Innlent

Sótti vélarvana bát

Björgunarskipið Sveinbjörn Sveinsson kemur til hafnar með Sæljónið.
Björgunarskipið Sveinbjörn Sveinsson kemur til hafnar með Sæljónið.

Björgunarskip Slysavarnafélagsins Landsbjargar sótti í dag vélarvana bát skammt út af Leiðarhöfn í Vopnafirði. Báturinn var að koma af hákarlaveiðum þegar hann bilaða. Einn maður var um borð en lítil hætta á ferðum.

Beiðni um aðstoð barst Slysavarnafélaginu klukkan 14.30 í dag. Báturinn, Sæljón NS 19, var að koma af hákarlaveiðum og var með þrjá hákarla í togi þegar hann bilaði.

Björgunarskip Slysavarnafélagsins Landsbjargar, Sveinbjörn Sveinsson frá Vopnafirði, sótti bátinn og dró hann til hafnar. Einn maður var um borð en lítil hætta á ferðum þar sem veður var gott og stutt í hjálpina samkvæmt tilkynningu frá Landsbjörg.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×