Fleiri fréttir

Glitnismálinu vísað frá dómi

Glitnismálinu svokallaða var vísað frá dómi í Héraðsdómi Norðurlands eystra í dag, þar sem dómari úrskurðaði að saksóknari efnahagsbrota gæti ekki gefið út ákærur.

Sífellt fleiri nýta sér hundahótel

Færst hefur í vöxt að dýraeigendur nýti sér þjónustu sérstakra dýrahótela yfir sumartímann. Hótelstýra á hundahóteli segir marga dýraeigendur hrædda við að skilja dýrin sín eftir á hóteli í fyrsta skiptið, þótt dýrin sjálf séu yfirleitt nokkuð sátt.

Skrumskæling að halda fram að húðkrabbamein sé ekki hættulegt

Framkvæmdastjóri Krabbameinsskrár Krabbameinsfélags Íslands segir það skrumskælingu þegar því sé haldið fram að ekki sé hættulegt að fá húðkrabbamein, eins og haldið var fram í einu dagblaðanna í dag. Tæp tuttugu prósent karla sem fá sortuæxli látast af sjúkdómnum.

Ekki sannfærður um að Lúkas sé á lífi

Ekki eru allir sannfærðir um að hundurinn Lúkas sé enn á lífi þrátt fyrir sögusagnir þess efnis. Hilmar Trausti Harðarson, einn þeirra sem leitað hefur að Lúkasi undanfarna daga, segist efast um að það hafi verið Lúkas sem sást til ofan við Akureyri á mánudaginn. Hann segist ekki hafa hótað meintum banamanni Lúkasar barsmíðum.

Vonast til að geta flogið sem fyrst

Verið var að taka sigmann þyrlu Landhelgisgæslunnar TF-Sif upp í þyrluna þegar hún missti afl og nauðlenti í sjónum. Annar flotbelgjanna sem áttu að halda henni á floti gaf sig sem varð til þess að þyrlunni hvolfdi. Áhöfnin telur sig ekki hafa verið í hættu og vonast til að geta flogið sem fyrst aftur.

Jón Ólafsson vill grænt samfélag í Ölfusi.

Ákvæði í samningi Jóns Ólafssonar athafnamanns og sonar hans við sveitarfélagið Ölfus útilokar mengandi starfsemi í grennd við stóra vatnsverksmiðju sem á að rísa að Hlíðarenda í Ölfusi. Jón vill vinna í sátt við sveitarfélagið þar sem hann sér fyrir sér grænt samfélag. Fyrirtækið hefur samið um dreifingu við Anheuser Busch, sem er það stærsta á sínu sviði í Bandaríkjunum. Anheuser Busch mun jafnframt eignast fimmtung í fyrirtækinu.

Forseti Palestínu boðar til kosninga

Mahmoud Abbas, forseti Palestínu tilkynnti í dag að stjórn hans myndi boða til aukakosninga vegna yfirtöku Hamassamtakanna á Gaza svæðinu. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra hittir Abbas í Ramallah á Vesturbakkanum á morgun.

Sótti vélarvana bát

Björgunarskip Slysavarnafélagsins Landsbjargar sótti í dag vélarvana bát skammt út af Leiðarhöfn í Vopnafirði. Báturinn var að koma af hákarlaveiðum þegar hann bilaða. Einn maður var um borð en lítil hætta á ferðum.

Vesturlandsvegur opnaður á ný eftir umferðaróhapp

Búið er opna Vesturlandsveg aftur en honum var lokað tímabundið eftir að pallbíll með hestakerru valt laust eftir klukkan fimm í dag. Þrír voru í bílnum en þá sakaði ekki að sögn lögreglu.

Ný tækni frá 3X á Ísafirði tífaldar verðmæti fiskafurða

Hátæknifyrirtækið 3X á Ísafirði hefur þróað aðferðir til að tífalda verðmæti afurða með því að auka nýtingu hráefnis. Ný tækni frá fyrirtækinu gerir jafnframt mögulegt að mæta samdrætti í afla með því að þýða heilfrystan fisk og vinna afurðir úr honum. Tilraunir sem 3X hefur gert með fiskiðju Vísis hf. á Þingeyri hafa gengið framar vonum.

Björgunarsveit hjálpar manni úr sjálfheldu

Björgunarsveitin Víkverji var kölluð út síðdegis í dag til að sækja mann sem var í sjálfheldu í klettum í Þakgili í Höfðabrekkuafrétt. Hafði maðurinn klifrað upp til að aðstoða börn sín niður úr þessum sömu klettum en þegar hann ætlaði sjálfur niður hrundi aðeins undan fótum hans svo hann taldi vissara að kalla á aðstoð.

