Innlent

Formaður Prestafélagsins vill breyta reglum um embættisskipanir presta

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Embættisskipanir presta eru of rúmar.
Embættisskipanir presta eru of rúmar.

Ólafur Jóhannsson, formaður Prestafélags Íslands, segir að félagið hafi gert athugasemdir við þá ákvörðun Þjóðkirkjunnar að auglýsa stöðu sóknarprests í prestakalli Kálfastrandarsóknar og Ástjarnarsóknar. Ólafur segir að það sé almennt álit presta að reglur um embættisskipanir séu of rúmar. Þeim verði að breyta. Til dæmis hafi einungis 2% atkvæðisbærra sóknarbarna staðið að baki ákvörðuninni um að auglýsa stöðu Carlosar. Hann segir þó að álit umboðsmanns Alþingis bendi til að Kirkjan hafi fylgt öllum þeim reglum sem gildi um embættisskipanir. Kirkjuþing verður haldið í haust og Ólafur telur öruggt að málið verði rætt þar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×