ráðhgjafi George Bush Bandaríkjaforseta ætlar að segja af sér á næstu dögum ef marka má blaðaviðtal sem birtist í dag. Þar segir Rove, sem oft hefur verið sagður einn áhrifamesti maðurinn í Hvíta húsinu nú um stundir, segir að það sé tímbært að hætta, hann verði að hugsa um hag fjölskyldu sinnar.

Dogster og Catster

Bestu vinir mannsins eru líka með heimasíður. Á vefsíðunum dogster.com og catster.com geta hundar (eða öllu heldur eigendur þeirra) skráð veflýsingu á sjálfum sér. Til dæmis gæti hvutti sagst dýrka strendur, garða og að elta bolta, en kisa að hún uni sér best í sólinni og líki vel að tæta niður klósettpappír í frítímum. Síðan er kannski ekki ósvipuð barnalandi.is sem flestir þekkja.

Prestur og kirkjugestir skotnir í messu

Prestur og tveir kirkjugestir voru skotnir til bana þegar byssumaður hóf skothríð í kirkju í Missouri fylki í Bandaríkjunum í gær. Fjöldi annarra kirkjugesta særðist í árásinni. Að sögn lögreglu sendi maðurinn öll börn út úr kirkjunni, en hélt á milli 25 og fimmtíu manns í gíslingu þegar lögreglu bar að. Eftir tíu mínútna samningaviðræður við manninn læddust lögreglumenn inn um kjallara hússins, og gafst maðurinn þá upp. Byssumaðurinn hafði deginum áður lent í útistöðum við fjölskyldu í kirkjunni og er það talið eiga þátt í árásinni.

Kristur í bílskúr

Olíublettur á bílskúrsgólfi sem þykir líkjast Jesús Kristi seldist á netinu fyrir 1.525.69 dollara. Húsmóðirin Deb Serio, sem er menntaskólakennari sagði að þeim hefði aldrei dottið í hug að lista/kraftaverkið myndi seljast hvað þá fyrir þessa upphæð.

Fjölmennt tónlistarnámskeið barna

Um eitt hundrað og fimmtíu börn á aldrinum fjögurra til sextán ára taka næstu vikuna þátt í alþjóðlegu tónlistarnámskeiði á vegum íslenska Suzukisambandsins.

Verðlaunuðu fyrir árangur í Ástarvikunni

Foreldrar barna sem komu undir á Ástarviku í Bolungarvík í fyrra voru verðlaunaðir á Ástarvikunni í dag. Yfirlýstur tilgangur vikunnar er að fjölga íbúum bæjarins. Faðmlaganámskeið er á meðal þess sem í boði er.

Gagnrýnir lista vegna heimsminjaskrár

Þingmaður Vinstri-grænna telur að Þjórsárver hefðu átt að vera á lista yfir framtíðartilnefningar Íslands á heimsminjaskrá UNESCO sem samþykktur var í ríkisstjórn á föstudag. Þingmaðurinn segir listann sýna að haldið verði áfram með virkjunaráform í neðri hluta Þjórsár. Ekki sé eðlilegt að nefndin sem sér um heimsminjaskrá sé skipuð stjórnmálamönnum en ekki fagaðilum.

Nýjar tegundir höfrunga við Íslandsstrendur

Tvær nýjar tegundir höfrunga fundust hér við land við hvalatalningu í sumar. Hvalasérfræðingur segir að sjávardýr, sem áður hafi haldið sig mun sunnar, séu nú að færa sig norður á bóginn vegna hlýnunar sjávar. Í talningunni kom einnig í ljós að hrefnu hafði fækkað á svæðum þar sem hún var áður algeng.

Læknar vilja byssumenn Hamas út af sjúkrahúsum

Palestinskir heilbrigðisstarfsmenn á Gaza ströndinni hófu í dag þriggja daga verkfall. Krafan er ekki hærri laun heldur að Hamas samtökin fjarlægi vopnaða vígamenn sína frá sjúkrahúsum, og leyfi læknum að starfa óáreittum. Hamas hafa handtekið lækna sem tilheyra Fatah samtökunum.

Neyðarhjól koma að góðum notum

Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins hefur nú til umráða mótorhjól til að veita fyrstu aðstoð þegar umferð er mikil og erfiðlega getur gengið að koma sjúkrabíl á staðinn. Hjólið hefur reynst vel og fór til að mynda í þrjú útköll niður í miðbæ Reykjavíkur í gærdag.