Lítil truflun á starfsemi Norðuráls vegna mótmæla

Engin röskun varð á starfsemi álvers Norðuráls á Grundartanga vegna mótmæla samtakanna Saving Iceland. Mótmælendur lokuðu annarri aðkeyrslunni að álverinu með því að hlekkja sig við veginn. Starfsmannastjóri álversins segir ólíklegt að lögð verði fram kæra vegna mótmælanna. Talsmaður Saving Iceland boðar frekari aðgerðir af hálfu samtakanna.

Í eldhúsið með ykkur

Eina leiðin til þess að jafna launamun kynjanna er að karlmenn taki meiri þátt í heimilisstörfunum. Þetta segir atvinnumálastjóri Evrópusambandsins í ákalli til allra karlmanna í aðildarríkjunum. Launamunur kynjanna er þar um 15 prósent.

Áhöfn Sifjar vill fara að fljúga aftur sem fyrst

Áhöfn Landhelgisgæsluþyrlunnar Sifjar vonast til að geta farið aftur að fljúga sem fyrst. Þetta kom fram á blaðamannafundi sem haldinn var í flugskýli Landhelgisgæslu Íslands við Reykjavíkurflugvöll kl. 16 í dag og var að ljúka.

Mótmæli við Grundartanga

Mótmælendur samtakana Saving Iceland mótmæla nú við álver Norðuráls á Grundartanga. Nokkrir mótmælendur hafa lokað annarri aðkeyrslunni að álverinu með því að hlekkja sig við veginn, en samkvæmt lögreglunni á Akranesi truflar það ekki aðkomu því önnur leið er að svæðinu. Þá hefur einn mótmælandinn klifrað upp í krana.

Hamas samtökin í tengslum við al-Kæda

Utanríkisráðherra Frakklands segir að Hamas samtökin hafi þegar tengsl við al-Kæda og þau tengsl séu ekki til komin vegna þrýstings vestrænna ríkisstjórna á Hamas. Utanríkisráðherra Ítalíu sagði fyrr í vikunni að vesturlönd hefðu rekið Hamas í fangið á al-Kæda.

Ósæmileg meðferð kirkjumuna

Tveir 17 ára piltar voru handteknir á höfuðborgarsvæðinu á dögunum en þeir voru með hvítan trékross í eftirdragi. Á krossinum var áletrað nafn látins einstaklings. Aðspurðir sögðust piltarnir hafa fundið krossinn fyrir tilviljun á víðavangi og ætluðu að gera úr honum listaverk.

Mennirnir sem leitað var að á Grænlandi eru á lífi

Danski flotinn á Grænlandi bíður nú eftir betri veðurskilyrðum til að bjarga tveimur mönnum sem fóru á flugi yfir Grænlandsjökul. Ekki er staðfest hvort flugvél mannanna hafi brotlent eða nauðlent. Kurt Andreasen, upplýsingafulltrúi dönsku flugmálastjórnarinnar, staðfestir að mennirnir séu á lífi. Þeir flugu í franskri vél af gerðinni ULM-Ultralight.

Öldungadeildin felldi heimflutning frá Írak

Tillaga um að kalla bandaríska hermenn heim frá Írak fyrir apríllok á næsta ári, náði ekki fram að ganga í öldungadeild bandaríska þingsins í dag. Meirihluti þingmanna greiddi að vísu atkvæði með tillögunni en það var ekki nóg. Í öldungadeildinni eru 100 þingsæti og það þurfti 60 atkvæði til að fá tillöguna samþykkta.

Saksóknari efnahagsbrota kærir frávísun til Hæstaréttar

Helgi Magnús Gunnarsson saksóknari efnahagsbrota hjá Ríkislögreglustjóra mun kæra úrskurð Héraðsdóms Norðurlands eystra í morgun til Hæstaréttar. Héraðsdómur vísaði máli gegn fólki á Akureyri sem nýtti sér kerfisvillu í netbanka Glitnis frá, á þeim grundvelli að kæruvald saksóknara efnahagsbrota styddist ekki við lög.

Von í Darfur: Risastórt neðanjarðar stöðuvatn

Bandarískir jarðfræðingar hafa fundið risastórt neðanjarðar stöðuvatn í Darfur héraði í Súdan. Þessi fundur gæti orðið mikilvægt skref til friðar í héraðinu, þar sem vatnsskortur og hungursneyð er stór þáttur í átökunum. Þegar hefur náðst samkomulag um að grafa eittþúsund brunna á þessu svæði.

Kínverjar ráðast á himininn

Kínverjar leggja ofuráherslu á að allt fari sem best fram þegar Ólympíuleikarnir verða haldnir þar á næsta ári. Þeir hafa meðal annars áhyggjur af veðrinu því tölur sýna að það eru helmingslíkur á því að það rigni á setningardegi leikanna áttunda ágúst.

Héraðsdómur segir ákæruvald saksóknara efnahagsbrota lögleysu

Héraðsdómur Norðurlands vísaði í morgun frá máli sem saksóknari efnahagsbrota höfðaði gegn fólki á Akureyri sem nýtt hafði sér kerfisvillu í netbanka Glitnis til að þannig hagnast um tugmillljónir króna á gjaldeyrisviðskiptum. Dómarinn sagði í úrskurði sínum að ákæruvald saksóknara efnahagsbrota styddist ekki við lög. Freyr Ófeigsson dómsstjóri segir í úrskurði sínum, að saksóknara efnahagsbrota verði ekki falin sjálfstæð meðferð ákæruvalds með reglugerð að óbreyttum lögum. Hann hafi ekki haft heimild til að gefa út ákæru í máli þessu í eigin nafni og því sé ekki hjá því komist að vísa málinu sjálfkrafa frá dómi.

Kanntu að reikna eins og 8 ára barn ?

Ný könnun í Bretlandi virðist sýna að stærðfræðikunnáttu fólks fari hrakandi. Stærðfræðispurning sem lögð var fyrir átta ára börn var einnig lögð fyrir 2000 fullorðna. Spurningin var: Hvað er einn áttundi af 32. Nokkrir svarmöguleikar voru gefnir.

Greipávöxtur getur valdið brjóstakrabbameini

Með því að borða einn greipávöxt á dag aukast líkurnar á brjóstakrabbameini um næstum þriðjung samkvæmt nýrri rannsókn sem unnin var í Bandaríkjunum við háskólann í Suður-Kaliforníu og Hawaii. Rannsóknin náði til 50 þúsund kvenna á breytingaraldrinum og sýnir að aðeins einn fjórði af greipávextinum jók líkurnar um allt að 30 prósent.

Bæjarstjórn Akureyrar ályktar vegna skerðingar á aflaheimildum á þorski

Bæjarstjórn Akureyrar ályktaði vegna skerðingar á aflaheimildum á bæjarstjórnarfundi í gær. Bæjarstjórnin lýsir þar yfir þungum áhyggjum af afleiðingum sem skerðingin mun hafa á atvinnulíf í Eyjafirði og á Norðurlandi öllu. Einnig óskar bæjarstjórnin tafarlaust eftir viðræðum við ríkisstjórnina um atvinnumál Eyjafjarðarsvæðisins.

Iðnaðarráðherra leggst á sveif með afa og ömmu

Afi og amma Suður-amerískrar stúlku á Ísafirði standa í ströngu í viðskiptum sínum við yfirvöld innflytjendamála. Össur Skarphéðinsson, iðnaðarráðherra hefur nú lagst á sveif með hjónunum. Á heimasíðu Bæjarins besta er sagt frá afa og ömmu hinnar Suður-amerísku Alejöndru sem þurfa að sækja um dvalarleyfi fyrir hana hér á landi á sex mánaða fresti.

Óþolinmæði og tillitsleysi ökumanna

Ökumenn sýndu óþolinmæði og tillitsleysi í gær við gatnamót Vesturlandsvegar og Þingvallavegar samkvæmt lögreglu, en þar var unnið við malbikun. Á umræddum gatnamótum er nú 30 km hámarkshraði, en engu að síður keyrðu ökumenn ógætilega um svæðið. Skapaðist því mikil hætta fyrir vegfarendur, ekki síst fyrir þá vinnumenn sem voru að vinna við malbikun.

Fullt af leyndarmálum í Washington

Meira en tuttugu milljón opinber skjöl voru stimpluð leyndarmál í bandarísku stjórnsýslunni á síðasta ári. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur skoðað vinnubrögðin og segir menn alltof gjarna á að veifa trúnaðarstimplinum.

Anheuser-Busch eignast 20% í Icelandic Glacial

Bandaríski risinn á drykkjarvörumarkaði, Anheuser-Busch hefur eignast 20% í vatnsfyrirtæki Jóns Ólafssonar og sonar hans Kristjáns. Þeir reka átöppunarverksmiðju á lindarvatni í Þorlákshöfn og er vatnið markaðssett undir vörumerkinu Icelandic Glacial.

Umferðarkönnun á Öxnadalsheiði

Vegagerðin mun standa fyrir umferðarkönnun á Hringvegi um Öxnadalsheiði fimmtudaginn 19. júlí og laugardaginn 21. júlí næstkomandi. Könnunin stendur yfir frá kl. 08:00-23:00 báða dagana.