Vilja fara stystu leið

Stytting þjóðvegarins við Hornafjörð þolir enga bið segir forseti bæjarstjórnar Hornafjarðar. Hann segir bæjarstjórn einhuga í afstöðu sinni um málið enda ríkir almannahagsmunir í húfi. Landeigendur á Nesjum við Hornafjörð hafa kært úrskurð umhverfisráðherra frá í maí og vilja að aðrar leiðir verði farnar.

Akstur á akreinum fyrir strætó skapar hættu

Þeir sem aka á sérmerktum akreinum fyrir strætisvagna skapa óþarfa hættu í umferðinni, segir lögregla. Fréttastofa náði myndum af fimm ökumönnum sem leiddust þófið í umferðarþunganum á föstudag.

Jökla verður laxveiðiá

Búið er að breyta Jöklu í laxveiðiá. Áin, sem áður var mórauð og úfin, er nú tær bróðurpart ársins. Um fimmtíu þúsund laxaseiðum var sleppt þarna í vor í tilraunaskyni og útlit er fyrir að á komandi árum verði hægt að stunda stangveiði í þessu gamla jökulfljóti.

Víkingainnrásin sögð á enda

Breskt blað gerir því skóna í dag að svokallaðri Víkingainnrás á breskan fjármálamarkað sé lokið. Þrjár helstu leiðir íslenskra fyrirtækja til að fjármagna kaup á breskum félögum séu nú lokaðar eða illfærar vegna niðursveiflu á alþjóðamörkuðum síðustu daga. Forstjóri Baugs segir sókn félagsins á markaði í Bretlandi hvergi nærri lokið.

Laun hækka og miðaverð líka

Samfara síhækkandi launum leikmanna í ensku knattspyrnunni hefur miðaverð á leikina hækkað verulega. Breskir knattspyrnuáhugamenn kvarta sáran og félögin sjálf eru að skoða málið, því þau vilja ekki að fækkun áhorfenda komi niður á stemningunni á leiknum.

Járnbrautarstöðin í Kaupmannahöfn undir sjávarmál

Járnbrautarstöðin í Kaupmannahöfn, sjálf Hovedbanegården, verður komin undir sjávarmál innan 100 ára samkvæmt útreikningum dönsku landmælinganna. Í dag er brautarstöðin 30 sentimetrum yfir sjávarmáli. En með hlýnandi loftslagi og hækkun á yfirborði sjávar verður hún allt að 29 sentimetrum undir sjávarmáli eftir eitthundrað ár eða svo.

Færeyingar fjölmenna á menningarnótt

Frændur okkar frá Færeyjum eru sérstakir gestir Menningarnætur í ár. Hátt á fjórða tug listamanna leggja leið sína þaðan til okkar og ætla að sýna brot af því besta af bæði færeyskri myndlist og tónlist. Upplýsingarmiðstöð Þórshafnar verður einnig með í för og því hægt að nálgast allskyns upplýsingar um þennan eyjaklasa sem telur 18 eyjar í allt sem á búa 48.000 manns.

Skemmdirnar á Endeavour minniháttar

Geimferðastofnun Bandaríkjanna telur skemmdirnar sem urðu á hitaskildi geimferjunnar Endeavour séu minniháttar vandamál sem líklega þarfnist ekki viðgerðar. Áhöfn ferjunnar mun þó rannsaka skemmdirnar betur í dag.

Skjótið til að drepa -líka konur og börn

Austur-þýskir landamæraverðir höfðu skipun um að skjóta til þess að drepa ef þeir sáu fólk reyna að flýja yfir Berlínarmúrinn. Þetta hefur nú verið sannað svart á hvítu í skjali frá árinu 1973 sem fannst í skjalasafni í bænum Magdeburg í síðustu viku. Skipunin um að drepa kom frá leyniþjónustunni Stasi.

Mótmælabúðir reistar við Heathrow flugvöll

Búist er við miklum truflunum á Heathrow flugvelli í Lundúnum frá og með þriðjudegi, vegna umhverfisverndarsinna sem eru að reisa mótmælabúðir við flugvöllinn. Mótmælendurnir eru frá margvíslegum samtökum sem hafa áhyggjur af loftslagsbreytingum og vilja mótmæla nýrri flugbraut sem á að leggja á flugvellinum. Mótmælin eiga að standa í eina viku.

Kåtar konur í Kaupmannahöfn

Ríkissjúkrahúsið í Kaupmannahöfn fær engan frið eftir að danska blaðið BT skýrði frá því að þar væri verið að prófa pillur sem ykju kynhvöt kvenna. Þetta er tilraunaverkefni sem fjöldi kvenna tekur þátt í. Eftir að BT birti frétt sína hringdu konur í bunkum í sjúkrahúsið og vildu fá að taka þátt í verkefninu.

Leyfðu okkur að deyja herra forseti

Indversk hjón hafa skrifað forseta landsins og beðið hann um að leyfa þeim og dóttur þeirra að deyja með læknishjálp vegna ofsókna sem þau mega þola vegna þess að hjónin eru bæði alnæmissjúk. Í bréfi sínu til forsetans segja hjónin að þau séu barin daglega og nágrannarnir ráðist jafnvel inn á heimili þeirra. Lögreglan skipti sér ekkert af þessu.

Snemmbúnum kosningum spáð í Bretlandi

Sterkar líkur eru taldar á því boðað verði til snemmbúinna þingkosninga í Bretlandi. Verkamannaflokkurinn, undir forystu Gordons Browns, mælist nú með 10% meira fylgi en Íhaldsflokkurinn.

Nýtt eldflaugavarnarkerfi í Rússlandi

Rússar ætla að byggja nýtt eldflaugavarnarkerfi sem svar við því bandaríska sem koma á fyrir í ríkjum Austur-Evrópu. Rússlandsforseti segir kerfið tilbúið eftir átta ár.

Deilur um Hornafjarðarveg

Lögfræðingur Vegagerðarinnar segir tillögur hóps bænda og landeigenda í Nesjum um vegstæði yfir Hornafjarðarfljót ekki samræmast markmiðum framkvæmdarinnar um umferðaröryggi og styttingu hringvegarins. Hópur bænda og landeigenda í Nesjum hefur stefnt íslenska ríkinu og Vegagerðinni og lagt fram eigin tillögur að lagningu vegarins.

Erill hjá lögreglu á Dalvík

Mikið fjölmenni er enn á Fiskidögum á Dalvík. Talið er þar séu nú um 10 til 15 þúsund manns en í gær voru þar upp undir 40 þúsund manns. Mikill erill var hjá lögreglunni á Dalvík í nótt vegna þessa og í morgun var lögregla enn að hafa afskipti af fólki sem var ofurölvi.

Neyðarhjól koma að góðum notum

Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins hefur nú til umráða mótorhjól til að veita fyrstu aðstoð þegar umferð er mikil og erfiðlega getur verið að koma sjúkrabíl á staðinn. Hjólið hefur reynst vel og fór til að mynda í þrjú útköll niður í miðbæ Reykjavíkur í gærdag.

Norður-Kórea þrjóskast enn

Snurða er hlaupin á þráðinn í undirbúningi fyrir leiðtogafund Norður og Suður-Kóreumanna sem er fyrirhugaður í lok mánaðarins. Fulltrúar Norður-Kóreu tilkynntu í morgun að þeir ætluðu ekki að mæta á fyrsta formlega undirbúningsfundinn sem halda átti á morgun.

Passið ykkur á Hólsfjallavegi

Hólsfjallavegur, vegur 864, sem liggur meðfram Jökulsá á Fjöllum og hjá Dettifossi að austanverðu, er mjög grófur og erfiður yfirferðar. Verið er að vinna við hringtorg á mótum Vesturlandsvegar og Þingvallavegar. Umferð um Vesturlandsveg við vegamót Þingvallavegar hefur verið hliðrað til vesturs og er nú ekið um vestari hluta hringtorgsins.

Frakklandsforseti fékk hamborgara og pylsur

Vel fór á með George Bush Bandaríkjaforseta og Nicolas Sarkozy forseta Frakklands í gær. Þjóðarleiðtogarnir tveir hittust á óformlegum fundi heimili Bush-fjölskyldunnar í Main í Bandaríkjunum. Bush fóðraði frakklandsforseta á hamborgurum og grillpylsum og þeir fóru í siglingu sér til skemmtunar.

Bjargað af þaki bíls í miðri á

Björgunarsveitin Dagrenning á Hvolsvelli bjargaði í gærkvöldi karlmanni sem var fastur á þaki bíls í miðri Gilsá í Markárfljóti. Svo virðist sem maðurinn hafi villst af leið og farið yfir ána á röngum stað. Bíll hans hafði borist niður ána nokkurn spöl þegar honum var bjargað.

Stúlka kastaðist upp á framrúðu bifreiðar

Sextán ára stúlka kastaðist upp á framrúðu bifreiðar sem ók aftan á mótorhjól sem hún var farþegi á um sjöleytið í dag. Þetta gerðist á mótum Miklubrautar og Háaleitisbrautar. Mótorhjólið hafði numið staðar á gatnamótunum.

Sjá næstu 50 fréttir