Brot 39 ökumanna voru mynduð á hraðamyndavél lögreglunnar

Brot 39 ökumanna voru mynduð á hraðamyndavél lögreglunnar sem var við eftirlit á Álftanesi í gær. Fylgst var með ökutækjum sem var ekið Álftanesveg í suðurátt, þ.e. að Garðavegi. Á einni klukkustund, um hádegisbil, fóru 189 ökutæki þessa akstursleið og því óku 21% ökumanna of hratt eða yfir afskiptahraða.

Sr. Carlos íhugar að sækja rétt sinn fyrir héraðsdómi

Sr. Carlos Ferrer íhugar dómsmál gegn Þjóðkirkjunni eftir að sr. Bára Friðriksdóttir var ráðin í embætti sóknarprests í prestakalli Kálfatjarnarsóknar og Ástjarnarsóknar. Halldór Bachman, lögfræðingur Carlosar, telur að rangt hafi verið staðið að ákvörðuninni um að auglýsa starfið innan prestakallsins.

LSH fær nýjar talstöðvar að gjöf

Lionsklúbburinn Þór hefur fært slysa- og bráðasviði LSH að gjöf fimm nýjar Tetra talstöðvar. Talstöðvarnar leysa af hólmi eldri tæki sem ætluð voru fyrir greiningarsveit LSH.

Krakkar úr Kópavogi heimsmeistarar í skák

Skáksveit Salaskóla sigraði í flokki 14 ára og yngri á heimsmeistaramóti í skák sem lauk í Tékklandi í morgun. Þegar lokaumferð á mótinu hafði verið tefld voru Íslendingarnir með 1,5 vinning í forskot á næstu sveit.

Grænland var eins og Suður-Svíþjóð

Fyrir um hálfri milljón ára ríkti milt veðurfar á Grænlandi og gróður var þar svipaður og í suðurhluta Kanada eða í Smálöndunum í Svíþjóð. Þar voru grænir skógar og býsnin öll af skordýrum og öðru lífi. Þetta kemur fram í grein í vísindaritinu Science sem hefur vakið mikla athygli í allri umræðunni um loftslagsbreytingar.

Dæmdur fyrir vörslu barnakláms

Héraðsdómur Norðurlands eystra dæmdi mann fyrir vörslu barnakláms á mánudaginn. Ákvörðun um refsingu mannsins var frestað og fellur hún niður að liðnum 2 árum frá uppkvaðningu dóms haldi maðurinn almennt skilorð. Manninum er gert að greiða rúmlega 82.000 krónur í sakarkostnað.

Sekt fyrir að klæðast einkennisskyrtu lögreglu opinberlega

Karlmaður á Akureyri var í gær dæmdur til að greiða 20.000 króna sekt í ríkissjóð fyrir að vera í lögreglubúningi. Maðurinn var í einkennisskyrtu lögreglu á veitingastaðnum Kaffi Akureyri aðfaranótt sunnudagsins 29. apríl í vor. Héraðsdómur Norðurlands eystra taldi að hann hafi með því brotið gegn valdstjórninni.

Boris Berezovsky segir að Rússar hafi reynt að myrða sig

Rússneski auðjöfurinn Boris Berezovsky segir að breska lögreglan hafi komið í veg fyrir morðtilræði gegn sér í síðasta mánuði. Hann segir að lögreglan hafi varað hann við því að rússneskur leigumorðingi hafi ætlað að drepa hann á Hilton hótelinu á London Park Lane.

Byssumaður í 10/11

Karlmaður í annarlegu ástandi kom inn í 10-11 verslunina við Austurstræti á sjöunda tímanum í morgun og miðaði startbyssu á viðskiptavini og starfsfólk, án þess að krefjast neins.

Norður Kóreumenn loka kjarnorkuverum

Norður Kórea hefur lokað öllum kjarnorkuverum í Yongbyon, samkvæmt upplýsingum Alþjóðakjarnorkustofnunarinnar. Þetta er fyrsta skref þeirra til að uppfylla skilyrði samkomulags sem gert var í febrúar síðastliðnum en samkvæmt því fær Norður Kórea umtalsvert orkumagn gefins gegn því að þeir hverfi frá kjarnorkuáætlun sinni.

Dani týndur í Tasmaníu

Mikil leit er hafin af 21 árs dönskum manni, Kasper Sörensen, sem hefur verið týndur í Tasmaníu undanfarnar tvær vikur. Hann var þar við klifur en bakpoki hans og klifurgræjur fundust á tindi fjalls á eyjunni þann 10 júlí. Enginn hafði heyrt frá honum í viku fyrir þann tíma.

Sjá næstu 50 fréttir